Gámasvæði
Samkvæmt bæklingnum; Flokkun til framtíðar er á bls. 6 fjallað um Gámasvæði. þar kemur fram á móti hvaða flokkum er
tekið til förgunar og endurvinnslu. Koma þarf með sorpið flokkað skv. leiðbeiningum á bls. 4. Gert er ráð fyrir að íbúar fari
á Gámavöll með allan stærri og grófari úrgang sem fylgir heimilishaldi. Bæklingurinn á að hafa borist á flest heimili
sveitarfélagsins en hann er einnig að finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is
Gámasvæði er opið á þriðjud, föstud. og laugard. kl. 13-17.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla
-fyrir skólaárið 2011-2012 verður haldinn fimmtudagskvöldið 29. september næstkomandi kl. 20.30 í Hrafnagilsskóla. Að loknum hefðbundnum
aðalfundarstörfum mun Aníta Jónsdóttir kennari/námsráðgjafi flytja erindi um jákvæðan aga og segir frá
námskeiði sem kennarar fóru á í haust.
Við minnum á að foreldrar/forráðamenn allra barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í Foreldrafélaginu og eiga
því fullt erindi á þennan fund!! í boði verða léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta...
Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla
Sunnudagaskólinn
þá hefst sunnudagaskólinn aftur eftir gott sumarfrí :-)
Fyrsta samvera vetrarins verður sunnudaginn 25. september milli kl. 11 og 12 í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Síðan verða samverur annanhvern sunnudag fram að
jólum: 25. sept, 9. okt, 23. okt, 6. nóv, 20. nóv og 4. des.
Allir eru velkomnir, jafnt börn sem fullorðnir og í lok hverrar samverustundar er boðið uppá djús, kaffi og með því. Hlökkum mikið til
að hitta alla frábæru krakkana okkar aftur, sem og öll nýju börnin sem vilja vera með okkur í vetur!
Rebbi refur og annað starfsfólk sunnudagaskólans
Skemmtinefnd Félags aldraðra í Eyjafirði tilkynnir:
áætluð er ferð í
menningarhúsið Berg á Dalvík 28. okt. n. k. með viðkomu á athyglisverðum stöðum, og spjalli við athugult og greinargott fólk. Farið
verður með rútu frá Félagsborg kl. 13 sama fyrirkomulag og á öðrum ferðum félagsins.
Nánari upplýsingar nk. mánudag í Félagsborg.
óskum eftir vetrarbeit og hagagöngu fyrir 2 reiðhross í Eyjafjarðarsveit frá 1. okt. til
apríl-maí. Gott ef hægt er að fá sumarbeit á sama stað.
Sólveig K. Káradóttir, sími: 461-1550 og 868-9206 ólöf R. Sigurgeirsdóttir, sími: 461-4229 og 865-2434
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið er opið alla virka morgna; mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00 – 12:45.
Seinniparts opnunin á mánudögum hefst í október
Lagakeppni
Menningarmálanefnd í samstarfi við Tónlistarskóla Eyjafjarðar ætla að efna til lagakeppni til minningar um Garðar Karlsson kennara sem lést
fyrir tíu árum.
Fyrirkomulagið er með þessu móti:
•Hámarkslengd hvers lags er 4 mínútur
•Skilafrestur er til og með 1. nóvember
•Lögum þarf að skila á nótum eða upptökum undir dulnefni og rétt nafn höfundar þarf að fylgja með lokuðu umslagi
•Utanaðkomandi dómnefnd mun svo velja 6 lög sem verða æfð og flutt á 1. des. hátíð menningarmálanefndar
•þátttökurétt hafa allir íbúar Eyjafjarðarsveitar og nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar
•Engin takmörk eru á tegund tónlistar
Nánari upplýsingar gefur Eiríkur G. Stephensen í síma 868-3795 og í netfangi te@krummi.is
Hrossaræktarfélagið Náttfari -Sölusýning Melgerðismelum
Hrossaræktarfélagið Náttfari verður með sölusýningu á Melgerðismelum,
Stóðréttardaginn 8. október n.k.
Boðið er upp á sýningu taminna hrossa í reið og sýningu unghrossa í Melaskjóli.
Skráning berist á netfangið theg@isor.is með upplýsingum um:
A. Nafn hross og fæðingarnúmer þess
B. Lýsing eiganda/umráðamanns á hrossinu
C. Verð
D. Eiganda og/eða umráðamann
Gefin verður út sýningarskrá auk þess sem hrossin verða mynduð og þær upplýsingar gerðar aðgengilegar á Netinu.
Verðskrá sölusýningarinnar er tvískipt:
• Hross í reið, mynduð og auglýst á Netinu: 3.500.-
• ótamin hross, upplýsingar settar á Netið: 1.500.-
Félagar í Náttfara fá 500.- kr afslátt á þessum verðum.
Upplýsingar fást hjá þorsteini Egilson, 895-2598 / theg@isor.is
F.h.
stjórnar Náttfara, þorsteinn á Grund
Langar þig til að syngja?
Karlakór Eyjafjarðar auglýsir hér með eftir nýjum félögum af öllum stærðum og gerðum og í allar raddir. Karlakór
þessi er býsna fjörugur félagsskapur með léttleikann í fyrirrúmi og mun syngja hressilega í vetur með stuðningi
hljómsveitar!
æft verður á miðvikudagskvöldum í Laugarborg. Dagskrá vetrarins er nokkuð fjölbreytt en þar stendur hæst ferð kórsins til
Kanada á komandi sumri þar sem hann mun taka þátt á íslendingadeginum í Gimli. Söngstjóri kórsins í vetur verður
Pál Barna Szabó.
áhugasömum er bent á að hafa samband við;
ármann 894-0304, ásmund 867-5707 eða Gunnar 893-7236
Kveðja Karlakór Eyjafjarðar