Sveitarstjórnarfundur
444. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikud. 26. febrúar og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2014
Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2014. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á
http://www.handverkshatid.is/ Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.
Kæru sveitungar!
Við í Krummakoti tókum eftir því að lokið af moltutunnunni okkar er týnt!
það gæti hafa fokið út í buskann. Viljið þið hjálpa okkur að leita að því og koma með það í
leikskólann ef þið finnið það?
Svona líta lokið og tunnan út:
Takk fyrir hjálpina.
Bestu kveðjur, Fálkarnir (elstu nemendur og fulltrúar í umhverfisnefnd Krummakots)
Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 23. febrúar er messa í Kaupangskirkju kl. 11:00.
Verið hjartanlega velkomin.
Sóknarprestur
Félag aldraðra í Eyjafjarðarsveit
Minnum á árshátíðina sem verður haldin í matsal Hrafnagilsskóla föstudaginn
21. febrúar n.k. Húsið verður opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30. Ennþá er hægt að skrá sig hjá Vigfúsi s: 462-1581,
ísleifi s: 860-5618 eða Kristínu s: 463-1347
Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Aðalfundur í Félagi aldraðra í Eyjafirði verður haldinn í Félagsborg laugardaginn
1. mars 2014 kl. 13:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin
Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja
Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn að kvöldi sprengidags eða þriðjudagskv. 4. mars kl. 20:00 í Félagsborg. Auk hefðbundinna
aðalfundarstarfa verða mögnuð skemmtiatriði í hléi og tíundi hver gestur fær vinning!! í boði verða ljúffengar veitingar sem
hlutleysa saltið úr sprengidagssúpunni.
Hlökkum til að sjá ykkur :-)
Altarisklæðið frá Miklagarði
Bærinn Miklagarður er rétt sunnan við Dyngjuna-listhús, en þar var kirkja á miðöldum. Altarisklæði úr þeirri kirkju hefur
varðveist og er nú í þjóðminjasafni Dana. í klæðinu eru sex fletir með postulunum 12 og umgjörð skreytt með mismunandi skrauti,
allt saumað með refilsaum. Texti á latínu segir; “Rödd þeirra hljómaði um alla jörðina og orð þeirra til enda
veraldar.”
þetta finnst mér afar áhugvert og hef ég unnið með þetta altarisklæði og nýtt það í hugmyndavinnu að verkum mínum
að undanförnu. Nú langar mig að fá fleiri með mér, þar sem þetta er menningararfur Eyjafjarðarsveitar.
ég mun kynna þessa hugmynd í Félagsborg miðvikudagskvöldið 26. feb. n.k. kl. 20:00.
Hadda
í kvöld 20.04.2014 - verður 100. aðalfundur Kvenfélagsins Hjálparinnar
- í Sólgarði kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf og ýmis mikilvæg mál til umræðu. Sjá nánar í útsendum
tölvupósti. Hvetjum félagskonur til að mæta, nýjar konur velkomnar.
Gómsætar veitingar :-)
Stjórnin
Aldan-Voröld
Aðalfundur kvenfélagsins verður haldinn laugardaginn 22. febrúar kl. 11:00 í Félagsborg. Venjuleg aðalfundarstörf. Boðið verður upp á
súpu og brauð. Mætum hressar með fullt af hugmyndum af félagsstarfi og leik næstu mánuðina.
Stjórnin
Vetrargestir og heimafólk
Eplakofinn opinn um helgina laugardag og sunnudag kl. 14:00 - 18:00.
Ljúfur ilmur af volgum vöfflum, sætum eplum og rjúkandi súkkulaði.
Jólagarðurinn
Regndropameðferð
Hef lausa tíma í regndropameðferð. Frábær leið til þess m.a. að styrkja ónæmiskerfið og góð í að losa um
bólgur í líkamanum. Eingöngu notaðar hágæða ilmkjarnaolíur.
Sigríður ásný Ketilsdóttir, 863-6912
Týndur farsími
Hvítur LG7 farsími glataðist s.l. fimmtudagskvöld við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Finnandi vinsamlegast láti vita í s: 463-1201 / 895-4653,
þórný.
ævarandi þakklæti að launum!
Kaffi kú
Fimmtudagur 20. febrúar. Meistaradeildin í hestaíþróttum heldur áfram og hefst útsending kl. 19:00. Keppt verður í
fimmgangi í kvöld og búið er að koma á beinu símasambandi við reiðhöllina til að ganga frá kaupum fljótt og
örugglega.
Laugardagur 22. febrúar. Kl. 21:30 Pub Quiz spyrill Ragnar Goði.
Fyrir rétt svar á vöffluspurningunni fæst frí rjómavaffla.
Tilboðið á barnum gerir spurningarnar mun auðveldari.
Nautakjöt að eigin vali alltaf í kistunni. Kíktu við og gerðu hagstæð matarinnkaup.
Opnunartímar Kaffi kú:
Laugardag kl. 13:00-00:00.
Sunnudag kl. 13:00-18:00
Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20:00 frumsýnir Freyvangsleikhúsið gamanleikritið “þorskur á þurru landi” eftir Karl Tiedemann
og Allen Lewis Rickman í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar.
þorskur á þurru landi gerist á mæðradaginn árið 1958.
Sir Evelyn Carstairs, breski sendiherrann við Sameinuðu þjóðirnar, hefur eytt kvöldinu á undan í að þjóra með Dag Hammarskjöld,
aðalritara Sameinuðu þjóðanna, á kránni Bælda Bælið í New Jersey. þar kynnist hann hinni fögru Angie Puglese og endar á
að skutla henni heim á bíl sem hann hafði fengið lánaðan hjá kokkinum sínum.
þennan dag kemur íslenskur sendiráðunautur í sendiráðið til að semja um lausn skipsins Somerset sem hefur verið staðið að
ólöglegum veiðum við íslands strendur, en gamanið kárnar þegar Bill Puglese, afbrýðisamur eiginmaður Angie og þekktur
glæpaforingi, birtist einnig í sendiráðinu, eftir að hafa rakið bílnúmerið til kokks sendiherrans.
í framhaldinu upphefjast mikil ærsl og misskilningur sem m.a. veita nýja sýn á upphaf þorskastríðsins 1958 - 1961.
Miðasala á freyvangur.net og í síma 857-5598 á milli kl. 17:00-19:00
Næstu sýningar
Frumsýning 20. feb. kl. 20:00
2. sýning 21. feb. kl. 20:00
3. sýning 28. feb. kl. 20:00
4. sýning 1. mars kl. 20:00