Auglýsingablaðið

969. TBL 13. desember 2018 kl. 10:33 - 10:33 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
526. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, föstudaginn 14. desember og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Kæru sveitungar
Í kuldatíðinni að undanförnu hefur það verið áberandi að þeir sem eiga erindi á bílum að Hrafnagilsskóla skilji bíla sína eftir í gangi á meðan þeir reka erindi sín í skólanum, mötuneytinu, tónlistarskólanum, íþróttahúsinu eða á sveitarskrifstofunni. Þetta gildir einnig um þá sem eru að bíða eftir börnum sínum t.d. eftir íþróttaæfingar og tónfræði eða eru að sækja í frístund. Ekki þarf að fara um það mörgum orðum hve mikil mengun fylgir þessu og bæði bensín- og díselvélar gefa frá sér skaðleg efni fyrir heilsu fólks. Einnig má minna á þá áhættu að ef bíll er í gangi er alltaf hætta á að börn komist undir stýri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Það er því hagur okkar allra, bæði umhverfis- og öryggislega séð, að hafa bílana ekki í lausagangi á bílaplönum við skólann og stuðla þannig að betra loftslagi og öruggara umhverfi.
Einnig langar okkur að minna á að 50 km hámarkshraði er á vegarkaflanum sem liggur í gegnum þéttbýliskjarnann við skólann. Alla daga eru nemendur að fara yfir þessa götu og mikilvægt að allir virði þessa hraðatakmörkun.
Við biðlum til ykkar að fara eftir þessum ábendingum okkar.
Með von um gleðilega og ljúfa aðventu, starfsfólk Hrafnagilsskóla.


Nú tökum við á móti pöntunum í hnetusteikina góðu
Pantanir þurfa að berast fyrir föstudaginn 14. desember.
HNETUSTEIK
550 g 2.600 krónur
1100 g 4.900 krónur
Afhendingartími mánudaginn 17. des. frá kl. 17:00 – 21:00 á Silvu.
Einnig verða til sölu ýmsar vörur sem ekki þarf að panta fyrirfram, s.s. brauð, salöt, karrýsveppasósa og konfekt.
Pantanir og nánari upplýsingar í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is.
Við verðum einnig með vörurnar okkar til sölu á Jólamarkaðinum í Holtseli helgina 15. og 16. desember.
Með ósk um gleðilega aðventu.
Kristín og starfsfólk Silvu, Syðra-Laugalandi efra.


Lína Langsokkur frumsýnir í Freyvangsleikhúsinu!

10. sýning 15. des. kl. 14:00 - Uppselt
11. sýning 16. des. kl. 14:00 - Uppselt
12. sýning 27. des. kl. 17:00 - Örfá sæti laus
Aukasýning 27. des. kl. 20:00
13. sýning 12. jan. kl. 14:00
14. sýning 13. jan. kl. 14:00
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is
Nánari upplýsingar á Freyvangur.is


 
Jólasýning með Einari Mikael Laugarborg 15. desember

Jólasýning Einars Mikaels er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum.
Sýningin byrjar kl. 19:30 Miðaverð er 1.500 kr. Miðarnir eru seldir við innganginn.
Kveðja, Einar Mikael.


Reiðskólinn í Ysta-Gerði
Eftir áramót höldum við áfram og verður reiðskólinn á vorönninni alls 10 skipti og byrjar í viku 4 og klárast fyrir páska. Frí verður í viku 7 og 11. Kennt er í reiðskemmunni í Ysta-Gerði, Eyjafjarðarsveit. Kennari er Sara Arnbro, menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Kennt verður á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 18:00 og 18:45. Árgangur 2015 og eldri. Fullorðnir líka! Max 5 nemendur í hverjum hóp. Verðið er það sama og síðastliðin 3 ár, 35.000 kr. Hægt er að nota tómstundastyrkinn frá Akureyrarbær, Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit, en fyrst þarf að skrá sig hjá Söru.
Foreldrar eru velkomnir inn í kaffistofu á meðan, ávallt heitt á könnunni.
Skráning er bindandi: Netfang: sara_arnbro@hotmail.com.
Tökum líka minni hópa í 1 eða 2 klukkutíma reiðtúra!


Minni á bókakvöld HÆLISINS núna fimmtudaginn 13. des. kl. 20:00-22:00!

Höfundar kynna bækurnar: Sölvasaga Daníelssonar, Ævintýri í Austurvegi HM 2018, Kennedybræður, Fíasól gefst aldrei upp! og einnig verður bókin Hvítabirnir á Íslandi kynnt. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir ❤️
Söfnunin á Karolina Fund gengur svona glimrandi vel en er hvergi nærri lokið.
Hér er linkur fyrir þá sem vilja fylgjast með og/eða leggja HÆLINU lið:
https://www.karolinafund.com/project/view/1603


Snyrtistofan Sveitasæla

Gefðu gjafabréf í dekur í jólapakkann!
Örfáir tímar lausir fram að jólum!!!
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni á Lamb Inn Öngulsstöðum.
Er með opið mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00.
Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook.
 Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Var að fá skemmtilegar gjafapakkningar fyrir jólin, vörurnar eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Til að nálgast gjafabréf er best að hringja í mig. Ef símsvarinn er á mun ég hafa samband við fyrsta tækifæri. Tímapantanir í síma 833-7888. Milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 
Volare

Vantar þig hugmyndir að einhverju notalegu í jólagjöf?
Skoðaðu úrvalið á facebook eða fáðu sendan bækling.
Panta kl. 22:00 á sunnudögum, síðasta pöntun fyrir jól verður 16. des.
Hafðu samband í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.


Valli og Tumi týndust 10. desember s.l. sunnan við Miðbrautina, neðan við Munkaþverá.
Á þriðjudaginn s.l. var barn sem taldi nokkuð víst að það hafi séð þá í Hrafnagilshverfi um hádegisbilið og er talið að það sé síðasta mögulega staðsetning þeirra. Tumi (cavalier) þekkir til á Kristnesi og því vonandi á þeirri leið.
Endilega hafið samband við Ómar Örn ef einhver verður var við Valla og Tuma, í síma 849-8315.

Getum við bætt efni síðunnar?