árshátíð Eyjafjarðarsveitar 2008
Haldin í Laugarborg föstudagskvöldið 4. apríl kl. 20:30.
Húsið opnar kl. 20:00.
Valdemar Valdemarsson matreiðslumaður sér um að útbúa fyrir okkur dýrindis kræsingar.
Fjölbreytt skemmtiatriði að hætti hússins.
Hljómsveitin Einn og sjötíu sér um að skemmta fólki fram eftir nóttu.
Hljómsveitina skipa Ingólfur, Snorri, Leifur og Finnur.
• Miðaverð er aðeins 3.800,- krónur, sem er gjafprís með tilliti til verðbólgu !
Skráning hefst þriðjudaginn 25. mars og lýkur föstudaginn 28. mars n. k.
Skráningarblöð verða í Hrafnagilsskóla, Krummakoti og á sveitarskrifstofunni.
Kærar kveðjur, nefndin.
Frá Laugalandsprestakalli
Skírdagur 20.mars: Messa í Möðruvallakirkju kl.21:00.Altarisganga.
Föstudagurinn langi 21.mars.: Helgistund í Munkaþverárkirkju kl.11:00
þuríður Baldursdóttir og Auðrún Aðalsteinsdóttir syngja með kirkjukór Laugalandsprestakalls.
Páskadagur 23.mars: Messa í Grundarkirkju kl.11:00
Kveðja, Hannes.
Páskaganga Dalbjargar 2008
Hin árlega páskaganga verður gengin á morgun, föstudaginn langa, 21. mars. Hún hefst við Bangsabúð kl. 10 og að venju verður innri
Saurbæjarhringurinn genginn. Bílar frá Dalbjörgu keyra hringinn með vissu millibili og geta þeir sem ekki vilja ganga alla leið nýtt sér
það og fengið far aftur í Bangsabúð. Við verðum auðvitað með heitt á könnunni og gaman væri að sjá sem flesta!
Kærar kveðjur og gleðilega páska
Hjálparsveitin Dalbjörg.
óskilamunir
Eftir þorrablót Eyjafjarðarsveitar fundust 2 skartgripir, armband og eyrnalokkur. þeir sem sakna þessara hluta geta vitjað þeirra á skrifstofu
Eyjafjarðarsveitar.
Athugið.
Ef að guð lofar, verður morgunblaðið borið út á laugardagskvöldið n. k. eða á sunnudagsmorgun.
Kv. Vilberg.
Samfylkingarfélag Eyjafjarðarsveitar
Aðalfundur
Aðalfundur Samfylkingarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn fimmtudagskvöldið 27. mars, kl. 20:30, í fundarsal Ferðaþjónustunnar að
öngulsstöðum.
Dagskrá
- Venjuleg aðalfundarstörf
- önnur mál
Kaffi og veitingar í boði
Stjórnin.
þið munið hann Jörund
Páskasýningar um helgina! Við vekjum athygli á dagsýningunni 22. mars en það er eina dagsýningin sem ekki er uppselt á. Um kvöldið
sama dag verður svo hin árlega Stjánasýning.
Gleðilega hátíð og sjáumst í Freyvangi.
Páskasýningar!
11. sýning laugardaginn 22. mars kl. 16.00 – aukasýning
12. sýning laugardaginn 22. mars kl. 20.30 – Stjánasýning – örfá sæti laus!
13. sýning föstudaginn 28. mars kl. 20.30 – örfá sæti laus
14. sýning laugardaginn 29. mars kl. 16.00 – UPPSELT
15. sýning föstudaginn 4. apríl kl. 19.00 – örfá sæti laus
16. sýning laugardaginn 5. apríl kl. 20.30 – örfá sæti laus
17. sýning föstudaginn 11. apríl kl. 20.30 örfá sæti laus
18. sýning laugardaginn 12. apríl kl. 20.30
Miðasölusíminn er 857 5598 og er opinn milli 16 og 18 virka daga og á auglýstum sýningardögum frá kl. 14 fram að sýningu. Utan þess
tíma má skilja eftir skilaboð á símsvara í sama númeri eða panta miða á
www.freyvangur.net en þar eru allar nánari upplýsingar ásamt myndum, myndbrotum og tónlist úr verkinu.
Freyvangsleikhúsið.
Köttur í óskilum
Högni ca. 2ja ára hvítur á búk með svart skott og svart á haus, fannst við Brúnahlíð. Hann er geltur, en ómerktur.
Upplýsingar gefur Davíð í síma 895 4618
Auglýsing
um skipulag í Eyjafjarðarsveit.
A. Breytingar á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með eftirfarandi breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 með vísan til 18.
gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum:
1. Frístundasvæði í landi Rauðhúsa (FS17).
Lóðum á frístundasvæðinu verður fjölgað um eina úr 21 í 22. Viðbótarlóðin er 7000 fm. og skerðist opið
svæði sem því nemur. Heildarstærð skipulagssvæðisins verður óbreytt.
2. íbúðarsvæði í landi Reykhúsa (IS4-b).
Lóðum á íbúðarsvæðinu verði fjölgað um tvær úr 5 í 7. Heildarstærð svæðisins er óbreytt en
meðalstærð lóða innan þess minnkar.
3. íbúðarsvæði í landi Syðri-Varðgjár (íS8).
Svæðið liggur við brekkuræturnar neðan Veigastaðavegar. þar var áður frístundabyggð sem breytast mun í
íbúðarbyggð. Breytingin felst í því að bætt er við einni íbúðarlóð við suðurmörk svæðisins
og skerðist opið grænt svæði sem þar er skilgreint um 8552 fm. en það er stærð viðbótarlóðarinnar. Heildarfjöldi
lóða verður 6 í stað 5 eins og er í gildandi skipulagi.
B. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi er auglýst með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari
breytingum:
Frístundasvæði í landi Rauðhúsa.
Breytingin felst í fjölgun lóða um eina úr 21 í 22. Ný lóð er 7000 fm. og er hún sunnan og vestan lóðar nr. 21 og
aðlæg henni. Aðkomuleiðir eru óbreyttar. á lóðinni verður heimilt að byggja hús með kjallara eða neðri hæð þannig
að heildarstærð hússins verði allt að 320 fm. hús. Skipulagsskilmálar breytast þannig að á öðrum lóðum verður
heimilt að byggja allt að 140 fm hús í stað 60 fm samanber eldri skilmála.
C. Tillögur að deiliskipulagi.
Eftirfarandi tillögur eru auglýstar með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum:
1. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Reykhúsa.
Deiliskipulagið tekur til svæðis íS4-b í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. það er í landi Reykhúsa skammt norðan
Kristnesspítala ofan Kristnesvegar. Aðkoma er frá Kristnesvegi inn á svæðið frá suðri. Skipulagssvæðið er 6.7 ha og þar er gert
ráð fyrir 7 lóðum fyrir íbúðarhús. á hverri lóð verður leyft að byggja íbúðarhús ásamt
innbyggðum eða stakstæðum bílskúr. Aðstöðuhús verður einnig heimilað. í greinargerð með skipulagstillögunni er
nánari grein gerð fyrir skilmálum skipulagsins s. s. húsastærðum og frágangi.
2. Deiliskipulag íbúðarlóðar í landi Syðri-Varðgjár.
Deiliskipulagið tekur til svæðis íS6 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. það er í
landi Syðri-Varðgjár og liggur neðan Veigastaðavegar til móts við heimreið að bænum. Stærð skipulagssvæðisins er 3600 fm og er
ætlað fyrir eitt einbýlishús á tveimur hæðum að hámarki samtals 350 fm.
3. Deiliskipulag íbúðarsvæðis í landi Syðri-Varðgjár.
Skipulagssvæðið liggur við brekkuræturnar við fjöruna í landi Syðri-Varðgjár neðan Veigastaðavegar og norðan Fosslands.
Svæðið sem nefnist Vogar var áður frístundasvæði með 5 húsum en lóðum er nú fjölgað um eina. Skv. tillögunni
verður heimilt að byggja íbúðarhús á þeim lóðum sem áður voru fyrir frístundahús enda víki
frístundahúsin. Skipulagstillagan tekur nú til þriggja lóða. á tveimur var áður frístundahús en þriðja lóðin
var óbyggð. á hverri lóð má reisa eitt einbýlishús ásamt bílgeymslu. Heildarstærð húsa er 350 og 400 ferm. þar
af bílgeymsla 70 – 150 fm. Vegtenging verður frá Eyjafjarðarbraut vestri.
4. Deiliskipulag íbúðarlóðar í landi Knarrarbergs.
Lóðin liggur ofarlega í landi Knarrarbergs og tekur til svæðis sem merkt er íS11-a í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025.
Heildarstærð húss má vera allt að 300 ferm, kjallari, hæð og ris. Stakstæð bílgeymsla 40 fm. Aðkoma er frá Knarrarbergs vegi við
landamerkin að Arnarhóli.
Tillögur þessar verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 27. mars til og með 25. apríl 2008. Frestur til að gera
athugasemdir við tillögurnar er til og með 9. maí 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir
auglýstan frest telst samþykkur þeim.
Syðra-Laugalandi 19. mars 2008.
F. h. Sveitarstjórnar.
Bjarni Kristjánsson
Sveitarstjóri.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
FUNDARBOð
344. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 25. mars 2008 og hefst kl. 16:00
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 0803008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 100
1.1. 0708027 - ölduhverfi / Viljayfirlýsing
1.2. 0803006 - Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5. mars 2008.
1.3. 0803027 - Syðri - Varðgjá / Egill Jónsson sækir um afmörkun lóða.
1.4. 0803028 - Opnun efnistökustaða - tillaga.
Fundargerðir til kynningar
2. 0803021 - Fundargerð heilbrigðisnefndar 108. fundur.
Almenn erindi
3. 0803026 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf fyrir árið 2007.
4. 0707018 - Hverfisfélag Brúnahlíðar, fráveita við Brúnahlíð.
5. 0708029 - Daníel þorsteinsson og Hrafnhildur Vigfúsdóttir - flutningur á háspennilínu
19.3.2008
Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.