Leikskólinn Krummakot er fallega staðsettur í Hrafnagili, aðeins steinsnar frá skógarkjarnanum Aldísarlundi sem börnin sækja mikið. Áhersla hefur verið lögð á að nýta útisvæði vel í starfinu og kynnast börn þar umhverfisvitund og að bera virðingu fyrir náttúrunni en þar fær ímyndunaraflið einnig að blómstra.
Börn allt frá 12 mánaða til fimm ára aldurs eru á leikskólanum og eru almennt á bilinu 60-70 krakkar þar að leik og starfi 11 mánuði ársins. Leikskólinn er aldursskiptur og er áhersla lögð á að nemendur fái tækifæri til að tjá sig með sköpunargleðina að leiðarljósi gegnum tónlist, dans, málrækt og skapandi hugsun.
Gott samstarf er milli leikskólans Krummakots og Hrafnagilsskóla og eru elstu börnin undirbúin fyrir skólagöngu sína með reglulegum heimsóknum og samstarfi þar á milli.
Skoða heimasíðu Krummakots