Auglýsingablaðið

464. TBL 13. mars 2009 kl. 09:02 - 09:02 Eldri-fundur


Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla!

Fimmtudagskvöldið 19. mars kl 20:30 verður Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur á skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri, með fræðslufund og umræður. Hún mun fjalla um samstarf heimila og skóla með yfirskriftinni, „Samstarfið um börnin“. Víðtækur skilningur er fyrir hendi meðal kennara, foreldra og nemenda á að þátttaka foreldra í námi barna þeirra er mikilvæg til að börnum líði vel og nái árangri í skóla. Ekki hefur legið fyrir nægileg þekking á hvaða þátttaka foreldra skilar mestum árangri í námi barna og unglinga. Af nýjum rannsóknum má þó draga þær ályktanir að það sem foreldrar gera heima með börnum sínum hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan þeirra. í fyrirlestrinum verða reifaðar árangursríkar aðferðir í foreldrasamstarfi.
Fræðslufundurinn verður í Hjartanu og eru léttar veitingar í boði.

Með bestu kveðju, Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla.




Kvígur til sölu

Til sölu eru 3 kvígur. Burðartími apríl – maí.

Upplýsingar gefur ævar í síma 846 9935




Aðalfundur

Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldin að Sandhólum laugardaginn 28 mars kl 1300 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og meðlæti.  Nefndin.




Frá Laugalandsprestakalli
Messuskrá – birt með fyrirvara

15. mars verður helgistund í Kaupangskirkju kl. 21:00
22. mars er messa í Grundarkirkju kl .11:00. Handrit Sigríðar Schiöth
9. apríl, skírdagskvöld, er messa í Möðruvallakirkju
10. apríl messa í Saurbæ kl. 11:00
12. apríl er hátíðarmessa á Grund kl 11:00
12. apríl er hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30
26. apríl er ferming í Hólakirkju kl. 11:00
10 maí.Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju
31. maí fermingar á Grund og Munkaþverá

Kv. Hannes




Hey til sölu

Til sölu eru stórbaggar með vel þurrkuðu kúaheyi.

Upplýsingar gefur Víðir í síma 899 9821




Atvinna

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir flokksstjóra við vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Ráðningartíminn er frá byrjun júní fram í miðjan ágúst.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í s: 463 1335. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið esveit@esveit.is

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar




Athugið

óskum eftir að kaupa kvígukálfa.

Símar: 8626833 Kristinn ; 8604980 Jóhannes

 

Aðalfundarboð

Aðalfundur Samfylkingarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn laugardaginn 21. mars kl. 14:00 að Björk í Eyjafjarðarsveit.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður kosning fulltrúa á landsfund Samfylkingarinnar þann 27. – 29. mars næstkomandi.
Hvetjum félagsmenn til að mæta og bjóðum nýja félaga velkomna.

Stjórnin.




Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara (sem halda átti 8. mars) verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum sunnudaginn 15. mars kl. 20:30.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar.
3. Inntaka nýrra félaga.
4. Breytingar á lögum H.E.þ.
5. Framtíðaráform.
6. Kosningar.
7. önnur mál.

Stjórnin



Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa

Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum, miðvikudaginn 18. mars kl. 20:30. á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?