Auglýsingablaðið

610. TBL 12. janúar 2012 kl. 10:14 - 10:14 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
412. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg,
Skólatröð 9, þriðjudaginn 17. janúar og hefst hann kl. 17:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is  Sveitarstjóri


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Sýningin „Manstu eftir búðinni“ sem kemur frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri hangir nú uppi á bókasafninu.
Hvernig væri að líta við og skoða sýninguna um leið og litið er á jólabækurnar eða allar hinar bækurnar og tímaritin og kannski fengin að láni ein eða tvær sem ekki er búið að lesa?

Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 9:00-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.


Námskeið

Sundleikfimi í Kristneslaug
Miðvikudaginn 18. janúar kl. 15.00. Kirsten Godsk sér um að kenna. það verða 10 skipti. þá er bara að mæta og hressa upp á sál og líkama.

útskurður í Félagsborg
Fimmtudaginn 19. janúar hefst útskurður í Félagsborg kl. 13.00. Ingunn og Ingibjörg kenna réttu handtökin. Mætið með efni og áhöld þeir sem eiga það.

Stjórn Félags aldraðra Eyjafirði


Fundur hjá Búnaðarfélagi Eyjafjarðarsveitar
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar heldur fund á Kaffi Kú mánudaginn 16. janúar 2012 kl.10:30. Gestur fundarins verður Sigmundur ófeigsson framkvæmdarstjóri Norðlenska. Hann fer yfir reksturinn og segir okkur eitthvað skemmtilegt? Allir velkomnir. Kaffiveitingar í boði félagsins. Stjórnin


Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn óskar bæði stórum og smáum gleðilegs árs og þakkar fyrir skemmtilegar samverustundir á liðnu ári. Við hefjum starfið okkar aftur eftir jólafrí, næstkomandi sunnudag þann 15. janúar. þá verður samvera í Hjartanu í Hrafnagilsskóla milli kl. 11 og 12. Samverur á vorönn verða svo á eftirtöldum dagsetningum: 15. jan,
29. jan, 12. feb, 26. feb, 11. mars, 25. mars, 22. apríl og 6. maí.  Vonumst til að fá fullt af börnum til okkar og slatta af foreldrum líka  Allir velkomnir. Starfsfólkið


Snjómokstur
Tökum að okkur snjómokstur og sanddreifingu. GK verktakar, Garði. S: 895-5899 og 863-1207


Dans, dans, dans !
þá er komið að því að fara að dansa af sér jóla-auka-kílóin :O) Verð með kennslu fyrir byrjendur á þriðjudagskvöldum ef næg þátttaka fæst. Einnig eru framhaldshópar ef þið hafið
einhverja reynslu. Erum að dansa gömlu dansana, tjútt, samkvæmisdansa og margt fleira.
Frábær hreyfing fyrir alla og svo er þetta bara líka svo skemmtilegt.
Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276.
Dans kveðjur, Elín Halldórsdóttir


þorrablót 2012
Kæra sauðfé Eyjafjarðarsveitar. Senn líður að þorrablóti og er því ráðlegt að fara taka fram sín fínustu sauðaklæði. Vegna mikilla kynbóta liðinna ára getur verið vandasamt að þekkja í sundur sauðfé úr hreppunum hinum fornu og því erfitt að draga í dilka. Var því ákveðið að sauðfé úr hverjum hrepp (hinum fornu) skuli vera merkt með sérstökum lit.  þar sem mörg sauðkindin var óánægð með sinn lit í fyrra, viljum við gæta jafnræðis og víxla litunum. Samkæmt því verður sauðfé úr öngulstaðahrepp merkt með rauðum lit, sauðfé úr Saubæjarhrepp með grænum og sauðfé úr Hrafnagilshrepp með bláum.
Ps. þar sem nú er hánnatími hrúta viljum við benda hrútnum Jóni Elvari á  að auglýstur verður sérstakur tími til að panta miða á þorrablótið í næsta auglýsingarblaði


Kæru Iðunnarkonur
Iðunnarkvöld verður miðv.d. 18. janúar kl. 20 í Laugarborg. Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn laugard. 4. febrúar 2012 kl. 11 í Laugarborg. Kærar kveðjur, stjórnin


Kæru sveitungar
Eigum til á lager nokkrar hettupeysur með merki Hrafnagilsskóla. þær eru svartar og í stærðum 164 og 128. Verð pr. peysu er aðeins 5.000 kr.
Vegna mistaka fengum við ekki allar peysur afgreiddar fyrir jól en þær eru væntanlegar á allra næstu dögum. Verða þær afhentar viðskiptavinum við fyrsta tækifæri.
þeir sem eiga eftir að greiða fyrir boli/peysur geta lagt inn á reikning 302-26-13601,
kt. 270467-4829 (Lilja í Gullbrekku, sími 463-1511).
Nú er síðasta tækifæri til að panta boli/peysur í öðrum stærðum og litum.
áhugasamir hafi samband við Nönnu ritara í síma 464-8100 fyrir 18. jan.
þökkum stuðninginn á síðasta ári. Nemendur í 10. bekk


Kæru sveitungar
ég mun selja YARA áburðinn eins og undanfarin ár. Salan mun væntanlega hefjast í lok næstu viku, þar sem vöruúrval, verðlisti og greiðslukjör eru að líta dagsins ljós. Ný blanda kemur fyrir korn og grænfóður í stað NPK 19-4-12, en það er NPK 16-7-12 sem er með hagstæðara innihald fosfórs. Einnig verður NPK 25-2-6 í ár en hann var lítið í umferð hér á norðurlandi í fyrra, þar sem sendingin sem á þetta svæði átti að koma, var send aftur til Noregs, þar sem cadmíum-innihald blöndunnar var ekki samkvæmt íslenskum kröfum en það uppgötvaðist áður en áburðurinn fór í dreifingu til bænda. þessi mistök með þann áburð höfðu keðjuverkandi áhrif á afhendingu annara sendinga frá verksmiðjunni í Glomfjord í Noregi þannig að áburðurinn kom seint hingað sl. vor.
á næstu dögum mun ég einnig hefja sölu á rekstrarvörum, fóðri, steinefnum og öðrum vörum frá Landstólpa ehf. Kveðja, Benedikt Hjaltason


Lifandi tónlist
Ljúfir tónar munu hljóma eftir kl. 22 á Kaffi Kú næstkomandi laugardagskvöld og eru það engir aðrir en Atli og Bobbi sem munu stilla saman strengi sína þá.
Hægt verður að panta akstur frá staðnum á laugardagskvöldið og er gjaldið vel viðráðanlegt. Opnunartímar næstkomandi helgi eru: Laugardagur 14-01 og sunnudagur 14-18.
Hlökkum til að sjá ykkur

Getum við bætt efni síðunnar?