Auglýsingablaðið

548. TBL 04. nóvember 2010 kl. 15:44 - 15:44 Eldri-fundur

Tilkynning frá Dalbjörgu
þessa helgina stendur yfir árleg yfirferð reykskynjara í sveitinni og munum við jafnframt bjóða neyðarkallinn til sölu sem er árleg fjáröflun hjálparsveitanna.
Við viljum hvetja fólk til að taka vel á móti okkar fólki og styrkja öfluga hjálparsveit í heimabyggð.
Kveðja Hjálparsveitin Dalbjörg


Hundaskráning
Samið hefur verið við Hjálparsveitina Dalbjörgu um að yfirfara skráningu hunda í sveitarfélaginu, í árlegri ferð sinni um sveitarfélagið. Vinsamlegast takið vel á móti þeim og veitið upplýsingar um þá hunda sem eru á heimilinu. óskráða hunda skal skrá á skrifstofu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri


Atvinna
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir því að ráða baðvörð í karlaklefa.
Um framtíðarstarf er að ræða. Unnið er á vöktum. Viðkomandi verður m.a. að geta unnið sjálstætt, hafa þjónustulund, hreint sakavottorð og standast hæfnispróf ætlað sundstöðum. Umsókn sendist fyrir 10. nóvember á netfangið gudrun@krummi.is
Upplýsingar gefur Guðrún á milli kl. 8 og 16 alla virka daga, í síma 464-8140.
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar


Sunnudagaskólinn
Næsta samvera verður í Hjartanu í Hrafnagilsskóla, sunnudaginn 7. nóvember milli kl. 11 og 12. Söngur, leikir, gleði og gaman. Allir velkomnir.
Starfsfólkið


Bingó
Bingó verður haldið laugardaginn 6. nóvember kl. 14:00 að Hlíðarbæ á vegum frjálsíþróttadeildar UMSE. Tilefnið er fjáröflun til keppnisferðar á „Heimsleika unglinga“ í Gautaborg, Svíþjóð. Margir skemmtilegir vinningar! Léttar veitingar seldar í hléi. ATH! Erum ekki með posa.
Frjálsíþróttadeild UMSE


Kabarettinn “Af mönnum og gæsum”
- verður sýndur í Freyvangi 5. og 6. nóvember næstkomandi.
Föstudagskvöldið 5. nóvember opnar húsið kl. 19:30 og sýning hefst kl. 20:30. Miðaverð er 1.500 kr. og kaffiveitingar eru innifaldar í verðinu.
Laugardagskvöldið 6. nóvember opnar húsið kl. 20:00 og sýning hefst kl. 21:00. Ekta sveitaball er á eftir. Miðaverð er 2.500 kr. og aldurstakmark er 16 ára. Hljómsveitin Heykvísl spilar fyrir dansi.
Miðar verða eingöngu seldir við innganginn.
Ekki er tekið við miða- og borðapöntunum!!
Freyvangsleikhúsið


Gallerýið að Teigi
Nú opnum við 4. nóvember til 19. desember, með fullt af jólavörum. Opið verður á fimmtudögum til sunnudaga, milli kl. 14-18. Verið hjartanlega velkomin.
Gerða í Teigi 894-1323 og Svana 820-3492


Hestamenn og aðdáendur hestsins
Takið frá laugardaginn 20. nóv. n.k. Tími ca. frá hádegi - kvölds? Nánar auglýst síðar.
Hestabændur


Tek að mér rúning
Nánari upplýsingar í síma 862-4354
Sindri á Rifkelsstöðum


Kvenfélagskonur Hjálpinni
Haustfundur verður haldinn sunnudaginn 14. nóv. kl. 20. Staðsetning auglýst síðar.
Endilega merkið við á dagatalinu og takið kvöldið frá.
Stjórnin


Kæru sveitungar
Hér áður fyrr voru haldnar skemmtanir 1. desember á vegum Menningamálanefndar.
ákveðið hefur verið að taka upp þann góða sið á ný. Að þessu sinni ætlar Hannes Blandon ásamt valinn kunnum hljómlistarmönnum að halda vísnakvöld.
Nánar auglýst síðar.
Menningamálanefnd


Borðtennis hjá Samherjum
Nú eru nýju borðtennisborðin komin í gagnið. Til að byrja með verða tímar kl 20:00 á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum. Spilað er í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. þessir tímar eru án þjálfara og öllum opnir án endurgjalds sem vilja taka þátt. Ef áhugi verður mikill er mögulegt að bæta við fleiri tímum, eða færa þá til ef annar tími hentar betur. Tilvalið fyrir foreldra að mæta með börnum í þessa tíma og rifja upp gamla takta frá skólaárunum.
Stjórn Samherja


Allra heilagra messa
á allra heilagra messu sunnudaginn 7. nóvember verður kvöldmessa í Munkaþverárkirkju með altarisgöngu kl. 21. Minnst verður látinna og beðið fyrir syrgjendum. Kórinn hefur æft upp söngdagskrá og verður flutt Credó úr Munkaþverárhandrituna frá 1473. Daníel þorsteinsson, organisti, kynnir hér þetta verk í stuttum pistli og annan tónlistarflutning:

"Grúskað í fornum skinnhandritum:
Kirkjukór Laugalandsprestakalls flytur hluta af Credo in unum deum eða Trúarjátninguna úr Munkaþverárhandritinu frá 1473. Skinnhandrit þetta fannst hjá almúgabónda einum í Eyjafirði og barst þaðan til árna Magnússonar í Kaupmannahöfn árið 1715. Handritið, sem talið er skrifað af Jóni þorlákssyni í klaustrinu á Munkaþverá, er einhver fyrsta heimild um raddaðan söng á Norðurlöndum og í raun einskonar afsprengi Gregorsöngs og hins rammíslenska tvísöngs.
Að auki mun kórinn flytja tvo sálma séra Hallgríms Péturssonar Nú vil ég enn í nafni þínu og Kvöldvers, enskan kórvesper eða aftansöng við 23. Davíðssálm, Ave Maria eftir Nyberg og lag Beethovens Hljóða nótt."

Með bestu kveðjum Sr. Guðmundur Guðmundsson

Getum við bætt efni síðunnar?