Eyðing skógarkerfils sumarið 2013
Fyrirkomulag átaksins um eyðingu skógarkerfils í Eyjafjarðarsveit verður með svipuðu sniði og síðastliðið ár.
Megináherslan verður á að koma í veg fyrir að kerfillinn komist inn á ný svæði. Forsenda þess að verkið gangi vel er gott
samstarf við landeigendur og að þeir taki virkan þátt í baráttunni við þessa ágengu plöntu. Eyjafjarðarsveit mun leggja til eitur og
verður það til afhendingar upp úr 10. júní. Hringja skal í 463-0615 til að nálgast eitrið. Hægt verður að sækja um
endurgreiðslu á hluta útlagðs kostnaðar í lok sumars gegn framvísun reikninga. Mikilvægt er að úðunin fari fram fyrri hluta sumars og
helst ætti allri úðun að vera lokið fyrir júnílok.
Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
Vinna fyrir unglinga - framlengdur umsóknarfrestur til þriðjudagsins 4.
júní
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1997, 1998 og 1999 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Skila þarf umsóknum til skrifstofu
Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. í umsókn þarf að koma fram nafn og
kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar s. 463-0600
íþróttamiðstöð
Opnað hefur verið í potta, eimbað og sal.
Opið er kl. 8:00-21:00 virka daga og um helgar kl. 10:00 - 17:00.
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Frá Félagi aldraðra Eyjafirði
Sumarferðin okkar verður 10.-13. júní, gist verður þrjár nætur á Hótel Stykkishólmi, Snæfellsnes skoðað og farið
út í Flatey. Verð kr. 65.000, leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079, fyrir 5. júní. Lagt af stað frá Félagsborg kl. 9:00.
Nánari upplýsingar hjá óttari 894-8436 og Reyni 862-2164. Nefndin
Sumardagskrá Samherja
Sumardagskrá UMF. Samherja hefst mánudaginn 3. júní. Stundaskrá sumarsins fylgir með sveitapóstinum að þessu sinni en hana má einnig
nálgast á heimasíðu félagins http://www.samherjar.is/. í boði er fjölbreytt úrval
íþrótta fyrir allan aldur, bæði börn og fullorðna. Stjórnin hvetur alla til að taka þátt og minnir á að upplýsingar um
mót og viðburði sem fara fram í sumar má nálgast á heimasíðu félagsins.
Ungmennafélagskveðjur frá stjórninni :)
ágætu Funafélagar
Vinnudagur verður á Melgerðismelum milli kl. 10:00 og 16:00 laugardaginn 1. júní. Farið verður í almenna tiltekt, girðingarvinnu og
smíðavinnu. Gott væri ef menn tækju með smáverkfæri í samræmi við þessi verkefni. Boðið verður uppá snarl í
hádeginu. Stjórnin
Prjónanámskeið í tvöföldu prjóni - skráning til og með 31.
maí
Námskeiðið verður sunnud. 9. júní kl. 13:00-16:00. Verðum í Félagsborg, Hrafnagili. Kennari Tína; Christine Einarsson, sjá
nánar á http://www.hananu.is/ eða facebooksíðu Prjónasmiðja Tínu. Hafa verður með sér hringprjón, stærð 4,5-5 (mjög hentug til að læra á) og 2 dokkur af garni
í sitthvorum litnum, en ekki of dökka liti eins og svart. Ullargarn hentar ekki. Skráning í síma 866-2796 milli kl. 17:00-21:00-Hrönn eða á facebook:
Prjónanámskeið í tvöföldu prjóni, í Eyjafjarðarsveit
Opnum aftur 1. júní - Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi
efra
Opið alla daga frá kl. 11:00 – 21:00.
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum kökum. Við höldum
áfram með matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Nýjar útfærslur á kökum og konfekti í bland
við þær sem hafa áður verið á boðstólum.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu, þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins; https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi og http://silva.is/
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu
Barnapía óskast í júlí
Okkur vantar góða barnapíu á aldrinum 14 ára til þess að passa okkur systkinin í sumar. Við erum 2 og 5 ára . Mega vera tvær saman
til þess að passa okkur frá kl. 8:00 til 16:00 virka daga í júlí á meðan mamma og pabbi eru að vinna. Erum í Hrafnagilshverfi.
Nánari upplýsingar í síma 847-4253
Til sölu
Alhliðaæfingatæki (TopFit) 15.000 krónur, krossþjálfi (eliptical bike) 10.000 krónur, hljómborð (Roland, frekar stórt) og fótur
undir 10.000 krónur.
Nánari upplýsingar í síma 861-4078 Kristín eða 861-1361 Grettir
íbúðaskipti Akureyri - Hafnarfjörður
Vantar húsnæði á Akureyri eða nágrenni (Hrafnagilshverfi er á óskalistanum) til langtímaleigu. Möguleg leiguskipti á 190 fm, 3-4
svefnherbergja raðhúsi í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar í síma 898-1088.
Valgeir Bergmann valgeir@vadlaheidi.is
Hymnodia setur heimsmet ... eyfirskt heimsmet í það minnsta!
Tíu tónleikar á tíu klukkutímum í tíu kirkjum laugardaginn 1. júní
13.00 Laufáskirkja
14.00 Svalbarðskirkja
15.00 Kaupangskirkja
16.00 Munkaþverárkirkja
17.00 Minjasafnskirkjan
18.00 Lögmannshlíðarkirkja
19.00 Möðruvallaklausturskirkja
20.00 Stærra-árskógskirkja
21.00 Vallakirkja
22.00 ólafsfjarðarkirkja
Tónleikarnir verða 25 mínútna langir en kórinn syngur tvær efnisskrár til skiptis. Aðgöngumiði í einni
kirkju gildir í allar sem eftir eru og fólk getur því heyrt alla efnisskrána með því að mæta í tvær kirkjur eða fleiri.
Tónleikarnir í ólafsfjarðarkirkju gætu orðið eitthvað lengri ef þrek kórsins leyfir og stemmningin er góð. Sungin verða
alþekkt kórlög í bland við lög frá ýmsum löndum, ný og gömul.
Með þessu uppátæki safnar Hymnodia aurum til að gefa út jólaplötu sem kemur út í haust.
Aðgöngumiðinn kostar 1.500 krónur.
Og nú er bara að velja sér kirkju eða kirkjur og njóta söngs á fallegum júnídegi.
Hymnodia