Auglýsingablað 1263. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 15. október 2024.
Sveitarstjórnarfundur
640. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 17. október og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Frestur til að sækja um styrk 2024 er til og með 15. desember 2024
• Íþrótta- og tómstundastyrkur barna
• Lýðheilsustyrkur eldri borgara
• Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Bingó,bingó,bingó
Freyvangsbingó verður sunnudaginn 20. október kl.14:00 í Freyvangi.
Spjaldið á 500 kr, sjoppa í hléi, posi á staðnum.
Fullt af frábærum vinningum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Hollvinir Freyvangsleikhússins gera heyrinkunnugt: það verður söngur
grín og dans í Freyvangi fyrsta vetrardag, 26. október. Takið kvöldið frá.
Nánari dagskrá síðar.
Dagbókin Tíminn minn 2025
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2025 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum, vinkonum og öllum öðrum sem vilja eignast svona eigulega dagbók.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá:
Ásta Heiðrún í síma 893-1323/astast@simnet.is
Hrönn í síma 866-2796/idunnhab@gmail.com
Bleika veiðiflugan til styrktar KAON
Bleikar veiðiflugur frá BM flugur til sölu út október á 1.000 kr./stk.
Flugurnar voru sérstaklega hannaðar fyrir þetta verkefni.
1.000 kallinn rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Pantanir í síma 866-2796 eða hronn1971@gmail.com