Auglýsingablaðið

584. TBL 13. júlí 2011 kl. 11:35 - 11:35 Eldri-fundur


ágætu sveitungar
þar sem Eyjafjarðarsveit hefur skipt um viðskiptabanka, er vert að hvetja þau ykkar sem nýta sér greiðsludreifingu bankanna, til að athuga hvort kröfur skili sér inn í kerfi ykkar viðskiptabanka.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


úðun gegn skógarkerfli
Líkt og í fyrrasumar, hefur verið úðað gegn skógarkerfli á kostnað sveitafélagsins það sem af er þessu sumri. Verkið hefur reynst umfangsmikið og meira en áætlað var og nú er svo komið að kostnaður hefur farið nokkuð fram úr áætlun. Umhverfnisnefnd hefur því ákveðið að láta staðar numið í úðun þetta sumar, þrátt fyrir að enn séu eftir óúðuð svæði með skógarkerfli. Nefndin beinir þeim tilmælum til landeigenda að taka málin í sínar hendur og úða sjálfir svæði sem ekki hafa verið úðuð í ár. úðun verður áframhaldið næsta sumar en komandi vetur verður nýttur til að skoða hvernig áætlað fjármagn nýtist best í þessari baráttu. Með von um jákvæð viðbrögð.
Umhverfisnefnd


Tilkynning til allra Samherja
Senn líður að Handverkshátíðinni sem haldin verður dagana 5.-8. ágúst. Fyrir tveimur árum tóku félagasamtök í sveitinni að sér framkvæmd einstakra þátta hátíðarinnar og sáu umf. Samherjar, ásamt hjálparsveitinni Dalbjörg, um veitingasöluna. í ár verður sami háttur hafður á og mikilvægt að vel takist til þar sem þetta er helsta fjáröflun félagsins. þeim fjármunum sem falla til verður varið til barna- og unglingastarfs, greiðslu fyrir þjálfun, leigu á mannvirkjum og uppbyggingar á íþróttasvæðinu.
í fyrra ríkti mikill einhugur um framkvæmdina og lögðu margir á sig mikla vinnu eða lögðu félaginu til hráefni í veitingar. Skemmtileg stemning skapaðist þar sem tugir fullorðinna og barna tók höndum saman og má segja að hinn sanni ungmennafélagsandi hafi svifið yfir svæðinu.
óskin er sú að allir sem hug hafa á að leggja verkefninu lið gefi sig fram. þörf er á mannskap í bakstur og undirbúning í eldhúsi mötuneytis Hrafnagilsskóla nokkur kvöld í júlí, vinnu í eldhúsi meðan á hátíðinni stendur, vinnu í veitingasölu á hátíðinni, vinnu við undirbúning og frágang ásamt fleiru sem fellur til. Reynt verður að dreifa vinnuálagi og skipta hópnum niður á vaktir til að forðast að of stór hluti framkvæmdarinnar hvíli á herðum fárra manna.  Reiknað er með að þurfa að lágmarki:
- 15 fullorðna í eldhús
- 20 fullorðna í veitingasölu
- 30-40 börn í veitingasölu (fædd 2000 og fyrr), í dyravörslu, sendiferðir, til halda svæðinu snyrtilegu o.fl.
þörf er á allri aðstoð sem mögulegt er að fá og eru bæði börn innan vébanda umf. Samherja, foreldrar og aðrir fullorðnir hvattir til að leggja sitt af mörkum.
þið sem viljið leggja ykkar af mörkum eruð vinsamlegast beðin um að senda okkur línu á netfangið umf.samherjar@gmail.com eða hringja í síma 862-4453 (Gunnur).
Með bestu kveðjum, stjórn Samherja.



SUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI
Alla sunnudaga í sumar til 14. ágúst.
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét)  eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur


æskulýðsmót Norðurlands
Verður haldið á Melgerðismelum 15-17 júlí í samstarfi Funa og Léttis.

Dagskrá helgarinnar:
Föstudagur
-Ratleikur kl. 20.00
Laugardagur
-þrautabraut kl. 10.00
-Reiðtúr kl. 14.00
-Grill kl. 19.00
-Varðeldur og afhending viðurkenninga
Sunnudagur
-Mót kl. 10.00 (á firmakeppnisformi)

Skráning á staðnum í síðasti lagi 30 mín. fyrir hverja grein
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Ekkert skráningagjald eða aðgangseyrir, ókeypis tjaldstæði og hagaganga.
Allir velkomnir!!

Getum við bætt efni síðunnar?