Auglýsingablaðið

564. TBL 24. febrúar 2011 kl. 09:40 - 09:40 Eldri-fundur

Veiðifélag Eyjafjarðarár
Framhaldsaðalfundur verður haldinn mánudaginn 7. marz kl. 20.30. í Funaborg. Málefni: Atkvæðagreiðsla um nýjar samþykktir félagsins sem sendar voru í síðasta fundarboði. Tekin verður ákvörðun um ráðstöfun arðs. á aðalfundinum kom fram tillaga, að arður fyrir árið 2010 verði notaður til styrktar lífríkis árinnar (lengja göngusvæði bleikjunnar, hrygningarsvæðið, um 8 km upp fyrir Brúsahvamm).
Stjórnin

Fræðslufundur um landbúnað og aðalfundur FUBN
Fræðslufundur um landbúnaðarmál verður haldinn í Hlíðarbæ í Eyjafirði 26. febrúar næstkomandi kl 13:00.
Sérfræðingar úr ýmsum geirum landbúnaðarins halda fyrirlestra um sín fagsvið og opið verður fyrir umræður eftir hvern fyrirlestur. Meðal fyrirlesara eru Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Unnsteinn Snorri Snorrason, Ingvar Björnsson og Eyjólfur Kristinn örnólfsson.
Hvetjum alla sem hafa áhuga á landbúnaði, unga sem aldna, bændur sem og aðra, til að mæta og hlýða á fróðleg erindi.
Aðalfundur félags ungra bænda á Norðurlandi verður haldinn í Hlíðarbæ í Eyjafirði 26. febrúar næstkomandi kl 16:00 strax að loknum fræðslufundinum.
Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:
- árskýrsla stjórnar FUBN kynnt
- Kosningar í stjórn
- Tillögur félagsmanna
- önnur mál
þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn félagsins hafa nú nægan tíma til að íhuga framboð sitt og geta svo boðið sig fram á aðalfundinum.
Hvetjum alla sem láta sig málefni félagsins varða til að mæta og koma með tillögur á aðalfundinum! Látum ljós okkar skína :) Nýir félagar velkomnir.
Stjórn F.U.B.N

 

Góði dátinn Svejk fer af stað
Tilkynni: Góði dátinn Svejk er tilbúinn á svið!!
Frumsýning á föstudaginn 25. febrúar. Enn eru örfá sæti laus á frumsýninguna.
önnur sýning laugardaginn 26. febrúar.

Miðasölusíminn er 857-5598 frá kl.17 virka daga og kl. 10 um helgar.
Heimasíðan er www.freyvangur.net

Mikið verður nú gaman að sjá ykkur. Við lofum kraftmikilli sýningu :)
Kær kveðja, Freyvangsleikhúsið

 

ágætu íbúar Eyjafjarðarsveitar
Undirbúningur Handverkshátíðarinnar er þegar hafinn. Umsóknarfrestur til þátttöku rennur út 1. maí n.k. og nú þegar hefur fjöldi umsókna borist.
Heimasíða hátíðarinnar verður uppfærð á næstunni og allir þeir sem hafa upp á að bjóða einhverskonar þjónustu eða afþreyingu eru beðnir um  að senda upplýsingar á netfang hátíðarinnar: handverk@esveit.is
Hlakka til að vinna með ykkur.
Bestu kveðjur, Ester Stefánsdóttir Framkv. st. Handverkshátíðar 2011

 

Sunnudagaskólinn
Næsta sunnudag, 27. febrúar, verður sunnudagaskólinn okkar haldinn í Grundarkirkju. þar ætlum við að syngja mikið, spjalla, hitta Rebba og gera ýmislegt skemmtilegt. Samveran hefst líkt og venjulega um kl. 11 og stendur í klukkustund. Að henni lokinni verður boðið upp á kaffisopa, dús og kex.
Allir velkomnir, bæði stórir og smáir :)
Starfsfólk sunnudagaskólans

 

Kvenfélagið Hjálpin
Aðalfundur Kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn föstudagskvöldið 4. mars n.k. kl. 20.30 í Sólgarði. Munið árgjaldið. Nýjar félagskonur velkomnar.
Kveðja stjórnin

 

Aðalfundur Náttfara
Aðalfundur Náttfara verður haldinn í Funaborg, fimmtudagskv. 3. mars kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál.
Stjórn Náttfara

 

Stofnun áhugamannafélags um búvéla- og búnaðarsögusafn í Eyjafirði
Boðað er til fundar um stofnun áhugamannafélags um búvéla- og búnaðarsögusafn í Eyjafirði. Fundurinn verður haldinn í kaffistofu Smámunasafnsins í Sólgarði mánudaginn 28. feb. n. k. og hefst fundurinn kl. 20.
á fundinum verða kynnt drög að samþykktum fyrir félagið og verkefni sem lagt er til að félagið sinni á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að fundur þessi verði fyrri hluti stofnfundar og að framhaldsfundur verði viku seinna þar sem endanlega verði gengið frá samþykktum og stefnuskrá fyrir félagið.

Allt áhugafólk um málefni þetta er sérstaklega hvatt til að mæta til fundarins, taka þátt í umræðum og láta skoðun sína í ljósi.

Fundarboðendur eru nokkrir áhugamenn um stofnun félags af þessum toga.

Getum við bætt efni síðunnar?