Auglýsingablaðið

1048. TBL 24. júní 2020

Auglýsingablað 1048. tbl. 12. árg. 24. júní 2020.



KJÖRFUNDUR VEGNA KJÖRS FORSETA ÍSLANDS
LAUGARDAGINN 27. JÚNÍ 2020
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00, stefnt er að lokun kjörfundar kl. 18:00. Tekið skal fram að ekki má loka kjörstað fyrir kl. 22:00, nema kjörfundur hafi staðið í átta tíma og hálftími sé liðinn frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjósendur eru því hvattir til að mæta nægilega snemma til að tryggja að þeir geti greitt atkvæði.
Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 16. júní 2020;
Einar Grétar Jóhannsson, Elsa Sigmundsdóttir og Níels Helgason.



Kosninga-vöfflur!

Er eitthvað betra en ljúffengar vöfflur og rjúkandi kaffi eftir að hafa greitt atkvæði í kosningum? Við krakkarnir í verðandi 10. bekk höldum ekki, en við verðum einmitt með vöfflu- og kaffisölu í Hjartanu frá kl. 14:00-17:00 á laugardaginn í fjáröflunarskyni fyrir komandi skólaferðalag.
Verð á vöfflu og kaffi: 700 kr.,
stök vaffla: 500 kr. Ath. það verður enginn posi á staðnum.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Verðandi 10. bekkur (árg. 2005) Hrafnagilsskóla.



Hunda- og kattahald

Kæru hunda- og kattaeigendur, um leið og mig langar að þakka ábyrgum eigendum fyrir að sinna dýrum sínum vel, langar mig að benda á að ný hunda- og kattasamþykkt fyrir Eyjafjarðarsveit hefur verið samþykkt af sveitarstjórn og Heilbrigðiseftirliti norðurlands Eystra og bíður nú samþykkis ráðuneytisins.
Í samþykktinni er sérstaklega komið inná mikilvægi þess að bera virðingu fyrir nágrönnunum og valda þeim sem minnstu ónæði, ellegar sé hætta á að missa leyfi til hunda- og/eða kattahalds. Vil ég hvetja alla hunda- og kattaeigendur til að kynna sér nýju samþykktina þegar hún verður birt.
Á heimasíðu sveitarfélagsins má einnig senda inn hverslags ábendingar meðal annars vegna dýrahalds. Finna má ábendingasíðu sveitarfélagsins inná www.esveit.is undir flipanum; Stjórnsýsla – skjöl og útgefið efni.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.



Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Sumarferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit, sem fara átti í byrjun júní, er nú fyrirhuguð dagana 16.-19. ágúst nk. Er þetta að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að ekki skapist aftur hættuástand vegna nýsmits af covid-veirunni. Ferðin er áætluð til Suðurlands og verður gist í þrjár nætur á Hótel Örk í Hveragerði. Ferðast verður um sveitir Suðurlands í tvo daga og verður Guðni Ágústsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra leiðsögumaður báða dagana. Kostnaður er áætlaður kr. 70.000,- á mann.
Þeir sem áhuga hafa skulu tilkynna þátttöku í síðasta lagi 6. júlí nk. til einhvers ferðanefndarmanna.
Ferðanefndin: Reynir, s. 862-2164, Jófríður, s. 846-3128, Ólafur, s. 894-3230.



UMF Samherjar - æfingar barna í sumar

Sumarönn kostar 6.000,- kr. Eitt gjald fyrir allar íþróttir, skiptir engu hversu margar íþróttir eru stundaðar. Einungis eru greidd æfingagjöld fyrir tvö börn í hverjum systkinahópi.
Upplýsingar um æfingar sumarsins má sjá á heimasíðunni www.samherjar.is.



Eðal kaffihlaðborð í Funaborg

Nú setjum við aftur á okkur svunturnar og búum til gómsætar kökur á kaffihlaðborðið okkar í Funaborg 5. júlí, frá kl. 14:00-17:00.
Verðið er það sama og undanfarin ár eða: 0-6 ára frítt, 7-12 ára 1.000 kr. og 12 ára og eldri 2.000 kr.
Endilega takið daginn frá til að koma og njóta góðra veitinga á friðsælum stað.
Kvenfélagið Hjálpin.


Við höfum til sölu tré í pottum
Ösp og nokkrar víðitegundir kr. 1.500, eigum einnig Reynivið, Birki, Lerki, Furu og Greni í 2 til 3 lítra pottum í litlu magni. Hægt að koma og skoða í Víðigerði 2, eða hafa samband í síma 896-8184.
Benni og Halla.



Þráhyggja augans - Persistence of vision
Arna Guðný Valsdóttir sýnir í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit.
Sýningaropnun föstudaginn 26. júní kl. 16:00 – 19:00.
Sýningin er opin laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. júní frá kl. 14:00 – 17:00.
Einkasafnið sem er verkefni myndlistamannsins Aðalsteins Þórssonar stendur við syðri afleggjara þjóðvegs 822 Kristnesvegar.
Vefsíða: https://steini.art. Verkefnið er styrkt af Myndlistasjóði.



Gráni 100 ára!

100 ár eru síðan Sesselja frá Jökli lét byggja gangnamannakofann Grána í Réttarhvammi við Geldingsá. Örnólfur Eiríksson, umsjónarmaður Grána og Sesseljubæjar til margra ára, hóf framkvæmdir á Grána í fyrra en nú á að rífa og endurhlaða húsið svo það standi önnur 100 ár! Þetta verður mikið verk og er öll aðstoð velkomin. Eitthvað gistipláss verður í Sesseljubæ og en eins tilvalið að tjalda eða koma á húsbíl.
Að framkvæmdum loknum verður haldið upp á 100 ára afmælið helgina 8.-9. ágúst, nánar auglýst síðar.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá Örnólfi, S: 897-1311.

 

Getum við bætt efni síðunnar?