Auglýsingablaðið

925. TBL 08. febrúar 2018 kl. 10:11 - 10:11 Eldri-fundur

Álagning fasteignagjalda
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2018 eru nú aðgengilegir á island.is. Kröfur verða stofnaðar í heimabanka á næstu dögum og munu reikningar verða aðgengilegir í rafrænum skjölum. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðil fasteignagjalda og/eða greiðsluseðla í pósti hafi samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar með tölvupósti á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.


Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 10. febrúar kl. 10:00. Meðal fundarefna er umfjöllun um landpósta.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Fundarstjóri


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Gott úrval bóka og tímarita til að lesa og skoða á staðnum eða fá lánað með sér heim. Einnig er hægt að fá lánuð pússluspil, stór og lítil.
Vegna vetrarleyfis í skólanum er bókasafnið lokað dagana 14. – 16. febrúar.
Safnið opnar aftur mánudaginn 19. febrúar og þá er opið eins og venjulega.
Venjulegur opnunartími safnsins:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Félagsborg, laugardaginn 17. febrúar og hefst kl. 13:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi veitingar í boði félagsins. Nýir félagar velkomnir.
Í síðustu auglýsingu frá félaginu urðu ákveðin mistök. Það vantaði tímasetningu á vatnsleikfimina í endurhæfingarlauginni í Kristnesi.
Vatnsleikfimin er á miðvikudögum kl. 15:00. Biðjumst afsökunar á mistökunum.
Stjórnin


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Sumarferð okkar er fyrirhuguð 5. – 8. júní nk. Fyrsta daginn verður ekið vestur á Strandir og gist í Urðartindi eina nótt. Þá til baka og yfir Steingrímsfjarðarheiði og alla leið til Ísafjarðar og gist þar tvær nætur. Norðurhluti Vestfjarða skoðaður undir leiðsögn kunnugs heimamanns. Ekið síðasta daginn út á Snæfjallaströnd, síðan heim og kvöldmatur á Blönduósi. Nánar auglýst síðar.
Nefndin


Saltkjötsveisla á Lamb Inn
Sprengidag 13. febrúar.
Við bjóðum upp á saltkjötshlaðborð og baunasúpu á prengidaginn frá kl. 19:00.
Verð pr. mann kr. 3.500.- 50% afsláttur fyrir 10 ára og yngri.
Það verður líka hægt að koma við og taka með sér heim.
Nauðsynlegt er að panta fyrirfram í síma 463-1500 eða á netfanginu lambinn@lambinn.is


Námskeið í smíði á peysuprjón úr víravirki -fyrir byrjendur sem lengra komna-
Verður haldið helgina 17. – 18. febrúar milli kl. 10:00-15:00 bæði laugardag og sunnudag á Laugarlandi í Eyjafjarðarsveit.
Innifalið á námskeiðinu er efni í einn peysuprjón. Ekkert þarf að hafa með sér nema glimrandi gott skap og fullt af þolinmæði.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma: 694-9811 eða á djuls@djuls.is.
Verðið á námskeiðinu er 35.000 kr. og hægt að fá endurgreitt frá stéttarfélögum.
Kennari er Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari.


Jóga á Jódísarstöðum
Jógarnir segja: ,,Aldur fólks má mæla eftir liðleika hryggsúlunnar." Hreyfing er líkamanum eðlileg og nauðsynleg til að halda þessum liðleika en vegna hins alræmda tímaskorts og með hækkandi aldri vill þessi mikilvægi þáttur oft sitja á hakanum hjá mörgum.
Nýttu nú tækifærið og komdu í jóga sem samanstendur af mjúkum teygjum, öndun og æfingum sem styrkja líkamann, hugann og andann. Í lokin njótum við svo heilandi tóna Gongsins sem hreyfir við hverri frumu. Þegar hlýtt er á Gong myndast rúm fyrir djúpa slökun og endurnæringu.
Tími: Mánudagar og/eða fimmtudagar kl. 10:00-11:15 og 17:15-18:30.
Staður: Jódísarstaðir 4.
Verð: Stakur tími 1.800. Ef keypt er 10 tíma kort þá kostar hver tími 1.400 kr.
Kennari: Þóra Hjörleifsdóttir.
Tímar hefjast fimmtudaginn 8. febrúar 2018.
Nýjung: Nærandi hugleiðslustund á þriðjudögum kl. 20:00. Mjúkar teygjur, hugleiðsla og slökun.
Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com eða í s. 898-3306.


Þrek og tár í Freyvangsleikhúsinu!
Freyvangsleikhúsið setur nú upp leikritið Þrek og tár, eitt af ástsælustu verkum Ólafs Hauks Símonarsonar.
Frumsýnt verður 23. febrúar og sýningar verða föstudaga og laugardaga fram á vor. Miðapantanir í síma 857-5598 og á tix.is

Getum við bætt efni síðunnar?