Auglýsingablaðið

959. TBL 04. október 2018 kl. 12:12 - 12:12 Eldri-fundur

Dagur íslenskrar tungu - Tónlistarskóli Eyjafjarðar 30 ára
Að venju verður hátíð í Hrafnagilsskóla á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k. Að þessu sinni er hátíðin samvinnuverkefni Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Þelamerkurskóla, Grenivíkurskóla og Hrafnagilsskóla. 
Þema hátíðarinnar er „Hernámsárin - tímabilið frá 1939-1945“ og þessa dagana er verið að undirbúa þemadagana. Við leitum því til ykkar, kæru sveitungar, og erum við að kanna hvort einhverjir eigi muni sem tengjast þessu tímabili, allt frá bárujárni úr bröggum niður í smáhluti sem við gætum fengið lánaða hingað í skólann.
Einnig langar okkur til að heyra sögur sem tengjast hernáminu, sérstaklega væri gaman að heyra sögur sem tengjast Hrafnagili og Melgerðismelum.
Hægt er að hafa samband í síma 464-8100 eða senda póst á Katrínu Úlfarsdóttur katrin@krummi.is.
Bestu kveðjur, starfsfólk Hrafnagilsskóla


Söngskemmtun í Laugarborg
Söngskemmtun verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 4. október kl. 20. Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzosópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja hestalög úr ýmsum áttum og fleiri vinsæl sönglög í tilefni hrossasmölunar og stóðrétta í Þverárrétt. Boðið verður uppá kaffi og konfekt. Hestafólk og allir aðrir velkomnir og aðgangur er ókeypis.


Stóðréttir og dansleikur
Stóðréttir verða á Melgerðismelum laugardaginn 6. október.
Rekið inn kl. 13.00.
Funamenn sjá um veitingarnar að venju.


Alvörusveitaball í Funaborg 6. október
Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi fram á nótt.
Húsið opnar kl. 22.00. Miðaverð kr. 2.500-
Sveitaböllin gerast ekki betri.
Hestamannafélagið Funi.


Þorrablót 2019!
Kæru sveitungar. Þann 2. febrúar munum við blóta þorranum. Takið daginn frá því það er von á mikilli gamansemi og gríni. Undirbúningur er hafinn af fullum þunga og þið eigið von á góðu, bæði nýju og gömlu.
Kveðja, nefndin.


Guðsþjónusta í Hólakirkju nk. sunnudag 7. október kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Guðmundsson. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Umræðuefni: Góð samviska!


5 herbergja einbýlishús til leigu í Hrafnagilshverfi laus frá og með 15.-20. október. Upplýsingar í síma 897-6036 eða 847-6651

KVENFÉLAGIÐ ALDAN/VORÖLD
Kæra systir!
Þér er boðið á glæsilegan kynningarfund laugardaginn 6. október, kl. 11.00, að Brúnum í Eyjafjarðarsveit. Þar munum við kynna kvenfélagið okkar fyrir þér í máli og myndum. Bjóðum upp á mjög áhugaverðan fyrirlestur um valdeflingu kvenna, jafnrétti og femínisma sem Eva Huld meistaranemi í lögfræði flytur. Segjum frá vetrarstarfinu framundan og eigum notalega stund saman yfir léttum hádegisverði í boði kvenfélagsins.
Hlökkum til að sjá þig!
Kær kveðja, stjórnin


Geymslupláss
Er einhver sem getur leigt mér geymslupláss fyrir húsbíl í vetur.
Stefán 463-0600 eða 864-6444.


Handverkssýning
Handverkssýning Félags aldraðra í Eyjafirði verður haldin í Félagsborg, Skólatröð 9, Eyjafjarðarsveit laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. október n.k., opið frá kl. 13.00 til 17.00 báða dagana.
Kaffihlaðborð er til ágóða fyrir félagsstarfið. Ath. ekki er posi á staðnum. Allir velkomnir.
Félag aldraðra í Eyjafirði


Kótelettukvöld á Lamb Inn.
Laugardaginn 20. október verður fyrsta kótelettukvöld vetrarins með norðlensku búðingahlaðborði í eftirrétt.
Sama gamla góða verðið 4.600 á mann.
Borða- og stólapantanir í síma 463-1500 og á lambinn@lambinn.is.


Rabarbari og bláberjasulta
Okkur á Lamb Inn vantar bæði ferskan eða frosinn rabarbara. Einnig bláberjasultu á morgunverðarborðið okkar. Þeir sem kunna að luma á slíku og vilja selja eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Kalla í síma 691 6633, eða á netfanginu karl@lambinn.is.


Galdranámskeið Einars Mikaels - Eitt námskeið fyrir 6-12 ára
Á námskeiðinu læra börnin ótrúlega galdra og magnaðar sjónhverfingar. Þau fá innsýn inní hinn dularfulla heim töframanna. Þau læra undirstöðuatriði í töfrabrögðum, einfalda og skemmtilega spilagaldra, hugsanalestur og sjónhverfingar.
Í lok námskeiðsins þá setja börnin upp sýningu sem þau sýna afrakstur námskeiðsins.
4 skipti – verð 4.000 - kennsla hefst vikuna 8. til 12. október
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á galdranamskeid@gmail.com með nafni og aldri greiða þarf fyrir námskeiðið fyrir fyrsta tíma.
Kennt vikulega í fjórar vikur.
Miðvikudagar
Hrafnagil Laugarborg kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?