Auglýsingablaðið

935. TBL 18. apríl 2018 kl. 11:29 - 11:29 Eldri-fundur

Síðasti fundur skipulagsnefndar fyrir kosningar verður 30. apríl nk.
Þeir sem þurfa að koma erindum fyrir nefndina verða að koma erindum ásamt gögnum til skrifstofu í síðasta lagi fimmtudaginn 26. apríl kl. 10:00.
Skipulagsnefnd

 
Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2018

Dagana 23.–27. apríl stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2012) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100 eða á staðnum. Skólastjóri


Nú er ljósleiðaralagningu í Eyjafjarðarsveit lokið að mestu
Þar sem sveitarfélagið er mjög víðfemt óskar Tengir hf. eftir ábendingum um það hvort einhvers staðar þurfi að laga frágang eða kefli utan af ljósleiðara leynist við húsvegg eða úti á túni. Við munum fara um sveitina núna á vordögum og ganga frá því sem þarf. Athugsemdir óskast sendar á netfangið tengir@tengir.is eða í síma 666-6010 hjá Árna Kristjánssyni.
Með kveðju, starfsfólk Tengis hf.


 
Fuglakabarett í Laugarborg

Kirkjukór Laugalandsprestakalls flytur ásamt hljómsveit, lögin úr Fuglakabarett Daníels Þorsteinssonar og Hjörleifs Hjartarsonar miðvikudaginn 18. apríl, síðasta vetrardag, kl. 20:30 í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit.
Stjórnandi og undirleikari: Daníel Þorsteinsson.
Sögumaður og gestur: Hjörleifur Hjartarson.
Undirleikarar: Kristján Edelstein, gítar, Rodrigo dos Santos Lopes, trommur, Stefán Daði Ingólfsson, bassi.
Miðaverð kr. 2.500.
Fögnum lóunni, kríunni, Evrópufuglum og öðrum vorboðum á tónleikum með skemmtilegum lögum og bráðsmellnum textum.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls



Eyfirski safnadagurinn

- er haldin hátíðlegur ár hvert á sumardaginn fyrsta sem í ár er 19. apríl. Þemað í ár er "Börn og þjóðfáninn" . Öll söfnin gera eitthvað í tengslum við þemað. Opið er milli 13:00-17:00. Frítt er inn á söfnin sem taka þátt; Davíðshús, Holt og hús Hákarla-Jörundar í Hrísey, Iðnaðarsafnið, Into the Arctic-Norðurslóðasetur, Minjasafnið á Akureyri, Mótorhjólasafnið, Nonnahús, Síldarminjasafnið Siglufirði, Smámunasafn Sverris Hermannssonar, Útgerðarminjasafnið á Grenivík og Flugsafnið.
Nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar eða á facebook Eyfirski safnadagurinn 19. apríl.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.


Sumardagurinn fyrsti - Tombóla og tívolí-drykkur í Bakgarði „tante Grethe“

Allir fá vinning - engin núll 😊
Baukum líka dálítið upp í tilefni dagsins og allir fara á „halv pris“.
Allir hjartanlega velkomnir – Opið alla daga kl.14:00 – 18:00.


 
Sumardagurinn fyrsti

Fögnum sumarkomu á Melgerðismelum fimmtudaginn 19. apríl frá kl. 13:30 til 17:00. Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna.
Ljósmyndir eftir Ingu Eydal.
Handverk og húsdýrasýning.
Gamlar og nýjar búvélar.
Teymt verður undir börnunum.
Dalbjörg verður á staðnum.
Láttu þig ekki vanta á Melana á sumardaginn fyrsta.
Hestamannafélagið Funi


 
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2018

- verður haldinn fimmtudagskvöldið 19. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 20:30 í Dalborg. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta. Nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Kær kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.

 

Framhalds aðalfundur Vatnsveitufélags Kaupangssveitar
-verður haldinn á Lambinn á Öngulstöðum miðvikudagskvöldið 25. apríl klukkan 20:00.
Dagskrá fundarins:
1. skýrsla stjórnar
2. reikningar félagsins
3. lagabreytingar
4. kosningar
5. önnur mál
Stjórnin


Aðalfundur fjárræktarfélaganna
Aðalfundur fjárræktarfélaganna verður haldinn í Félagsborg þann 25. apríl kl. 20:00. Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML kemur og fer yfir skýrsluhaldið.
Félagar úr Hrafnagilsfélaginu eru velkomnir á fundinn.
Fjárræktarfélagið Freyr og Fjárræktarfélag Öngulsstaðahrepps

 

Týndur kisi
Ef nokkur hefur orðið var við einlitan svartan, loðinn skógarkött, sem hvarf fyrir nokkru frá Möðrufelli, þá vinsamlega látið vita í síma 892-5379.
Sveinbjörn


 
Tónleikar Karlakórs Eyjafjarðar í Hamraborg, Hofi 21. apríl 2018

Karlakór Eyjafjarðar ætlar að taka fyrir lög sem vinsæl voru í flutningi hljómsveita Ingimars og Finns Eydals í Sjallanum á Akureyri. Klæða á lögin nýjum búningi og útsetja þau að nýju fyrir karlakór, ýmist með eða án hljómsveitar. Heiðursgestir tónleikanna verða þau Helena Eyjólfsdóttir (ekkja Finns) landsþekkt söngkona í hljómsveitum Ingimars og Finns Eydals og Grímur Sigurðsson sem var lengi í hljómsveit Ingimars Eydals. Við bjóðum síðan ungum listamönnum þeim Hauki Gröndal klarinett- og saxafónleikara og Söru Blandon söngkonu að bætast í hópinn og setja sitt mark á flutninginn.
Eftir seinni tónleikana ætlum við að slá upp dansleik í Hömrum og endurvekja gömlu Sjallastemminguna, þar munu að mestu leiti sömu tónlistarmenn halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.

Tónleikar 21. apríl 2018, kl. 16.00.  
Tónleikar 21. apríl 2018, kl. 20.00.
Miðaverð á tónleika kr. 6.900.
Miðaverð á dansleik kr. 2.900.
Miðaverða tónleika og dansleik kr. 9.000. 

Miðasala í Hofi, á mak.is og tix.is 
Karlakór Eyjafjarðar


 
Allra síðustu sýningar!!! Þrek og tár hjá Freyvangsleikhúsinu!

Freyvangsleikhúsið sýnir nú leikritið Þrek og tár, eitt af ástsælustu verkum Ólafs Hauks Símonarsonar.
Í verkinu göngum við inn í minningar ungs manns í Reykjavík við upphaf sjöunda áratugarins og gleðjumst og syrgjum með fjölskyldu hans í lífi og starfi, vinum þeirra og nágrönnum sem hver og einn á sína sögu.
Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og tónlistarstjóri Ingólfur Jóhannsson, en tónlistin er í hávegum höfð í verkinu og hér hljóma lög eins og Þrek og tár, Heimþrá og Í rökkurró sem voru vinsæl lög á sjöunda áratugnum.

16. sýning 20. apríl
Aukasýning 21. apríl kl. 15:00 - UPPSELT
17. sýning 21. apríl LOKASÝNING

Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 frá kl. 16-20 alla daga.

Getum við bætt efni síðunnar?