Auglýsingablaðið

627. TBL 04. júní 2012 kl. 12:44 - 12:44 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
419. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg,
Skólatröð 9, þriðjudaginn 15. maí og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsinswww.eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri

 

Auglýsingablaðið
Næsta auglýsingablað kemur út miðvikudaginn 16. maí. Auglýsingar fyrir það blað verða að hafa borist skrifstofunni fyrir kl. 9 þriðjudaginn 15. maí, t.d. í tölvupósti áesveit@esveit.is eða í síma 463-0600.
Skrifstofan

 

Sundlaugin Hrafnagili
Opið verður uppstigningardag 17. maí kl. 10:00 - 20:00
Sumaropnun sundlaugar hefst föstudaginn 18. maí.
Opið verður frá kl. 6:30 - 22:00 alla virka daga og kl. 10:00 - 20:00 um helgar.
Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk sundlaugar.

 

Eyðing á skógarkerfli
í síðustu viku var haldinn fundur með landeigendum um eyðingu á skógarkerfli. þar var fyrirkomulag þessa árs kynnt en í stórum dráttum gengur það út á að landeigendur bera sjálfir ábyrgð á því að úða á sinni landareign en sveitarfélagið leggur til eitur. Einnig verður fjármunum varið í styrki sem greiddir verða í hlutfalli við útlagðan kostnað.
Ráðinn verður starfsmaður sem mun hafa yfirumsjón með verkinu og hjá honum geta landeigendur nálgast eitur. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sumarsins verður að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. þeir landeigendur sem vilja hefjast handa strax, geta sett sig í samband við skrifstofu sveitarfélagsins varðandi afhendingu á eitri. Að gefnu tilefni viljum við beina þeim tilmælum til landeigenda að uppræta einnig plöntuna Bjarnarkló (tröllahvönn) en hún getur verð varasöm og breiðist hrattt út. Nánari upplýsingar um hana verður einnig að finna á heimasíðunni.
Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

 

Karlakór Eyjafjarðar
Karlakór Eyjafjarðar heldur nú vortónleika sína í Laugarborg föstudaginn 11. maí kl. 20.30 og í Glerárkirkju laugardaginn 12. maí kl. 15.00.
Stjórnandi Páll Barna Szabó, gítar Birgir Karlsson, bassi Haukur Ingólfsson, trommur Sigurður Baldursson, píanó Daníel þorsteinsson, einsöngur Haukur Harðarson, tvísöngur ásmundur Kristjánsson, Engilbert Ingvarsson og Stefán Markússon.
Miðasala er við innganginn. Ath. Getum ekki tekið við kortum. Aðgangseyrir 2000 kr.
Karlakór Eyjafjarðar


Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Innritun í tónlistarnám
Innritun fyrir næsta vetur er nú í fullum gangi og er innritað rafrænt af heimasíðu skólanshttp://tonlist.krummi.is/      Innritun líkur þriðjudaginn 15. maí
Skólastjóri


Tónleikar
Sunnudaginn 13. maí verða í Laugarborg tónleikar Sunnu Björnsdóttur píanónemanda og Auðrúnar Aðalsteinsdóttur söngkonu þar sem þær flytja sitt hvora efnisskrána. Undirleikari á þeim tónleikum verður Dóróthea Dagný Tómasdóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 15. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar


Bændur og búalið
Komið, sjáið og kynnist örlögum stórbónda í Eyjafirði á 18. öld, þegar stuttmyndin Fjörsváfnir verður sýnd í Freyvangi 20. maí nk.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Gallerí Víð8tta, Helgi þórsson og Smámunasafnið


Sveitaþrekið
Sveitaþrekið er aftur komið á fullt úti þriðjudags- og fimmtudagsmorgna. Kl 6:05 hittast allir sem hafa áhuga á að vera með fyrir utan sundlaugina við Hrafnagilsskóla og taka á því. Fjölbreyttar útiæfingar í fjölbreyttu umhverfi, hentar öllum þeim sem vilja komast í betra form og njóta útiverunnar með skemmtilegu fólki.
ATH. æfingarnar eru þannig uppbyggðar að þær henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Endilega að mæta!! Ef frekari upplýsingar vantar þá endilega hafið samband við Arnar í síma 863-2513


Kawasaki klx 125cc til sölu!
Hjólið er fjórgengis, ágætis hjól fyrir „fermingaraldurinn“. það er mjög gott viðhald á hjólinu, skipt um olíu reglulega og allt það helsta gert með fagmanns höndum. það er ekki mælir svo það er ekki hægt að reikna út hversu mikið það er keyrt. Hægt er að skoða mynd og fleiri upplýsingar á nitro.is í smáauglýsingum, annars stendur hjólið á bílasölu hjá Rauða krossinum. ásett verð 220 þúsund. Fer ekki neðar en 190 þúsund. Engin skipti. Endilega hafðu samband ef áhugi er, í síma 843-9144 eða með email ásindrivma@gmail.com.
Sindri


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
þá fer að styttast í sumarlokun bókasafnsins.  Fimmtudaginn 31. maí er opið í síðasta sinn á þessu vori. Enn er þó tími til að ná sér í spennandi glæpasögu,  góða ævisögu, bók um garðrækt eða hvað sem hugurinn girnist. Safnið er lokað á uppstigningardag og annan í hvítasunnu
Safnið er opið:
Mánudaga kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 9:00-12:30

Getum við bætt efni síðunnar?