Auglýsingablaðið

1026. TBL 22. janúar 2020

Auglýsingablað 1026. tbl.  22. árg. 22. janúar 2020.


ÞORRABLÓT EYJAFJARÐARSVEITAR
Laugardaginn 1. febrúar verður hið margrómaða þorrablót sveitarinnar haldið í íþróttahúsinu á Hrafnagili.  Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.  Heimatilbúin atriði, þorramatur (og annar fyrir þá viðkvæmu) frá Bautanum og Danshljómsveit Friðjóns heldur uppi fjörinu.  Miðaverð 8.500.- 

Miðapantanir sunnudaginn 26. og mánudaginn 27. jan. kl. 20:00-22:00 hjá Huldu (864-6169 eða 463-1191) – Kristínu (846-2090) – Bylgju (863-1315).

Miðaafhending gegn peningagreiðslu (enginn posi) í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á Hrafnagili miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. jan. kl. 20:00-22:00.

MÆTUM SEM FLEST NEYTUM OG NJÓTUM

 


Undirbúningsstofnfundur Matarstígs Helga magra 
fimmtudaginn 23. janúar 2020 á Brúnum kl. 20:00

  1. Dagskrá
    Setning fundarstjóra, Sigríðar Sólarljóss, formanns Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar.
    1. Kynning á matarstígshugmyndinni. Karl Jónsson
    2. Matartengd ferðaþjónusta – matarferðir. Halldór Óli Kjartansson, verkefnastjóri almannatengsla og markaðssóknar hjá Markaðsstofu Norðurlands og Katrín Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands
    3. Heimaslátrun og heimaframleiðsla. Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson bændur í Birkihlíð í Skagafirði.
    4. Var Helgi magri með Anorexíu? Helgi Þórsson Kristnesi
    5. Hugmynd að tillögu að starfsemi matarstígs Helga magra. Karl Jónsson
    6. Kosning undirbúningsstjórnar.
    7. Önnur mál.

Undirbúningsstjórn undirbýr formlega stofnun matarstígsins sem áætlað er að gera í fyrstu viku marsmánaðar 2020. Þeir sem vilja taka þátt í undirbúningnum, vinsamlegast hafið samband við Karl Jónsson í síma 691-6633 eða á netfanginu kjons@simnet.is.
Allir áhugamenn um mat og matarmenningu velkomnir.

 


Saltblandaður sandur
Íbúar Eyjafjarðarsveitar geta náð sér í saltblandaðan sand á gámasvæðinu, til einkanota. T.d. til þess að bera á stéttar og innkeyrslur hjá sér. 
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.

 


Kótelettukvöld laugardaginn 25. janúar kl. 19:00 
6. árið í röð bjóðum við upp á kótelettukvöld á þessum degi og það er alltaf fullt. Kótelettuhlaðborð að hætti Lamb Inn, með norðlensku búðingahlaðborði í eftirrétt. 
Þetta bara klikkar ekki! Verð kr. 4.700.
Pantanir á netfanginu lambinn@lambinn.is eða í síma 463-1500.

 


Allir geta dansað !!!
Þá fer að hefjast dansnámskeið fyrir byrjendur eða lengra komna (8 skipti).
Viljið þið verða ballfær og efla andlega og líkamlega heilsu, þá skráið þið ykkur hjá mér í síma 891-6276 eða sendið mér póst á elindans@simnet.is. Kenni t.d. Cha cha, Jive, Tjútt, Samba, vals og gömlu dansana.
Kennt verður í Laugarborg á þriðjudögum kl. 20:30-22:00. Byrja þriðjudaginn 4. febrúar. 
Elín Halldórsdóttir danskennari.

 


Ertu búin að panta snyrtingu fyrir blótið !!!
Snyrtistofan Sveitasæla er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir sem eru í boði og verð eru inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu. 
Er með opið mánudaga kl. 16:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. 
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 


Hjartanlega velkomin
í djúpa slökun og tónheilun með gong og kristal hljómskálum kl. 20:00 á fimmtudagskvöldið 23. janúar í Gaia hofinu sem er í einstöku handútskornu mongólíu tjaldi í Leifsstaðabrúnum 15. Þóra Sólveig hefur verið með hugleiðslu, dans/hreyfingu í núvitund, slökun og tónheilun í Gaia hofinu í leigðu rými síðan 2015. Og á sér langa sögu í meðvitaðri hreyfingu sem gjörningalistakona með þjálfun í Body Weather og Body Landscape en djúp tengsl hennar við náttúruna allt frá uppvaxtarárunum í Eyjafjarðarsveit er kjarninn í öllu því sem hún gerir í lífi og listum. Dýrleif Þórunn verður með okkur að þessu sinni með sína reynslu, sérstöku næmni og hljóma. Skráning í sms/síma 857-6177.

Getum við bætt efni síðunnar?