Auglýsingablaðið

443. TBL 10. október 2008 kl. 14:33 - 14:33 Eldri-fundur

Loksins ADSL

Samkvæmt fréttum frá Símanum er nú loks séð fyrir endann á uppsetningu ADSL  og Sjónvarpi Símans í Reykárhverfi. þeir notendur sem eru innan 6 km línuleiðar frá stöð, geta nýtt fulla þjónustu kerfisins en hún takmarkast við lengri leiðir. í prófun er nýr búnaður hjá Símanum sem gerir kleift að flytja ADSL og Sjónvarpsmerkið á lengri línuleiðum. Reikna má með að sá búnaður verið tekin í notkun á nýju ári.
Með ADSL tengingu fæst öruggt netsamband og hægt er að velja áskriftarleið eftir netnotkun og hraðinn er allt að 12 Mb/sek.
Með Sjónvarpi Símans opnast aðgangur að öllum íslensku sjónvarpsstöðvunum og yfir 60 erlendum stöðvum í bestu myndgæðum. Með fjarstýringunni fæst aðgangur að bíói heima í stofu þar sem leigja má bíómyndir og fá að auki frítt efni. / GJ




Lokun skrifstofu

Minnum á að skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð
föstudaginn 17. október n. k. vegna námstefnu.

Auglýsingablaðið verður prentað fimmtudaginn 16. október og
þurfa auglýsingar að hafa borist fyrir kl. 10:00 þann dag.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar




þið munið hann Eyvind

Ritnefnd: Benjamín, Páll, Hannes og Dísa




Kæru foreldrar barna í Krummakoti takið eftir!

Foreldrafundur Krummakots verður haldinn þriðjudagskvöldið 14. október kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Laugarborg og mun Foreldrafélag Krummakots sjá um léttar veitingar. á fundinum gefst foreldrum tækifæri til að hlýða á skólastjórnendur skólans segja frá starfi vetrarins og helstu breytingum. Foreldrum gefst einnig kostur á að koma fram með fyrirspurnir ef þeir óska. Vonast er til að sjá sem flesta - næg sæti í boði og góð!

Leikskólinn Krummakot og Foreldrafélag Krummakots




Til sölu dráttarvél

Til sölu Massey Fergusson 4255 árgerð 1999 með Trima 340 ámoksturstækjum. Vélin er notuð í 1.030 vinnustundir.

Uppl. gefur Gunnar Valur í síma 864-8990




Haustmarkaður í Laugarborg
sunnudaginn 12. október

Fyrirhugað er að halda haustmarkað 12. október í Laugarborg frá klukkan 12 - 17. Kaffisala verður á staðnum að hætti Samherjafélaga, svo allir geta sest niður og fengið sér köku og kaffi á vægu verði.

Margt verður í boði eins og vanalegt er.
 
Kristallar.
Heilsu vara.
Notuð og ný Föt.
Snyrtivara.
Skartgripir.
Bækur.
Sultur.
Gler list.
Siginn fiskur og salt fiskur.
Heimatilbúið hunda og kattar nammi
 

og margt, margt fleira. Sjón er sögu ríkari




Framsóknarfélag Eyjafjarðarsveitar

Stjórn félagsins boðar til aðalfundar laugardaginn 18. okt.
kl. 10.30 í Blómaskálanum Vín.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing
önnur mál

á fundinn mætir Höskuldur þórhallsson alþingismaður

Stjórnin




Vinnuvél til leigu

Hef til leigu Bocat vinnuvél. Leigist með eða án manns.
Fylgihlutir: Skófla, gaffall og skítagreip.

Víðir s: 899 9821




Leikjaskóli fyrir börn á aldrinum 3. – 6. ára

Nú er komið að því að sinna betur yngsta aldurshópnum í sveitarfélaginu. íþrótta- og tómstundanefnd stendur fyrir leikjaskóla fyrir 3. – 5. ára börn (2003-2005) sem eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Hann verður í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla  á sunnudögum milli kl. 12:10 – 12:50. Kennari er ólöf Matthíasdóttir, hjúkrunarfræðingur. Um er að ræða 8 skipti fyrir áramót og þátttökugjald er einungis 3.000.- þar sem nefndin ætlar að niðurgreiða námskeiðið. Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 19. október og þá verða meðlimir íþrótta- og tómstundanefndar viðstaddir til að taka við greiðslum.

Hægt er að skrá þátttakendur til 15. október í netföngin kristin@krummi.is og nanna@krummi.is
þar þarf að koma fram fullt nafn barns og kennitala ásamt nafni foreldris eða forráðamanns og símanúmer.

íþrótta- og tómstundanefnd
Eyjafjarðarsveitar




Frá Laugalandsprestakalli

ég minni á kirkjuskólann á laugardaginn 11. okt. kl 11:00. Umsjónarmenn eru þær Brynhildur Bjarnadóttir og Katrín Harðardóttir ásamt sóknarpresti. Okkur þætti vænt um að sjá fleiri foreldra og aðstandendur koma með smáfólki sínu en kirkjuskólinn er í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. þarna ríkir gleði, gaman og bjartsýni. þá er molasopi í boði fyrir stærra fólkið.

þá minni ég á messu í Grundarkirkju sunnudaginn 12. október kl. 11:00.
Við skulum leita huggunar í Guði og biðja fyrir þeim er bágt eiga.

Guð leiði og blessi íslenska þjóð.

Hannes





357. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi,
þriðjudaginn 14. október 2008 og hefst kl. 16:00


Dagskrá

Fundargerðir til staðfestingar

1. 0809012F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 127
1.1 0809024 Ungmennafélagið Samherjar óska eftir að opnunartími íþróttamiðstöðvar verði aukinn

2. 0810003 - Byggingarnefnd 69. fundur


Fundargerðir til kynningar

3. 0809015 - 112. fundur heilbrigðisnefndar ásamt fjárhagsáætlun 2009

4. 0810002 - 113. fundur heilbrigðisnefndar


Almenn erindi

5. 0810001 - Ráðning forstöðumanns íþróttamannvirkja haust 2008

6. 0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur

10.10.2008
Guðmundur Jóhannsson, sveitarstjóri.






Getum við bætt efni síðunnar?