Þorrablót Eyjafjarðarsveitar
haldið 2. febrúar 2019
Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30.
Hlaðborð ! Hlaðborð! Hlaðborð!
Hlaðið hrútspungum og öðrum hefðbundnum þorramat frá Bautanum!
Ýmsir réttir í boði fyrir þá sem ekki hafa þroska í pungana.
Kaffi í boði eftir borðhald.
Allur borðbúnaður á staðnum, þú þarft bara að grípa með þér pelann.
Óli ,,gamli” sveitarstjóri sér um veislustjórn og Bjarni Karls stjórnar fjöldasöng.
Móðurskipið leikur fyrir dansi fram undir morgun.
Miðapantanir 16. og 17. janúar frá kl. 20:00-22:00.
Knútur sími 891-7943, Víðir sími 899-9821 og Anna sími 847-2274.
Aðgöngumiðarnir eru jafnframt happdrættismiðar með vinningum úr héraði!
Miðarnir verða afgreiddir 23. og 24. janúar frá kl. 20:00-22:00
í anddyri íþróttahúss Hrafnagilsskóla.
Miðaverð 7.900,- ATH! Enginn posi!
Hlökkum til að sjá ykkur!
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar 2019
Ath! Blótið er ekki fyrir viðkvæma, Jón á Hrafnagili er í nefndinni.
Kæru sveitungar
Í kuldatíðinni að undanförnu hefur það verið áberandi að þeir sem eiga erindi á bílum að Hrafnagilsskóla skilji bíla sína eftir í gangi á meðan þeir reka erindi sín í skólanum, mötuneytinu, tónlistarskólanum, íþróttahúsinu eða á sveitarskrifstofunni. Þetta gildir einnig um þá sem eru að bíða eftir börnum sínum t.d. eftir íþróttaæfingar og tónfræði eða eru að sækja í frístund. Ekki þarf að fara um það mörgum orðum hve mikil mengun fylgir þessu og bæði bensín- og díselvélar gefa frá sér skaðleg efni fyrir heilsu fólks. Einnig má minna á þá áhættu að ef bíll er í gangi er alltaf hætta á að börn komist undir stýri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Það er því hagur okkar allra, bæði umhverfis- og öryggislega séð, að hafa bílana ekki í lausagangi á bílaplönum við skólann og stuðla þannig að betra loftslagi og öruggara umhverfi.
Einnig langar okkur að minna á að 50 km hámarkshraði er á vegarkaflanum sem liggur í gegnum þéttbýliskjarnann við skólann. Alla daga eru nemendur að fara yfir þessa götu og mikilvægt að allir virði þessa hraðatakmörkun. Við biðlum til ykkar að fara eftir þessum ábendingum okkar. Bestu kveðjur, starfsfólk Hrafnagilsskóla.
Zumba í sveitinni
Zumbasveit Umf. Samherja langar að kanna hvort ekki séu fleiri sem vilja iðka Zumba í vetur og dansa við seiðandi og suðræna tóna. Tímarnir sem um er að ræða eru kl. 20:00 á mánudögum og fyrsti tíminn verður 14. janúar – með fyrirvara um næga þáttöku.
Áhugasamir hafi samband við Rósu Margréti Húnadóttur á netfangið samherjar@samherjar.is.
ATH. mikilvægt er að skrá þáttöku á þetta netfang sem fyrst.
Höldum gleðinni gangandi inn í nýja árið!
Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 12. janúar 2019 kl. 10:00- 12:00.
Fundarefni: Framhald af umræðu um bíla og brýr. Í febrúar er gert ráð fyrir að ræða meira um álfa, huldufólk og álagabletti og hefja umræðu um greni og grenjaskyttur.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Fundarstjórn
Félag aldraðra Eyjafirði – Tréskurður
Nú ætlum við að taka fram tréskurðarhnífana og byrja í tréskurði næstu þriðjudaga fyrir þá sem vilja. Þær nöfnur Inga í Villingadal og Inga á Gili ætla að vera okkur til halds og trausts svona af og til.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Kv. stjórnin
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar
Haldinn verður fundur föstudaginn 11.01.2019. Fundurinn hefst kl. 11:00 í Holtseli, gengið inn í ísbúð. Kaffi og léttar veitingar í boði.
Á dagsskrá verður umræða um fyrirhuguð tækjakaup ásamt öðrum fundarefnum.
Gervigæsir
18 gervigæsir hurfu af kornakri milli Syðra Laugalands og Brúna seinnihluta nóvember eða í desember. Þeir sem hafa einhverja vitneskju um málið mega endilega heyra í mér í síma 820-1107. Einnig má lauma þeim á hlaðið á Hrísum án nokkurra eftirmála.
Kveðja Rósberg Óttarsson Hrísum
Óska eftir vinnu í sveit
Ég er 28 ára stúlka sem elskar að vera í sveit í kringum dýr og langar rosalega að athuga hvort ég gæti fengið vinnu á sveitabæ, helst þar sem eru kýr eða hestar en elska samt öll dýr.
Frekari upplýsingar í síma 846-9903 eða mail candymccorn@gmail.com.
Sigrún
Húsnæði óskast tímabundið
Kæru sveitungar. Viđ erum hjón međ 2 börn (4 og 6 ára) og erum ađ leita ađ tímabundnu húsnæđi sem allra fyrst í 1-4 mánuđi. Þarf ekki ađ vera stórt, t.d. gæti sumarbústađur komiđ til greina. Erum reglusöm, snyrtileg og ábyrg.
Međ bestu kveđju Ásta og Henrik gsm 849-3086.
Snyrtistofan Sveitasæla
Óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakkar viðskiptin á árinu sem var að líða. Hlakka til að halda áfram að dekra við ykkur á komandi ári með gæða vörunum frá Comfort Zone.
Tímapantanir milli kl 9.00-17.00 í síma 833-7888.
Munið gjafabréfin sem eru tilvalin gjöf við öll tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur
JÓGA Á JÓDÍSARSTÖÐUM
Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu- og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku. Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á kulnunareinkennum, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum.
Jóga Nidra er hugleiðslutækni sem er gerð liggjandi á góðri dýnu þar sem þú lætur fara vel um þig meðan þér er leiðbeint í gegnum hugleiðsluna. Í 60 mínútna tímunum er byrjað á öndun, gerðar léttar teygjur og liðkandi jógastöður. Síðan er lagst niður í 35-40 mínútna leidda djúpa slökun.
Hvað er betra í lok vikunnar en gefa sér tíma í YOGA NIDRA?
Hvenær: Fimmtudagar kl. 20:00-21:00 frá 10. janúar.
Hvar: Jódísarstöðum 4, Eyjafjarðarsveit.
Verð: 1.800 kr. stakur tími/14.000 kr. 10 tímar. Velkomin í frían prufutíma.
Ég, Þóra Hjörleifsdóttir, hlakka til að sjá ykkur.
Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com
Lína Langsokkur í Freyvangsleikhúsinu!
13. sýning 12. jan. kl. 14:00
14. sýning 13. jan. kl. 14:00
15. sýning 19. jan. kl. 14:00
16. sýning 20. jan. kl. 14:00
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is
Nánari upplýsingar á Freyvangur.is