Auglýsingablaðið

1260. TBL 24. september 2024
Auglýsingablað 1260. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 24. september 2024.
 

Góð heilsa alla ævi - Frábærir fyrirlestrar í tilefni íþróttaviku
Upplýsingar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/is/frettir/god-heilsa-alla-aevi-frabaerir-fyrirlestrar-i-tilefni-ithrottaviku
 
Unglingar – heilbrigður lífsstíll
í Hyldýpinu föstudaginn 27. sept. kl. 19.30.
 
Eldri borgarar – góð næring á efri árum
í matsal Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. sept. kl. 10.00.
 
Almenningur – máttur matarins
í matsal Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. sept. kl. 14.00.
 
Fyrirlesari er Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Geir Gunnar er með mastersgráðu (M.Sc) í næringarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og B.Sc. gráðu í matvælafræði frá HÍ. Einnig er hann með einkaþjálfaragráðu frá Keili. Geir Gunnar starfar sem næringarfræðingur hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og sem fyrirlesari hjá Heilsugeiranum www.heilsugeirinn.is, https://www.facebook.com/heilsugeirinn - https://www.instagram.com/heilsugeirinn/
 
 

Frestur til að sækja um styrk 2024 er til og með 15. desember 2024
• Íþrótta- og tómstundastyrkur barna
• Lýðheilsustyrkur eldri borgara
• Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
 
 

Bleika slaufan til styrktar KAON
Við í Lionsklúbbnum Sif leggjum Dekurdögum lið í slaufusölunni fimmta árið í röð. Við setjum pantaðar slaufur á skilti/póstkassa og tökum niður í lok október :-) Í fyrra söfnuðust ríflega 1 milljón króna hjá Lkl. Sif sem rann beint inn í heildarupphæð Dekurdaga sem afhent var Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Sem áður fyrr rennur allur ágóði slaufusölunnar til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og hefur slaufusala Dekurdaga verið einn mikilvægasti stuðningur félagsins um árabil.
Hægt er að panta slaufu með því að senda póst á lionsklubburinnsif@gmail.com eða commenta á einhverja af auglýsingunum frá Lkl. Sif á facebook, í síðasta lagi 27. september.
 
 

Haustopnun Hælisins
Alla laugardaga í september frá kl. 14:00 til 17:00.
Velkomin!
 
Getum við bætt efni síðunnar?