Viðburðir

Senda inn viðburð
21. nóv

Iðunnarkvöld fimmtudaginn 21. nóvember

Síðasta Iðunnarkvöld ársins verður í fundarherbergi Laugarborgar fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20:00. Þá verður Nespresso-jólaföndur í boði fyrir þær sem vilja, kaffi/te og smá kruðerí. Allar konur velkomnar sem vilja kíkja og eiga notalega kvöldstund með Iðunnarkonum. Kvenfélagið Iðunn, 2. flokkur.
23. nóv

Fjórtándi jólasveinninn hjá Freyvangsleikhúsinu

Frumsýning 23. nóv. kl. 13:00 2. sýning 24. nóv. kl. 13:00 3. sýning 1. des. kl. 13:00 4. sýning 7. des. kl. 13:00 5. sýning 8. des. kl. 13:00 6. sýning 13. des. kl. 13:00 7. sýning 14. des. kl. 13:00 Nánari upplýsingar og miðasala á tix.is og í síma 857-5598.
30. nóv

Kosningadagskaffi, kökubasar og kjólasala – úr mínum skáp í þinn!

Takið daginn frá og kíkið í Laugarborg laugard. 30. nóv. kl. 13:00-17:00. Það verður vöfflukaffi með svipuðu sniði og síðustu ár, risa kökubasar eins og síðast og nú verður nýtt tvist... kjólasalan „úr mínum skáp í þinn“! Komið og gerið góð. Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar. Kvenfélagið Iðunn.
30. nóv

Opnar dyr

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit 30.nóvember milli kl. 13-17. Við ætlum að opna upp á gátt og bjóða gestum og gangandi í aðventustemningu í sveitinni. Upplagt að krækja sér í jólagjafir, gjafabréf, matvöru og handverk. 
1. des

Leiðalýsing 2024

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir eru settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er kr. 4.000.- Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.
1. des

Aðventukvöld í Grundarkirkju fyrsta sunnudag í aðventu kl. 20

Aðventukvöld í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 1. desember kl. 20. Allir velkomnir og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.