Auglýsingablaðið

835. TBL 19. maí 2016 kl. 11:13 - 11:13 Eldri-fundur

Eyðing á skógarkerfli
Nú er fer að koma rétti tíminn til að eyða skógarkerfli. Landeigendur eru hvattir til að bregðast við og taka þátt í þessu sameiginlega verkefni. Mælt er með að stinga upp stakar plöntur en stórar breiður þarf að úða með eitri. Eitrið fæst á kostnaðarverði og má nálgast hjá Davíð/Halla á opnunartíma skrifstofu Eyjafjarðarsveitar kl. 10.00-14.00. Vaktsíminn er 463-0615.

Vinnuskólinn - umsóknarfrestur til 30. maí
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2000, 2001 og 2002 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Starfið hefst 6. júní. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 30. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími. Upplýsingar um vinnutíma og laun verða birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar þegar nær dregur.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Frá ferðanefnd Félags aldraðra í Eyjafirði
Sumarferð félagsins verður farin dagana 6.-8. júní 2016. Gist verður á Gauksmýri í V.- Hún. í tvær nætur en dagarnir þrír notaðir til að skoða markverða staði í Húnavatnssýslum. Áætlaður kostnaður á mann er 47.000 kr. og er innifalin gisting, matur og kaffi alla dagana.
Þátttaka tilkynnist til Reynis í s. 862-2164, Jófríðar í s. 846-5128 eða Ólafs í
s. 894-3230 í síðasta lagi 30. maí og veita þau nánari upplýsingar um ferðina. Þátttökugjald leggist inn á reikning í Arion banka nr. 0302-26-1038,
kt. 251041-4079.
Ferðanefndin

Move week í Eyjafjarðarsveit
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar ætlar að veita sveitungum frítt í líkamsrækt dagana 23.-27. maí nk. í tilefni af Move week eða Hreyfiviku UMFÍ.
Einnig er í gangi sundkeppni milli sundstaða þar sem keppt er um flesta synta metra. Sundgestir skrá þá niður synta metra í afgreiðslu sundlaugar. Hvetjum alla til að koma og synda!

Áskorun til Sveitarstjórnar
Í tilefni að Hreyfiviku UMFÍ vikuna 23.-29. maí langar okkur í Sveitaþrekshópnum að skora á Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar að mæta í sveitaþrek þessa viku. Við hittumst tvisvar í viku á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum kl. 6.05 sunnan við skólann. Þar stundum við fjölbreytta hreyfingu við allra hæfi í u.þ.b. klukkustund undir dyggri stjórn Arnars Árnasonar fyrrverandi sveitarstjórnarmanns og núverandi formanns LK. Svo er upplagt að skella sér í pottinn á eftir. Að sjálfsögðu eru allir sveitungar og aðrir velkomnir.

Jörð óskast til leigu
Óska eftir jörð í rekstri til leigu, eða jörð sem auðveldlega er hægt er að hefja rekstur á.
Nordbondi@gmail.com

Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar
Verður laugardaginn 21. maí kl. 11 í Félagsborg. Veitingar verða í boði 1. flokks.
Eftir venjulega fundarstörf mun Dóróthea Jónsdóttir heiðra okkur með nærveru sinni og kynna fyrir okkur bókina sína Bleikur barmur – barátta mín við krabbamein.
Mætum hressar og sem flestar. Nýjar konur ávallt velkomnar.
Vorkveðjur, stjórnin.

Leiguhúsnæði óskast
Einstæð móðir með 10 ára barn í Hrafnagilsskóla og rólegan hund óskar eftir húsnæði í sveitinni.
sími: 867-4351 Inga

Barnaöryggishlið óskast
Óska eftir 120 cm breiðu öryggishliði fyrir hurðar- og/eða stigaop.
Ef einhver þarf að losa sig við eitt slíkt má endilega hafa samband við mig í síma 866-2796.
Hrönn A. Bj.

Minningarsjóður Garðars Karlssonar
Umsókn um styrk úr minningarsjóðnum er til 27. maí n.k. Allir núverandi og fyrrverandi nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar hafa rétt til að sækja um styrk úr sjóðnum. Umsóknir skulu berast til Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Hrafnagilsskóli, 601 Akureyri. Nánari upplýsingar í síma 868-3795 eða í te@krummi.is
Skólastjóri.

Ný hitaveituhola boruð í Eyjafjarðarsveit
Nú er að hefjast vinna við borun hitaveituholu á Hrafnagili/Botni en framkvæmdin er liður í því að styrkja heitavatnsöflun á svæðinu og auka þannig afhendingar-öryggi. Upphaflega var áætlað að hreinsa og dýpka þær holur sem fyrir eru á svæðinu en í ljósi kostnaðar og áhættu var tekin ákvörðun um að bora nýja holu sem staðsett verður á sama plani og núverandi holur. Nýja holan mun fá nafnið HN-13 og verða um 1800 m djúp en það er jarðborinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða sem borar holuna.
Um stórt verkefni er að ræða og því líklegt að íbúar verði á einhvern hátt varir við framkvæmdina t.d. vegna aukinnar umferðar og vinnu umhverfis afleggjarann að Botni eða gufu frá svæðinu en við munum að sjálfsögðu leitast við að halda óþægindum í lágmarki. Áætluð verklok við borun eru í ágúst 2016.
Íbúar og gestir Eyjafjarðarsveitar eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Norðurorku, www.no.is
Með von um gott samstarf.
Starfsfólk Norðurorku hf

Týndur högni
Einn af fjölskyldunni hefur ekki sést í 3 daga. Þetta er hann Freddie, geldur högni. Hann er grár, hvítur á hálsinum og í hvítum ,,sokkum' með gula hálsól. Hann er aðeins örmerktur- engin merking á ólinni. Ef einhver hefur séð til hans þá endilega hafið samband strax. Þið sem búið í sveitinni eða eigið leið um megið endilega skima eftir honum fyrir okkur og við yrðum mjög þakklát ef þið mynduð deila auglýsingunni😿
Selma í Teigi, s. 861-9106

Getum við bætt efni síðunnar?