Auglýsingablaðið

1236. TBL 26. mars 2024

Auglýsingablað 1236. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 26. mars 2024.

 


Opnunartími íþróttamiðstöðvar um páskana

Skírdagur kl. 10:00–19:00
Föstudagurinn langi kl. 10:00–19:00
Laugardagur kl. 10:00–19:00
Páskadagur kl. 10:00–19:00
Annar í páskum kl. 10:00–19:00



Helgiganga á vegum Dalbjargar á föstudaginn langa

Lagt verður af stað gangandi frá Dalborg kl. 10:00 og gengið á bökkunum inn að Munkaþverárkirkju (4,5 km. önnur leið ). Fyrir þau sem kjósa heldur að ganga hálfa leið verður farið keyrandi frá Dalborg kl. 11:00 að kirkjunni og gengið til baka.

Í Munkaþverárkirkju er helgistund kl. 11:30 – 12:00.
Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson og Kirkjukór Grundarsóknar syngur.
Prestur Jóhanna Gísladóttir.

Er stundinni í kirkjunni lýkur er gengið til baka í Dalborg þar sem boðið verður upp á vöfflukaffi og kassaklifur fyrir börn kl. 13:00 – 14:00.
Frjáls framlög í styrktarsjóð Dalbjargar.



Hátíðarmessa á Páskadag í Grundarkirkju

Verið velkomin í Grundarkirkju kl. 11:00 á Páskadag.
Kirkjukór Grundarsóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista og kórstjóra.
Meðhjálpari Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir.



Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar

Fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00 í Félagsborg.
Venjulega aðaflundarstörf. Öll velkomin.
Sóknarnefndin.



HÆLIÐ setur um sögu berklanna leitar eftir ungmennum (fædd 2009 og eldri) til aðstoðar í sumar (júní, júlí og ágúst). Almenn þrif og afgreiðslustörf. Þjónustulund og gott skap mikill kostur.
Greitt er skv. samningum Einingar-Iðju.
Sendið umsóknir á info@haelid.is

Getum við bætt efni síðunnar?