Forsetakosningar 25. júní 2016
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 frá og með 15. júní 2016 til kjördags. Opnunartími skrifstofu er kl: 10.00-14.00. Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is/forsetakosningar-2016/forsetakosningar/kjosendur/kjorskra/ þar sem hægt er að fá upplýsingar um kjörskrá og kosningarnar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Forsetakosningar 25. júní 2016
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 15. júní 2016.
Emilía Baldursdóttir, Níels Helgason, Ólafur Vagnsson
Kaupangskirkja.
Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju miðvikudaginn 22. júní n.k. kl. 20.30.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin störf aðalsafnaðarfundar.
Sóknarnefnd
Efnisnáma í landi Hvamms – tillaga að deiliskipulagi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 8. júní 2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir efnisnámu í landi Hvamms skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.
Efnisnáman er klöpp sem staðsett er um 500 m vestan við bæjarhúsin í Hvammi og er áætluð stærð námunar allt að 120.000 m3. Mikil skógrækt er á landareigninni og er klöppin umvafin trjágróðri. Athafnasvæði námunnar verður mótað í skógarrjóðri undir klöppinni og má þannig draga úr innsýn á vinnslusvæðið.
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 15. júní 2016 til og með 27. júlí 2016. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar á www.esveit.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 27. júlí 2016.
Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Opið verður milli kl. 10.00 – 20:00 17. júní n.k.
Starfsfólk
Fíflahátíð Lamb Inn, föstudaginn 17. júní
Kl. 10.00 Fjölskylduganga á Haus. Mæting við Lamb Inn kl. 09.45.
Kl. 14.00 – 16.00 Kaffihlaðborð. Verð kr. 1.800 pr. mann. 50% afsláttur fyrir 10 ára og yngri. Tilvalið eftir hring á markaðnum.
Kl. 14.00 – 16.00 Skottmarkaður – Matarmarkaður við Lamb Inn.
Pantanir á plássi í síma 463 1500.
Kl. 14.00 – 16.00 Söngkeppni barna, 15 ára og yngri.
Þátttakendur þurfa að koma með undirleik sjálfir eða syngja án undirleiks. Skráning í síma 463 1500.
Hljómsveitin Blazers tekur nokkur lög.
Kl. 18.00 – 21.30 Kvöldverður á Lamb Inn. Í kvöld ætlum við að útigrilla lærin.
Kíkjum í sveitina á þjóðhátíðardaginn og gerum daginn enn eftirminnilegri.
Viðburðir hjá Sólarljósinu og Sólarmusterinu í sumar
20. júní kl. 20.00: Sólstöðuhátíð, gengið upp í fjall og hugleiðsla, fullt tungl
21. júní kl. 20.00: Yogadagur kr. 1.000,-
22. júní kl. 19.00: Svitahof, pláss fyrir 7, skráning kr. 10.000,-
23. júní kl. 20.00: Seiðkonutónar, tónlist órafmagnað, trommur og söngur, Hrabbý mætir. kr. 1.000,-
24. júní kl 20.00: Jónsmessudans og bál kr. 1.000,-
25.–26. júní tveggja daga námskeið: Seiðkonan uppl. og skráning hjá Sólarljósinu.
21.–24. júlí 4 daga samkoma, uppl. og skráning hjá Sólarljósinu
Sjá: Sólarmusterið á FB og sigridurasny.wix.com/solarmusterid, sími: 863-6912 netfang: solarmusterid@gmail.com
Hestamannafélagið Funi auglýsir
Ókeypis reiðnámskeið fyrir byrjendur á aldrinum 5-16 ára. Kennt verður á Melgerðismelum dagana 20.-22. júní og verða hestar og reiðtygi á staðnum og eitthvað af hjálmum. 12 nemendur komast að og verður þeim skipt í 2 hópa. Fyrri hópurinn er kl. 13.00 og sá seinni kl. 14.00. Leiðbeinandi er Anna Sonja Ágústsdóttir og tekur hún við skráningu á netfangið annasonja@gmail.com eða í síma 846-1087/4631262
Garðsala - Garðsala!!!
Sunnudaginn 19. júní verður garðsala í Sunnutröð 2, frá kl. 13.00 – 17.00.
Ýmislegt notað verður til sölu svo sem föt, tæki, leikföng og fleira.
Fötin eru af ýmsum stærðum og gerðum fyrir konur og karla - stelpur og stráka og svo verða líka barnaföt.
Allt á mjög góðu verði, frá 100 kr.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Hrund og Íris Björk :)
Ungfolahólf Náttfara
Sleppt verður í ungfolahólf Náttfara á Melgerðismelum og Samkomugerði kl. 20.00 þann 20. júní.
Upplýsingar um folana og örmerki berist á netfangið einar@krummi.is.
Stjórn Náttfara