Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf
Um er að ræða 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinanda.
Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólann Krummakot.
Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf
• Lipurð í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta
Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2018.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
Árshátíð miðstigs 2018
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, föstudaginn 16. mars og hefst kl. 19:30.
Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu ,,Óvitum“ eftir Guðrúnu Helgadóttur.
Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og mun Elín Halldórsdóttir stjórna honum eins og henni er einni lagið.
Skemmtuninni lýkur kl. 22:00. Aðgangseyrir er 1.400 kr. fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir aðra. Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Athugið að ekki er posi á staðnum.
Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla.
Félag aldraðra - fyrirlestur í Félagsborg
Fimmtudaginn 8. mars kl. 14:00 ætlar Gunnar Jónsson frá Villingadal að fræða okkur í máli og myndum, um sögustaði í Eyjafirði. Ath. – þetta er að afloknum íþróttatíma.
Skemmtinefnd
Æskan og hesturinn
Í ár er sýningin Æskan og hesturinn á Akureyri og ætla ég að setja saman atriði fyrir Funakrakka. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru velkomnir á fund í kaffistofunni í Ysta-Gerði föstudaginn 9. mars kl. 18:00.
Kv. Sara Arnbro, reiðkennari.
Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 10. mars kl. 10:00.
Meðal fundarefna er umfjöllun um landpósta.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Fundarstjóri
Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarkirkju
Verður haldinn í Öldu fimmtudaginn 15. mars kl. 11:00.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður kosið um áframhaldandi viðræður um sameiningu sóknanna í Laugarlandsprestakalli og kosinn fulltrúi í kjörnefnd.
Sóknarnefndin
Sláttutraktor
Óskum eftir að kaupa notaðan sláttutraktor sem hentar við sláttur á litlum lóðum.
Vinsamlegast hafið samband við Debbie eða Rögnvald, Austurbergi í síma 891-9190 / 896-7722.
Gestahús/vinnustofa
Óskum eftir að kaupa lítið 15-25m2 gestahús/vinnustofu sem hægt er að flytja.
Vinsamlegast hafið samband við Debbie eða Rögnvald, Austurbergi í síma 891-9190 / 896-7722.
Snyrtistofan Sveitasæla
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Á facebooksíðu Sveitasælunnar er hægt að sjá nánari upplýsingar um þær meðferðir sem eru í boði.
https://www.facebook.com/snyrtistofansveitasaela/
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali.
Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun svo hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.
Þrek og tár hjá Freyvangsleikhúsinu!
Freyvangsleikhúsið sýnir nú leikritið Þrek og tár, eitt af ástsælustu verkum Ólafs Hauks Símonarsonar.
Í verkinu göngum við inn í minningar ungs manns í Reykjavík við upphaf sjöunda áratugarins og gleðjumst og syrgjum með fjölskyldu hans í lífi og starfi, vinum þeirra og nágrönnum sem hver og einn á sína sögu.
Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og tónlistarstjóri Ingólfur Jóhannsson, en tónlistin er í hávegum höfð í verkinu og hér hljóma lög eins og Þrek og tár, Heimþrá og Í rökkurró sem voru vinsæl lög á sjöunda áratugnum.
5. sýning 9. mars – örfá sæti laus
6. sýning 10. mars
7. sýning 16. mars
8. sýning 17. mars – örfá sæti laus
9. sýning 23. mars
10. sýning 24. mars
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 frá kl. 16:00-20:00 alla daga.