Auglýsingablaðið

746. TBL 29. ágúst 2014 kl. 10:25 - 10:25 Eldri-fundur

453. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar -verður haldinn miðvikudaginn 3. sept. kl. 15:00 í Skólatröð 9. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri

 

Göngur og réttir 2014
Fyrstu fjárgöngur verða 6. og 7. sept. og aðrar göngur 20. og 21. sept.
Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 13. sept. og aðrar göngur 27. sept.
Hrossasmölun verður 3. okt. og hrossaréttir 4. okt.
Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og um leið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is
Fjallskilanefnd

 

Landeigendur athugið
þar sem fé hefur komið niður fyrir fjallsgirðingar, ber landeigendum og landnotendum að reka það til afréttar eða koma því til réttra eigenda í síðasta lagi 5. september n.k.
óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.
Fjallskilanefnd

 

Frá Félagi eldri borgara
Haustferð félagsins verður farin 2. september n.k. Farið verður frá Félagsborg kl. 9:00, ekið til Grenivíkur og sjávarútvegssafnið skoðað o.fl. þá ekið um Dalsmynni, Kinn og í ýdali þar sem í boði verður súpa og brauð. þá verður ekið um Aðaldal, Gamli bærinn að Grenjaðarstað skoðaður. Kaffi að Staðarhóli og síðan Laxárdalur skoðaður og endað með kvöldverði í Dalakofanum. Verð kr. 9.500 á mann og greiðist við upphaf ferðar. þátttaka tilkynnist til Reynis 862-2164, Jófríðar 846-5228 eða ólafs í 894-3230, fyrir sunnudaginn 31. ágúst.
Ferðanefndin

 

Gönguferð á Kerlingu
þá er komið að fjórðu og síðustu fjallgöngu sumarsins á vegum Ungmennafélagsins Samherja. Nú er stefnan tekin á að ganga á hæsta fjall Tröllaskagans, Kerlingu sem er 1.538 m hátt. Lagt verður af stað frá Finnastöðum sunnudaginn 31. ágúst kl. 11:00. Við reiknum með að gangan taki um 8 -10 klst. og minnum á að þessi gönguferð er nokkuð krefjandi og því ekki ætluð alls óvönu fólki né fylgdarlausum börnum. Að lokum þökkum við í stjórn Ungmennafélagsins fyrir góða mætingu í gönguferðir sumarsins og stefnum á að bjóða upp á fleiri skemmtigöngur næsta sumar :)
Göngukveðjur frá stjórn Samherja

 

Bæjakeppni Hestamannafélagsins Funa 2014
Bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum sunnudaginn 31. ágúst. Skráning verður á staðnum milli kl. 12:00-12:30. Keppni hefst kl. 13:00. Keppt verður í flokki polla, barna, unglinga, ungmenna, karla og kvenna með hefðbundnu og frjálslegu sniði. Að því loknu verður gert stutt kaffihlé og síðan haldið áfram með keppni í þrautabraut (TREC) í flokki fullorðinna, unglinga og barna. Allir flokkar verða opnir, líka þrautabrautin (sjá nánar auglýsingu inná funamenn.is) og viljum við hvetja allt reiðfært fólk til að taka þátt. Kaffisala verður á staðnum.
Stjórn og mótanefnd Funa

 

Húsnæði óskast
Vel stæð, ung hjón vantar tímabundið húsnæði. Umgengni til fyrirmyndar, reglusöm og barnlaus. öruggum greiðslum heitið. Hafið samband í síma 780-1110.
Hildur

 

Tapað - Fundarlaun í boði!
Ullarpeysa gleymdist á tjaldsvæðinu viðHrafnagil helgina 25.-27. júlí s.l. líklegast í kringum fótboltavöllinn. þetta er stór karlmanns-ullarpeysa.
Ef hún finnst þætti okkur afskaplega vænt um að fá hana aftur. Fundarlaun í boði. Hafið samband við Evu í síma 865-2123 eða evaeiriksdottir@gmail.com
Mynd af peysunni hangir uppi í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
Eva

 

Frá Freyvangsleikhúsinu
Kæru sveitungar.
Ráðgert er að ráðast í uppfærslu á „Fiðlaranum á þakinu“ í haust í leikstjórn Margrétar Sverrisdóttur og Odds Bjarna þorkelssonar. Samlestur verður á verkinu í Freyvangi næstkomandi fimmtudagskvöld 28. ágúst kl. 19.30 (í kvöld). Söngprufur verða síðan á laugardaginn 30. ágúst og hefjast þær klukkan 13.00.
áhugasamir um prufurnar eru vinsamlegast beðnir um að hafa umsvifalaust samband við Margréti Sverrisdóttur á póstfangið margretsverris@gmail.com og fá þar upplýsingar um lög o.þ.h. til undirbúnings.
það er ljóst að uppfærsla á Fiðlaranunum er stórt og viðamikið verkefni sem krefst margra vinnufúsra handa hvort sem er á svið eða í hinum ýmsu öðrum störfum sem þarf að vinna til að leiksýning megi fæðast og dafna á sviði.
Hlökkum til að sjá sem flesta í Freyvangi.
Upplýsingar veitir Ingólfur 840-8865
Stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?