Auglýsingablaðið

693. TBL 14. ágúst 2013 kl. 15:09 - 15:09 Eldri-fundur

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá kl. 12:00  í dag, fimmtudag 15. ágúst, vegna jarðarfarar Péturs Róberts Tryggvasonar.
Skrifstofan


Skólaliði
óskum eftir að ráða skólaliða í 65% afleysingastöðu að Hrafnagilsskóla í u.þ.b. þrjá mánuði. þarf að geta hafið störf strax. Vinnutími frá kl. 8:00 - 13:00 fjóra daga og einn dag frá kl. 8:00 - 14:00
Nánari upplýsingar veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri í síma 464-8100, 699-4209 eða í gegnum netfangið hrund@krummi.is


Strætó í bæinn
Nú í vetur verður íbúum boðið að ferðast með skólabílum að skólanum og síðan verður einn bíll sem fer til Akureyrar kl. 7.45. þess vegna verður skólabílum flýtt í vetur. þessi þjónusta er gjaldfrjáls en ekki er boðið upp á akstur til baka frá Akureyri.
Sveitarstjórn


Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar og  blönduð störf
Um er að ræða 70% stöðu til eins árs. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 26. ágúst næstkomandi. Vinnutími er frá kl. 10:30 – 16:00.
óskað er eftir jákvæðum og traustum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi. Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára og reynsla af starfi í leikskóla er kostur.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Einingar-Iðju og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2013.
Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is


Frá Félagi aldraðra
Seinni sumarferðin okkar er fyrirhuguð þann 27. ágúst.
Haldið verður austur á bóginn og nánar auglýst síðar.
Ferðanefndin


Fjölskylduganga á Uppsalahnjúk
þá er komið að fjórðu og síðustu fjölskyldugöngu Samherja þetta sumarið. Við ætlum að ganga á Uppsalahnjúk föstudaginn 16. ágúst. Gangan hefst kl. 18:00 og við munum hittast við öngulsstaði (hægt að aka upp að sumarbústað sem er upp við skóginn ofan við öngulsstaði). Gengið verður upp hnjúkinn eftir nýrri stikaðri gönguleið. áætlað er að ferðin taki 3-4 klst. á rólegum meðalhraða. Ferðin hentar öllum sem gaman hafa af gönguferðum og eru „eldri börn“ sérstaklega hvött til að taka pabba og mömmu með í þessa skemmtilegu göngu. Gott að hafa með sér smá nesti. Sjáumst  :-)


Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Sjón er sögu ríkari!
Smámunasafnið er opið alla sumardaga til 15. september frá kl. 11:00 til kl. 17:00. á kaffihúsi safnsins fást gamaldags íslenskar rjómavöfflur ásamt rabarbarasultu. Gerist ekki betra. Verið hjartanlega velkomin!


Sumardagur á sveitamarkaði Síðasti markaður sumarsins sunnudaginn 18. ágúst.
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri.
Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu. Markaðurinn er á torgi Gömlu garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11:00. þáTTTöKUGJALD AðEINS 2.000,-
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com  Fimmgangur


Að „sveitamannasið“
Töðugjöld í Gamla bænum í Laufási sunnudaginn 18. ágúst. Haldið verður upp á lok heyskapar að gömlum og góðum sið kl. 13:30-17:00.
Kirkjan kl. 13:30; fróðleikur um mikilvægi heyskapar og gleðina sem fylgdi því að ná góðum heyjum. Söngglatt sveitafólk syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur ásamt „húskarlinum“ og einsöngvaranum þorkeli Pálssyni. Handverksfólk að störfum í Gamla bænum. Heyskapur, síðasta tuggan tekin saman. þarfasti þjónninn, ljósmyndasýning. Gamaldags leikir og boðið á hestbak. ýmislegt í boði að smakka og guðdómlegar veigar í kaffihúsinu. Allir hjartanlega velkomnir.  Gamli bærinn Laufási


Freyvangsleikhúsið setur upp " EMIL í KATTHOLTI"  eftir Astrid Lindgren
Leitum að strák 10 - 11 ára og stelpu 7 - 9 ára sem geta leikið og sungið.
áheyrnaprufur verða í Freyvangi laugardaginn 24. ágúst  kl. 13.00- 17.00.
Skráning með upplýsingum um nafn og aldur barns,  jafnframt símanúmer forráðamanns, sendist á freyvangur@gmail.com fyrir 22. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar á freyvangur.net


Til sölu einbýlishús í Hrafnagilshverfi
Vallartröð 1 er til sölu, húsið er 215,7 m2 að stærð með tvöföldum bílskúr.
Upplýsingar í síma 463-1516 og 896-7722 (Rögnvaldur og Debbie)


Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00

Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar, safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag. Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi   og   http://silva.is/
 
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;-)

Getum við bætt efni síðunnar?