Fjölbreytt mannlíf er í Eyjafjarðarsveit þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag þar sem áhersla er lögð á að börn sem og fullorðnir geti fundið sér dægra styttingu við hæfi. Fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir eru í sveitarfélaginu, sundlaug- og íþróttamiðstöð ásamt sparkvelli og frisbígolfi svo fátt eitt sé nefnt.
Bókasafn sveitarfélagsins er í grunnskólanum við íþróttamiðstöðina, Freyvangsleikhúsið er starfsandi stóran hluta ársins og kórastarf er vel virkt. Í Eyjafjarðarsveit eru starfandi Hestamannafélagið Funi, Hjálparsveitin Dalbjörg og Ungmennafélagið Samherjar ásamt þremur öflugum kvenfélögum.