Auglýsingablaðið

1217. TBL 15. nóvember 2023

Auglýsingablað 1217. tbl. 15. árg. 15. nóvember 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur
621. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 23. nóvember og hefst hann kl. 8.00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Stóri-Hamar 1, Eyjafjarðarsveit – breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 12. október 2023 að vísa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna efnistökusvæðis í landi Stóra-Hamars 1 (L152778), í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsverkefnið snýr að því að skilgreina efnistökusvæði í landi Stóra-Hamars 1 sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Svæðið sem um ræðir er staðsett vestan Eyjafjarðarbrautar eystri. Þá eru sett ákvæði varðandi stærð svæðisins og magn efnis sem heimilt er að taka úr því.

Skipulagstillagan er aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins frá 15. nóvember til 27. desember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is undir máli nr. 304/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 27. desember 2023 til að gera athugasemdir við tillögurnar. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.

 


Kæru sveitungar
Fimmtudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins sem að þessu sinni er álfar, huldufólk og íslenskar kynjaskepnur.
Nemendur 7. bekkjar hefja undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina og lesa upp sögur og ljóð sem tengjast þjóðsagnaarfi okkar Íslendinga.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá.

Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
*0-5 ára ókeypis
*1.-10. bekkur 1.000 kr.
*Þeir sem lokið hafa grunnskóla 2.000 kr.

Einnig verða nemendur 10. bekkjar með söluborð og munu selja þar m.a. merkta taupoka, buff og boli.
Allur ágóði rennur í ferðasjóð bekkjarins.
Athugið að enginn posi er á staðnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir, nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla

 


Bangsímon og Gríslingur
Minnum á miðasölu á Bangsímon og Grísling í jólasveinaleit í Freyvangi.
Frumsýning á föstudaginn 17. nóvember, örfáir miðar lausir.
Nánari upplýsingar á freyvangur.is, feisbúkk síðu Freyvangsleikhússins og á Tix.is.

 


Frestur til að sækja um styrk 2023 er til og með 15. desember 2023

  • Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2023
  • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
  • Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.


Fjöldreifingu verður hætt 1. janúar 2024
Pósturinn hefur ákveðið að alfarið verði hætt að dreifa fjölpósti frá og með 1. janúar 2024.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Póstsins www.posturinn.is


Snyrtistofan Sveitasæla Öngulsstöðum
Kæru viðskiptavinir, nú styttist í jólin🎄 Ég hvet ykkur til að vera tímanlega að panta í snyrtingu fyrir hátíðarnar.
Þið getið pantað tíma allt að sex vikur fram í tímann inn á noona appinu eða í síma 833-7888 🥰

 


Blóðsykursmælingar Lions 18. nóvember
Lionsklúbbar í Eyjafjarðarsveit og nágrenni bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingu í samstarfi við Samtök sykursjúka á Norðurlandi fyrir framan Nettó á Glerártorgi laugardaginn 18. nóvember kl. 13:00-15:00.
Allir velkomnir og viljum við hvetja fólk til að koma og fá mælingu.

 

Hægt er að sjá kortið í stærra formi á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar esveit.is

Getum við bætt efni síðunnar?