Auglýsingablaðið

475. TBL 05. júní 2009 kl. 09:01 - 09:01 Eldri-fundur

ADSL. Settir hafa verið upp nýir ADSL sendar við Ystagerði og Sólgarð og með því gefst kostur á aðgangi að ADSL þjónustu, Sjónvarpi og Netvara Símans. Tenging er háð ákveðnum fjarlægðarmörkum frá símstöð. Upplýsingar um fjarlægðarmörkin má fá hjá þjónustuveri Símans síma 800 7000. það getur þó í sumum tilfellum verið nauðsynlegt að láta reyna á möguleika tengingar. Með Sjónvarpi Símans opnast aðgangur að öllum íslensku sjónvarpsstöðvunum ásamt aðgengi að Skjá Bíói sem er með mikið magn af kvikmyndum og þáttum til leigu á góðu verði og einnig miklu magni efnis á 0 kr. Netvari Símans tryggir öruggari og barnvænni netnotkun. Hægt er að fá vírusvarnir og ruslsíur á póst. Nánari upplýsingar á http://siminn.is/, í síma 800 7000 eða í næstu verslun Símans.



Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Litla-Garð og við Rifkelsstaði frá og með föstudeginum 5. júní til og með fimmtudagsins 18. júní n. k. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



Ath. Hún hentist út í vornóttina / veinandi af frygð /og vildi ekki köllum mínum svara /
einhvern veigin grá, brún-flikrótt / alveg laus við styggð /ómerkt, smáfríð, kattarlæðan, þekkir nafnið Kara.          Ef hún sést vinsamlegast látið mig vita - Ingibjörg 463 1257.



Frá Kvenfélaginu Hjálpinni. Sem fyrr verður óformleg og afslöppuð samkoma 17. júní í Leyningshólum – nánar auglýst síðar.



Svartur högni með hvítar hosur og hvítt í bringu, greinilega heimilisköttur, hefur s. l. þrjár vikur haldið sig hjá önnu í Brúnalaug. Nánari upplýsingar í síma 463 1206, 848 8479 eða á netfanginu bunalaug@nett.is



Stórsveit Félags Harmóníkuunnenda við Eyjafjörð heldur tónleika á Breiðumýri laugardaginn 6. júní kl. 20:00 um kvöldið. Dansleikur verður á eftir. Miðaverð er kr. 1.500 á tónleika eða ball, en 2.500 á heildarpakkann. Kjörið tækifæri fyrir þá sem misstu af vortónleikunum í Ketilhúsinu þann 16. maí. Stjórnin.



Hjálpar-konur. Vorfundur kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn í Sólgarði, laugardaginn 6. júní kl. 10 fh.  Kl. 11 hefst svo jurtanámskeið önnu Dóru Hermannsdóttur, kr. 2.000.- Ath áður sendan tölvupóst!!! Vonumst til að sjá ykkur sem flestar. Stjórnin.



Sveitarstjórnarfundur. 370. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 9. júní 2009 og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is  Oddviti

Getum við bætt efni síðunnar?