Auglýsingablaðið

1019. TBL 04. desember 2019


Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
 lokar kl. 13:00 föstudaginn 6. desember.


Skólaliði 
Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar skólaliða í 90% starf. Ráðið er í starfið út skólaárið og möguleiki á fastráðningu í framhaldi. Best væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Leitað er eftir starfsmanni sem:
• Sýnir metnað í starfi.
• Er fær og lipur í samskiptum.
• Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 464-8100 eða í gegnum netpóst.
Hrund Hlöðversdóttir, hrund@krummi.is og Björk Sigurðardóttir, bjork@krummi.is.


Skipulagsnefnd vinnur að umferðaröryggisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit 
Kallað er eftir ábendingum frá vegfarendum sveitarfélagsins um það sem betur má fara í umferðarmálum í sveitarfélaginu. 
Hafa má í huga atriði eins og ástand vega, snjómokstur, umferð gangandi vegfarenda, akandi og ríðandi. Þá er einnig vert að benda á gróður, heft útsýni, erfið gatnamót og heimreiðar svo fátt eitt sé nefnt.
Mikilvægt er að staðsetningar séu skilmerkilega tilgreindar í ábendingum og gott er að hafa myndir með þar sem við á. 
Ábendingar sendist á esveit@esveit.is merkt sem erindi „Ábendingar fyrir umferðaröryggisáætlun“ fyrir 12. janúar 2020.
Skipulagsnefnd.


Eyjafjarðarsveit - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 21. nóvember 2019 afgreiðslu skipulagsnefndar þann 14. mars 2019 á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið tekur til uppbyggingar svínabús á landspildu sunnan Finnastaðaár og vestan Eyjafjarðarbrautar vestri.
Skipulagstillaga var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust á auglýsingartímabili skipulagstillögu og afgreiðslu sveitarstjórnar má sjá í fundargerðum á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is.
Framkvæmdin telst vera tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og liggur fyrir ákvörðun stofnunarinnar dags. 12. mars 2019 um að framkvæmdin sé ekki matsskyld.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
F.h. Eyjafjarðarsveitar, skipulags- og byggingarfulltrúi.


Aðventukvöld Kirkjukórs Laugalandsprestakalls verður í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 8. desember kl. 20:00.
Ræðumaður kvöldsins er María Pálsdóttir frá Reykhúsum, prestur sr. Jóhanna Gísladóttir. Kristjana Arngrímsdóttir syngur einsöng og flytur nokkur lög með kórnum, flutt verða hefðbundin jólalög og sálmar en auk þess jólasálmur við lag Sigurðar Flosasonar, Frostið eftir Örn Eldjárn, Jólin alls staðar og fleiri alþekkt jólalög.
Gleðjumst saman í Grundarkirkju á öðrum sunnudegi í aðventu.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls.


Aðventusamvera sunnudagaskólans næstkomandi sunnudag 
Verið velkomin í aðventusunnuskóla sunnudaginn 8. desember í Félagsborg kl. 11:00. 
Hentar börnum á öllum aldri og fylgifiskum þeirra. 
Jólasagan verður sögð, föndur, leikir og ávextir. 
Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest. 
Kveðja, Jóhanna prestur. S: 696-1112.


Jólamarkaður í Holtseli 7.-8. desember
Opið kl. 12:00-18:00 laugardag og sunnudag - Í boði verður fjölbreytt úrval af matvöru; það helsta í jólamatinn, allt frá forréttinum til eftirréttsins. Einnig verður mikið af einstöku handverki - tilvalið að klára jólagjafakaupin beint frá býli! 
Hlökkum til að sjá sem flesta í notalegri jólastemmingu - athugið að þetta er síðasta helgin sem opið er hjá okkur í vetur nema eftir samkomulagi.


Jólamarkaðsstemming verður í Dyngjunni-listhúsi 7.-8. des. frá 12:00-18:00
Boðið verður upp á að steypa sér sterin og tólgarkerti. 
Ketilkaffi verður á kamínunni og nýsteiktar lummur. 
Guðrún Steingrímsdóttir og Anna Sigríður Hróðmarsdóttir verða markaðsgestir með sínar frábæru vörur. 
Velkomin að versla í heimabyggð. 
Opið verður í Dyngjunni-listhúsi flesta daga í des. 
Upplýsingar eru í www.facebook.com/dyngjanlisthus/ og 899-8770.


Jólatré úr Reykhúsaskógi 
Við eigum enn fallegt rauðgreni í skóginum. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa tré geta haft samband með tölvupósti anna.gudmundsd@gmail.com eða í síma 848-1888. Trén verða keyrð heim til kaupenda í vikunni fyrir jól. 
Anna og Páll í Reykhúsum.


Snyrtistofan Sveitasæla
Var að fá glæsilegar gjafaöskjur til sölu fyrir jólin með gæðavörunum frá Comfort Cone. 
Pantið tíma sem fyrst, fáir tímar lausir í síðustu vikunni fyrir jólin. 
Upplýsingar um meðferðir og verð eru inná Facebook
Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf í jólapakkann. 
Opið mánud. kl. 12:00-18:00, þriðjud. 9:00-16:00, miðvikud. 12:00-18:00, fimmtud. 9:00-16:00 og föstud. 9:00-15:00. 
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. 
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og danskennari.


Stjörnublik - Hátíðartónleikar Karlakórs Eyjafjarðar og gesta
 í Glerárkirkju 19. desember kl. 19:00 í samstarfi við Kvennakór Akureyrar og Barnakór Þelamerkurskóla. Hljómsveit kórsins ásamt fleiri hljóðfæraleikurum munu leika undir. Sérstakir einsöngvarar verða Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Margrét Árnadóttir og Pálmi Óskarsson. 
Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi. 
Miðasala fer fram á tix.is.


AUÐVITAÐ verður þorrablót!
  
Takið daginn frá, laugardaginn 1. febrúar 2020 – þá verður GAMAN. 
Við auglýsum eftir skemmtilegum og skondnum myndum sem þola birtingu. 
Eins ef þið lumið á góðri sögu um nágrannann. 
Gagnamóttaka á netfangið holsgerdi@simnet.is. 
Nefndin.


Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu – LOKASÝNING
 
Aðeins þessi eina sýning eftir - 14. sýning 7. desember kl. 20:00.



Jólatónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar
verða í næstu viku í Laugarborg fimmtudaginn 12. desember. 
Fyrri tónleikarnir verða kl. 18:00 og þeir síðari kl. 20:00.
Nemendur á öllum stigum koma fram og m.a. kemur nýstofnuð hljómsveit skólans fram á fyrri tónleikunum. Fjölbreytt efinsskrá og í öllum hljóðfæraflokkum, samleikur og einleikur, jólalög og allskonar tónlist.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Getum við bætt efni síðunnar?