Viðburðir

Senda inn viðburð
23. apr

Liðka - styrkja - slaka

Liðka - styrkja - slaka: Það er hægt að mæta í mjúka og rólega jógatíma í Hjartað í Hrafnagilsskóla kl. 17:00-18:15 á eftirtöldum dögum: 10., 15. og 24. apríl og 1. og 8. maí. Það þarf ekki að skrá sig á heilt námskeið, hægt að mæta í staka tíma. Skráning á netfanginu ingileif@bjarkir.net. Ingileif Ástvaldsdóttir, jógakennari í Litlu jógastofunni https://www.facebook.com/litlayogastofan
24. apr

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit

Við ætlum að opna dyrnar upp á gátt og bjóða vörur okkar og þjónustu. Við leggjum mikinn metnað í það sem við bjóðum upp á og fjölbreytnin er gríðarleg. Skellið ykkur á rúntinn í Eyjafjarðarsveit og kynnið ykkur málið.
29. apr

Velkomin á aðalfund Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar 29. apríl kl. 20:00 á Brúnum.

Hefðbundin aðalfundarstörf en að auki fjögur spennandi örerindi frá: Sigurði Steingrímssyni um Búvélasafn Eyjafjarðar. Níelsi Ómarssyni um torfbæinn á Hólum - sem þarf að bjarga! Kjartani Sigurðssyni um stækkun Skógarbaðanna. Fulltrúa Markaðsstofu Norðurlands um ávinning þess að vera félagi í samtökunum. Léttar veitingar! Nýir félagar velkomnir - alltaf gaman að hittast og láta sig dreyma. Stjórnin.
30. apr

Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár

Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9. gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi: Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2023–30/9 2024. Reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2023–30/9 2024. Rekstraáætlun fyrir næsta rekstrarár. Kosning stjórnar og skoðunarmanna. Pollurinn veiðistjórnun og fyrirhugað veiðibann. Önnur mál. Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár að Ytra-Gili Eyjafjarðarsveit 30. apríl 2025 klukkan 20:00.