Auglýsingablað 1268. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 19. nóvember 2024.

Sveitarstjórnarfundur
643. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 21. nóvember og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 30. nóvember 2024 – Athugið ný staðsetning
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna Alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 verður í mötuneyti Hrafnagilsskóla, inngangur við skrifstofur Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 21:00. Athugið nýja staðsetningu.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja með mynd eða á annan fullnægjandi hátt. Bent er á að ef nota á stafræn ökuskírteini þá þarf að huga að uppfærslu þeirra áður en komið er á kjörstað.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag á kjörstað má finna á https://island.is/hvernig-er-kosid
Upplýsingar um kosningu utan kjörfundar má finna á https://island.is/s/syslumenn/kosning-utan-kjoerfundar
Kjörskrá er aðgengileg á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar auk þess sem finna má upplýsingar um sinn kosningarstað á https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/althingiskosningar-2024/
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í mötuneytinu.
Símanúmer: Einar 894-1372, Sigríður 866-4741 og Þór 661-0112.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 12. nóvember 2024.
Einar Jóhannsson, Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Þór Hauksson Reykdal.

Frestur til að sækja um styrk 2024 er til og með 15. desember 2024
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit heldur jólahlaðborð í mötuneyti Hrafnagilsskóla föstudaginn 29. nóvember kl. 19:00.
Verð pr. mann 10.000 kr.
Skráning hjá Benjamín, sími 899 3585, Hansínu Maríu, sími 863 1539 og Önnu, sími 848 1888. Síðasti skráningardagur er 24. nóvember.

Minnum á síðasta Iðunnarkvöld ársins fimmtud. 21. nóv. kl. 20:00Við verðum í fundarherberginu í Laugarborg. Nespresso-jólaföndur í boði fyrir þær sem vilja, kaffi/te og smá kruðerí. Nýjar konur velkomnar.
Kvenfélagið Iðunn.

Fjórtándi jólasveinninn í Freyvangsleikhúsinu.
Laugardaginn 23. nóv. frumsýning kl. 13:00 uppselt. Sunnudaginn 24. nóv. kl. 13:00. Sunnudaginn 1. des. kl. 13:00. Laugardaginn 7. des. kl. 13:00. Sunnudaginn 8. des. kl. 13:00. Laugardaginn 14. des. kl. 13:00. Sunnudaginn 15. des. kl. 13:00.
Allar nánari upplýsingar á tix.is og í síma 857-5598.
Kosningadagskaffi, kökubasar og kjólasala – úr mínum skáp í þinn! 😉
Takið daginn frá og kíkið í Laugarborg laugard. 30. nóv. kl. 13:00-17:00.
Það verður vöfflukaffi með svipuðu sniði og síðustu ár, risa kökubasar eins og síðast og nú verður nýtt tvist... kjólasalan „úr mínum skáp í þinn“! Komið og gerið góð kaup.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Kvenfélagsins Iðunnar.

Opnar dyr 30. nóvember 2024
Við ætlum að opna upp á gátt og bjóða gestum og gangandi í aðventustemningu í sveitinni. Upplagt að krækja sér í jólagjafir, gjafabréf, matvöru og handverk.

