Vetraropnun Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar frá 1. september.
Mánudaga – föstudaga 6:30 - 20:00 / Laugardaga - sunnudaga 10:00 - 17:00
Helgidaga og almenna frídaga 10:00 - 17:00.
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Frá Laugalandsprestakalli.
13. sept. messa í Grundarkirkju kl. 13:30, sérstaklega ætluð fermingarbörnum og þeirra aðstandendum.
20. sept. messa á Hólum kl. 11:00.
27. sept. messa í Kaupangskirkju kl. 13:30.
Kveðja, Hannes.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls auglýsir:
Nú eru að baki fyrstu göngur og réttir og mál til komið að æfa röddina á mýkri nótum. Við byrjum æfingar á
mánudagskvöldið 14. sept. kl. 20:30 í Laugarborg.
Nýir félagar eru ávallt velkomnir – ekki síst karlar sem eru enn í nokkrum minni hluta í kórnum.
Stjórnin
Gallerýið í Sveitinni að Teigi - Breyttur opnunartími
Opið verður frá 14 - 18 fimmtudaga til sunnudags. Ef fólk vill koma á öðrum tíma, má hringja í Gerðu í síma 894-1323
eða Svönu í síma 820-3492.
Verið velkomin
Kæru sveitungar.
Anna Sæmundsdóttir frá Hjarðarholti í Dölum heldur sýningu á nokkrum tugum af dúkkufötum til styrktar langveikum börnum í
minningu barnabarns síns önnu Rúnar sem var fædd í janúar ´76 og dáin í maí ´89 og átti við mjög mikil veikindi
að stríða öll sín ár. Sýningin verður í íslandsbænum, fimmtudaginn 10. september til sunnudagsins 13. frá kl. 14 - 18 og rennur
allur ágóði til þessara mála.
þetta er ekki sölusýning en aðgangur er 1000 kr og frítt fyrir börn að fermingu.
Styrkið gott málefni og er upplagt að fá sér kaffi í Blómaskálanum Vín í leiðinni. Athugið ekki er tekið við
kortum.
Frá félagi aldraðra í Eyjafirði
Vetrarstarf félagsins hefst mánudaginn 21. september kl. 13:00 í nýja húsnæðinu okkar í Hrafnagilsskóla. Kynnt verður fyrirhugað
starf til áramóta. 60 ára og eldri eru velkomnir til að kynna sér það sem í boði verður.
Mætum sem flest! Stjórnin
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli Eyjafjarðarsveitar hefst aftur eftir sumarfrí sunnudaginn 13. september. Samverur verða annan hvern sunnudag í Hjartanu í Hrafnagilsskóla
milli kl 11 og 12. Samverur fram að jólum verða dagana: 13. sept, 27. sept, 11. okt, 25. okt, 8.
nóv, 22. nóv og 6. des. Við minnum á að allir eru velkomnir (bæði ungir og aldnir) og hlökkum sérstaklega til að taka vel á móti
nýjum andlitum..!!
Brynhildur, Katrín, Hrund og Hannes
Frá Smámunasafninu
Nú er komið að síðustu opnunarhelgi sumarsins. Safnið leggst í vetrardvala 15. september en þangað til er opið daglega milli kl. 13 og 18. í
vetur geta hópar fengið að skoða safnið í samráði við Guðrúnu í síma 865 1621. Til gamans má geta þess að aldrei
hafa fleiri heimsótt safnið, en í sumar gestafjöldi er um fimmþúsund.
Velkomin á Smámunasafnið.
Kartöflur.
Nú er tækifæri til að ná sér í kartöflur í matinn(Gullauga). Eftir kl. 17 á föstudag og eftir hádegi laugardag og sunnudag,
býðst fólki að koma og taka upp, hvort sem er einu sinni í matinn eða til að byrgja sig upp fyrir veturinn. Garðurinn er rétt fyrir norðan
afleggjarann heim í Eyrarland. Verðið er 60 kr/kílóið, pokar fáanlegir ef vantar.
Einar og Elva Eyrarlandi sími 894 1372.