Viðburðir

Senda inn viðburð
27. mar

Land míns föður í Freyvangsleikhúsinu

Land míns föður er söngleikur um stríðsárin í Reykjavík, hernámið og það sem því fylgdi. Hvaða áhrif hafði hernámið á íslendinga, einstaklinga og þjóðlífið í heild? Athyglin beinist að unga parinu Báru og Sæla og fólkinu í kringum þau. Þau eru að hefja búskap þegar stríðið skellur á. Sæli kýs að fara frekar á sjóinn en í Bretavinnuna, en Bára og móðir hennar opna þvottahús sem þjónar hernum. Bára kynnist breskum liðsforingja og í fjarveru Sæla fella þau hugi saman. Ýmislegt gengur á áður en yfir lýkur og hlökkum við til að ferðast með ykkur aftur í tímann. Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í síma 857-5598.
27. mar

Barnastarf kirkjunnar fyrir 5.-7. bekk

TTT hópastarf verður næstkomandi fimmtudag 27. mars kl. 14-15 í Félagsborg (salnum við hliðina á matsalnum). Öll börn í 5.-7. bekk eru hjartanlega velkomin og þátttaka án endurgjalds. Áhersla verður lögð á leiki, föndur og alls kyns sköpun. Starfið endar með dagsferð á Hólavatn. Endilega bara að koma og prófa! Skráning er hjá Tinnu æskulýðsfulltrúa kirkjunnar í gegnum netfangið tinna@akirkja.is.
30. mar

Maríumessa í Möðruvallakirkju

Maríumessa í Möðruvallakirkju sunnudaginn 30. mars kl. 13.