Frístundaleiðbeinandi í Eyjafjarðarsveit
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðina Hyldýpið. Um er að ræða hlutastarf þar sem starfsemin fer aðallega fram seinnipart dags eða á kvöldin.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni eru:
• Aðstoð og framkvæmd á starfi félagsmiðstöðvar.
• Verkefna- og viðburðastjórnun með ungu fólki.
Hæfniskröfur:
• Starfið krefst ábyrgðar, frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og mikilla samskipta við ungmenni.
• Reynsla af þátttöku í vinnu með ungu fólki er æskileg.
• Áhugi á málefnum ungs fólks.
• Þekking á hljómbúnaði fyrir hljómveitir og viðburði er kostur.
• Áhugi og þekking á tölvubúnaði.
• Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri.
• Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Kjalar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, Ingibjörg í s. 464-8140.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið bibi@krummi.is
Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2015
Frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar
Nú fer að líða að lokum sumaropnunar á Smámunasafninu. Síðasti opnunardagurinn er þriðjudagurinn 15. september nk. Síðasta hannyrðkaffið verður fimmtudaginn 10. september. Eins og áður verður boðið uppá að opna Smámunasafnið í vetur fyrir hópa með 12 manns eða fleirum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu og FB síðu Smámunasafnsins.
Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna í sumar og hlökkum til að sjá sem flesta á komandi sumri :)
Kærar kveðjur.
Stúlkurnar á Smámunasafninu
Iðunnarkvöld
Iðunnarkvöld verður miðvikudaginn 16. september kl. 20.00 í fundarherberginu í Laugarborg.
Kvenfélagið Iðunn getur alltaf á sig blómum bætt
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Stjórnin
Leikhúsið í Gamla bænum á Öngulsstöðum 18. og 19. september
Einleikirnir Grettir og Gísla saga Súrssonar kl. 20.00 og 21.30 bæði kvöldin.
Elfar Logi Hannesson er meistari einleikjanna á Íslandi.
Miðaverð á staka sýningu er 2.500 kr.
Miðaverð á báðar sýningar er 4.500 kr.
Takmarkað sætaframboð.
Miðapantanir í s. 463-1500 og á netfanginu lambinn@lambinn.is.
Húsvarsla í Freyvangi
Óskum eftir að ráða umsjónarmann með Freyvangi. Um er að ræða hefðbundið húsvarðarstarf og er sett sem skilyrði að viðkomandi búi í íbúð í húsinu.
Umsóknarfrestur er til 25. september 2015.
Ráðið verður í starfið frá og með 1. október 2015.
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 463-0600 eða í tölvupósti á karl@esveit.is
Starfsfólk óskast
Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki í heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum þrjár klukkustundir á viku.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í s. 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar