Auglýsingablað 1240. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 23. apríl 2024.
Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða starfsfólk
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar.
Á Krummakoti er 81 dásamlegt barn á aldrinum 1-6 ára.
Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Framkvæmdir við byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann eru nú í fullum gangi sem opnar árið 2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund.
- Æskilegt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku.
- Metnaður og áhugi til að taka þátt í þróun á góðu skólastarfi.
Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is
Deleríum Búbónis!
Kirkjukór Grundarsóknar heldur tónleika í Laugarborg klukkan 20:00 að kvöldi síðasta vetrardags þ.e. 24. apríl og er aðgangur ókeypis!. Kórinn hefur síðustu misserin verið að æfa lög Jóns Múla og Jónasar Árnasona í útsetningu Þorvaldar Arnar Davíðssonar kórstjóra. Við förum yfir lögin úr Deleríum Búbónis ásamt fleiri perlum úr smiðju þeirra bræðra.
Teflt er fram kór og hljómsveit og verður enginn svikinn af þessari kvöldstund.
Móttaka umsóknar ORF Líftækni hf. um leyfi til útiræktunar á erfðabreyttum plöntum - Klauf
Í umsókninni kemur fram að ráðgert er að rækta mismunandi yrki af erfðabreyttu byggi í tilraunaskyni til að kanna tjáningu á markpróteinum þeirra auk almennra ræktunareiginleika yrkjanna, s.s. spírun, vöxt, sjúkdómaþol, þroska og uppskerumagn á hverja ræktunareiningu. Tekið er fram að byggplöntur eru sjálffrjóvgandi og geta því ekki kynblandast öðrum yrkjum eða skyldum tegundum. Er því ekki talin neinn möguleiki á genaflutningi milli erfðabreyttra byggplantna og villtra plantna í nágrenni ræktunarreita. Ræktunarreitur verður í a.m.k. 50 metra fjarlægð frá öðrum byggökrum sem kynnu að vera í nágrenninu.
Er hér gefinn kostur á að koma að athugasemdum um ofangreinda umsókn til útiræktunar á erfðabreyttu byggi. Frestur til að skila slíkum athugasemdum er til lok dags 19. maí eða 30 dagar frá birtingu fréttar. Merkja skal umsagnir UST202401-451.
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Frá ferðanefnd Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Vorferð félagsins verður farin 28.-31. maí. Gist verður á Hóteli Múla í Reykjavík í 3 nætur. Ýmis kennileiti verða heimsótt bæði í Reykjavík og á Reykjanesi. Eigum auk þess heimboð hjá Guðna forseta. Fólk er beðið að skrá sig fyrir 1. maí. Kostnaður per mann er ca. 100 þúsund en til að fá nákvæmt verð þurfum við að fá sem fyrst fjölda þátttakenda.
Bestu kveðjur,
Páll Ingvarsson, sími 661-7627, pall.reyk@gmail.com
Leifur Guðmundsson, sími 894-8677, sydriklauf@simnet.is
Sveinbjörg Helgadóttir, sími 846-3222, sveinbjorghelgadottir707@gmail.com
Opnar dyr í Eyjafarðarsveit á sumardaginn fyrsta kl. 13:00-17:00
Ókeypis aðgangur en sums staðar er verið að selja veitingar og vörur.
Ferðaþjónustuaðilar, handverksfólk og smáframleiðendur í Eyjafjarðarsveit opna dyr sínar upp á gátt á sumardaginn fyrsta frá kl. 13:00-17:00.
Tónlistarfólk stígur einnig á stokk hér og þar og fremur list sína (athugið sérstakar tímasetningar).
Um að gera að rúnta inn í sveit og kynna sér málið.
Kort yfir staðina er að finna hér í pdf skjali.