Auglýsingablaðið

571. TBL 14. apríl 2011 kl. 09:10 - 09:10 Eldri-fundur

Auglýsingablaðið
Næsta auglýsingablað kemur út miðvikudaginn 20. apríl vegna skírdags 21. apríl. Auglýsingar sem eiga að birtast í því blaði verða að hafa borist í síðasta lagi kl. 9, þriðjudaginn 19. apríl.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Páskabingó
Páskabingó verður haldið í Funaborg Eyjafjarðarsveit laugard. 16. apríl kl. 13:30.
Komdu og þú getur unnið páskasteik frá Norðlenska, ásamt mörgum öðrum  glæsilegum vinningum. Spjaldið kostar kr. 500.- og kr. 250.- eftir hlé.
Hestamannafélagið Funi


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Safnið verður lokað frá og með þriðjudeginum 19. apríl til þriðjudagsins 26. apríl. þá er opið eins og venjulega frá kl. 9:00 – 12:30.
Minni annars á opnunartíma safnsins:
Mánudaga frá 9:00-12:30 og 13:00-16:00. þriðjudaga-föstudaga frá 9:00-12:30.
Bókasafnsvörður


Bingó     Bingó     Bingó
þriðjudaginn 19. apríl veður haldið Bingó í Laugarborg kl. 20:30 til styrktar frjálsum íþróttum. Margir flottir vinningar. Við þökkum fyrirtækjum og einstaklingum kærlega fyrir stuðninginn. Vonandi sjáum við sem flesta. Kaffi og vöfflur með rjóma selt í hléi. það verður líka dregið og afhent páskaegg í páskaeggjalottóinu.
Frjálsíþróttanefnd UMSE


Tilkynning frá Foreldrafélagi leikskóladeildar Hrafnagilsskóla
Dansnámskeið fyrir leikskólabörnin á vegum Elínar Halldórsdóttur er nú hafið í leikskólanum og Foreldrafélagið ætlar að greiða námskeiðsgjaldið. þeir foreldrar sem þegar hafa greitt gjaldið er bent á að sækja endurgreiðsluna til Sigurveigar.
í næstu viku ætlar Leikfélag Menntaskólans á Akureyri að sýna börnunum leikskýninguna Litla ljóta andarungann og er sýningin unnin í samstarfi við Heimili og skóla. Sýningin verður í Laugarborg þriðjudaginn 19. apríl kl. 10. Foreldrar og systkini eru einnig velkomin á sýninguna.
Með kveðju, Foreldrafélagið


Páskaganga 2011
Föstudaginn langa verður hin árlega Páskaganga í Eyjafjarðarsveit. Gengið verður frá Bangsabúð við Steinhóla kl 10:00. Hringurinn sem verður farinn er c.a. 26 km. Bíll frá Hjálparsveitinni Dalbjörg mun keyra hringinn reglulega með vatn og geta þeir sem vilja ganga styttri vegalengd nýtt sér farið.
þátttökugjald er 500 kr, frítt fyrir 15 ára og yngri.  A.T.H. erum ekki með posa.
Hjálparsveitin Dalbjörg Eyjafjarðarsveit

 

Smámunasafnið
Smámunasafnið verður opið um páskana 21.-25. apríl milli kl. 14 og 17. Að vanda falin páskaegg innan um smámuni ,,sá á fund sem finnur,, skemmtileikur fyrir alla fjölskylduna. Rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur.
Verið velkomin - Smámunasafnið  - Sólgarði


Góði dátinn Svejk
Sýningar sem hér segir: föstud. 15.04, laugard. 16.04, fimmtud. 21.04-Skírdag og laugard. 23.04. Allar sýningar hefjast kl. 20.
Síðasta helgin í apríl verður síðasta sýningarhelgin.
Nú fer hver að verða síðastur að sjá líflega sýningu sem hlotið hefur frábæra dóma.
Kveðja, Freyvangsleikhúsið


Sundlaugin verður opin alla páskana
Skírdag, Föstudaginn langa, laugardag, Páskadag og annan í páskum kl. 10-20.
Fjölskyldan í sund. Frítt fyrir 15 ára og yngri.
Gleðilega páska, starfsfólk íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar


Fermingarmessa
Fermingarmessa verður í Hólakirkju á pálmasunnudag 17. apríl kl. 11.
Fermdir verða ágúst örn Víðisson, ártröð 1 og Guðmundur Viðar Ingvarsson, ártúni.
Kær kveðja, Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi


Kæru sveitungar
Opið verður í Gallerýinu að Teigi, allar helgar í apríl frá kl. 14.00 til 18.00. Fjölbreytt úrval af fermingarskreytingum eftir Svönu Jóseps ásamt mörgu öðru fallegu handverki.
Verið velkomin, Gerða sími 894-1323 og Svana 820-3492


Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps
Aðalfundur verður haldinn í Sólgarði 28. apríl n.k. kl. 20.00. Dagskrá; venjuleg aðalfundarstörf. Auk þess verða flutt erindi. Nánar auglýst síðar.
Stjórnin


Námskeið
-fyrir þá sem vilja læra að gera holla ávaxta- og grænmetishristinga úr náttúrulegu hráefni, baka gerlaust brauð og útbúa hráfæðihummus.
Ath. þetta byggist á spjalli og sýnikennslu, ekki fyrirlestri. Tekur tæpar 3 klst. Mætið með tóman maga - Allir fara saddir heim.
Fjallað verður um:
   -Mikilvægi innihaldsins, hvað það gerir fyrir kroppinn og hvernig það nýtist sem best.
   -Galdurinn við að gera hristinga bragðgóða þó þeir séu grænir og vænir.
   -Leiðir til að auka orkuna með því að nota hristinga.
Staður: Eldhúsið í Laugalandsskóla, (gengið inn um nyrstu dyrnar á austurveggnum).
Tímasetning: mánud. 18. apríl kl. 20:00. Verð: 4.500.- Ath. enginn posi á staðnum.
Skráning til og með laugardagsins 16. apríl í síma eða tölvupósti.
Kristín Kolbeinsdóttir, sími: 861 4078 eða 463 1590, netfang: vokuland@nett.is


Regndropameðferð
Skemmtileg nýjung fyrir líkama og sál
Regndropameðferð dregur nafn sitt af því að mismunandi kjarnaolíur eru látnar falla ofan á hrygginn þannig að nuddþegi upplifir þetta eins og að regndropar falli mjúklega á bakið á honum. þessi meðferð örvar taugaboð líkamans í þeim tilgangi að hreinsa og hlaða orkustöðvarnar. Olíurnar eru notaðar í ákveðinni röð og þeim nuddað með mjög léttum strokum inn í líkamann. þetta er meðferð sem styrkir og róar taugarnar, léttir á spennu í vöðvum, hreinsar blóðrásina og sogæðakerfið, styrkir ónæmiskerfið, vinnur á þreytu og orkuleysi eftir veikindi og vinnur á bólgum í vöðvum, liðamótum og beinabólgu. Meðferðin tekur rúma klukkustund. Alltaf er byrjað með Vita-flex á hryggsvæðið neðan á iljunum. Síðan er unnið með bakið og endað á heitum bakstri.
Kristín Kolbeinsdóttir Vökulandi
Pantanir í síma: 861 4078 eða 463 1590
Netfang: vokuland@nett.is


Hráfæðikex til sölu
Kexið er að mestu leyti unnið úr hörfræjum en inniheldur að auki grænmeti, önnur fræ og krydd. Hörfræ geta stuðlað að því að halda kólesterólmagni niðri og þarmastarfsemi í lagi. þau innihalda alfa-línóleum sýru sem er ómega-3 kjarnafitusýra ásamt miklu magni af trefjum.
Um fjórar bragðtegundir er að ræða:
Kúmenkex: hörfræ, kúmenfræ, sólblómafræ og malað kúmen.
Laukkex: hörfræ, rauðlaukur og mismunandi tegundir af grænmeti í hverri uppskrift.
Indverskt kex: hörfræ, graskersfræ, garam masala, turmeric, cayenne og mismunandi tegundir af grænmeti í hverri uppskrift.
Sætukex: hörfræ, epli, döðlur, mangó, kanill og múskat.
Kexið er í 100gr. pokum og kostar hver poki 500 krónur.
Kristín Kolbeinsdóttir Vökulandi
Pantanir í síma: 861 4078 eða 463 1590 eða á netfangið: vokuland@nett.is

Getum við bætt efni síðunnar?