Auglýsingablaðið

492. TBL 02. október 2009 kl. 09:12 - 09:12 Eldri-fundur

Háhraðanettengingar
Eins og fram kom í síðasta auglýsingablaði, samdi fjarskiptasjóður fyrr á þessu ári við Símann hf um uppbyggingu á háhraðanettengingum sem á að tryggja öllum landsmönnum aðgang tenginga óháð búsetu. Fjarskiptasjóður hefur útbúið lista yfir bæi sem háhraðanettengingar hafa hingað til ekki náð. Símanum ber sem verktaka fjarskiptasjóðs að setja sig í samband við íbúa þessara bæja og bjóða tenginu. Síminn hóf þá vinnu þann 22. sept. s. l. þar sem pöntuð er tenging innan fjögurra vikna frá upphafi sölu þarf ekki að greiða tengigjald, en að þeim tíma liðnum er Símanum heimilt að innheimta allt að 25.000 kr gjald fyrir hverja tengingu.
íbúar Eyjafjarðarsveitar eru hvattir til að kynna sér listann og ganga úr skugga um að allir bæir séu skráðir sem þar ættu að vera. Misbrest á þeirri skráningu, ætti að tilkynna til fjarskiptasjóðs s: 545 8200. Nánari upplýsingar fást í þjónustuveri símans s: 800 7000.
Lista fjarskiptasjóðs sem Síminn styðst við, má sjá á vef samgönguráðuneytisins  http://www.samgonguraduneyti.is/media/skyrslur2009/Listi_yfir_stadi_i_hahradautbodi.pdf
Eins má sjá útprentaðan listann á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar



Sundleikfimi fyrir eldri borgara.
Kæru sveitungar. Nú er sundleikfimi fyrir eldri borgara að fara aftur í gang  í Kristneslauginni undir styrkri stjórn Kirstenar Godsk, sjúkraþjálfara. Tímarnir verða á miðvikudögum kl. 15:00 og hefjast miðvikudaginn 7. október. Leikfimin er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Mætum nú öll hress og kát og styrkjum líkama  og sál með liðkandi æfingum í vatninu. íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar



Dansnámskeið fyrir byrjendur !
Kæru sveitungar, ég verð með námskeið fyrir byrjendur á fimmtudagskvöldum í október og nóvember. Kenndir verða samkvæmisdansar, gömlu dansarnir og tjútt. Kennslan fer fram í hjartanu í Hrafnagilsskóla og svo færast tímarnir yfir í Laugarborg þegar gólfið þar verður tilbúið, en einhverjar viðgerðir standa þar yfir núna. þetta eru 8 skipti og tímarnir eru frá 19.30-20.50. Kennslan byrjar 8. október og innritun fer fram í síma 891-6276, eftir kl.tvö á daginn. því fyrr sem þið skráið ykkur því betra svo ég geti séð tímanlega hvort að þessu geti orðið.
Danskveðjur  Elín Halldórsdóttir.



Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fer fram næstkomandi helgi 3. – 4. okt. þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að mæta, geta haft  samband við Loga í síma 694 8989 eða Helga í síma 862 3800.
Framsóknarfélag Eyjafjarðarsveitar.



Fundarboð kvenfélags Iðunnar
Haustfundur kvenfélags Iðunnar verður haldin sunnudagskvöldið 18. okt. 2009 kl.  20. Endilega takið kvöldið frá.
Kærar kveður, stjórnin.



Uppskeruhátíð UMF Samherja
Uppskeruhátíð Ungmennafélags Samherja verður haldin sunnudaginn 4. október kl. 13 á íþróttavellinum í Reykárhverfi.  Yngri iðkendur fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku sína í íþróttastarfinu á liðnu tímabili. Farið verður í leiki þar sem ungir fá að etja kappi við foreldra.  Boðið verður uppá léttar veitingar að dagskrá lokinni.



Uppskeruhátíð Mardallar, félags um menningararf kvenna
verður haldin í Fífilbrekku undir Kerlingu í Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 4. október milli kl. 12 og 17. Félagsfreyjur munu bjóða upp á kynningu á starfsemi sinni og varning af ýmsu tagi, m.a. afurðir jarðar, handverk, eldsmíði, jurtalitun og fleira. Kjötsúpa verður á hlóðunum, ketilkaffi, ilmandi brauð og sætabrauð. Verið öll velkomin!
Upplýsingar hjá freyjum Mardallar: Guðrún Hadda Bjarnadóttir, hadda@mi.is
Valgerður H Bjarnadóttir, valgerdur@vanadis.is , Valdís Viðars, listagil@listagil.is
Anna Dóra Hermannsdóttir, annadorah@gmail.com Hrefna Harðardóttir, hrefnah@simnet.is
Fífilbrekka undir Kerlingu er vestan megin Eyjafjarðar, nálægt Grund. Akið Holtselsafleggjarann og svo fyrsta veg til hægri. Sjá einnig á http://mardoll.blog.is



Saga Möðruvalla
Agnar Hallgrímsson Cand. Mag. hefur skráð sögu Möðruvalla í Eyjafjarðarsveit og gefið út í a4 broti. Ritið er til sölu á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar á kr. 1.000.



Hrossasmölun og stóðréttir
Hrossum verður smalað í Eyjafjarðarsveit 2. – 3. október. Hrossaeigendur hafa fengið gangnaseðla senda heim og seðlarnir eru jafnframt aðgengilegir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar http://www.eyjafjardarsveit.is  
Réttað verður á þverárrétt laugardaginn 3. október kl 10:00
Réttað verður á Melgerðismelarétt laugardaginn 3. október kl 13:00. þar verða seldar alls kyns ljúffengar veitingar.



Sölusýning á Melgerðismelarétt
Sölusýning verður haldin í framhaldi af Melgerðismelarétt 3. október n.k.. ótamin tryppi verða sýnd í Melaskjóli og tamin hross á hringvellinum við stóðhestahúsið.
Skráning fer fram hjá ævari í tölvupóstfang fellshlid@nett.is eða síma 865 1370. Skrá skal nafn og fæðingarnúmer á hrossinu og verðhugmynd. Skráningargjald er kr 1000.- Leggist inn á reikningsnúmer 0302-26-7009 kt.700997-2439. Setjið nafn á hesti sem skýringu. Skráningu líkur miðvikudaginn 30. september.
Stjórn hrossaræktarfélagsins Náttfara



Stóðréttardansleikur  
- verður haldinn í Funaborg 3. október. Húsið opnar kl 22:00. Miðaverð kr 1500.-. Hljómsveitin í sjöunda himni leikur fyrir dansi fram á morgunn.
Hestamannafélagið Funi
Getum við bætt efni síðunnar?