Sveitarstjórnarfundur
431. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikud. 27. mars og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá
fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjóri
Auglýsingablaðið, páskablað
Auglýsingar fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir kl. 9:00 þriðjudaginn 26. mars.
Blaðinu verður dreift um sveitina miðvikudaginn 27. mars. Skrifstofa
Tímabundin atvinna við heimaþjónustu
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu tímabundið. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á
heimilum, nokkrar klukkustundir á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða með
tölvupósti. Skrifstofa
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar augýsir eftir baðverði í
kvennaklefa
Um framtíðarstarf er að ræða. 100% starfshlutfall. Unnið er á vöktum. Starfsmaður sér m.a. um afgreiðslu, gæslu og þrif.
áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og jákvæðni. Viðkomandi verður að standast
hæfnispróf sundstaða.
Umsókn sendist fyrir 27. mars n.k. á netfangið sundlaug@esveit.is
Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 464-8140
Opnunartími íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar um
páskana
Pálmasunnudag kl. 10.00-17.00
Skírdag kl. 10.00-20.00
Föstudaginn langa kl. 10.00-20.00
Laugard. 30. mars kl. 10.00-20.00
Páskadag kl. 10.00-20.00
Opnunartímar Bókasafns Eyjafjarðarsveitar, í dimbilvikunni og um páskana, eru sem
hér segir:
Mánudagur 25. mars kl. 13:00-16:00
þriðjudagur 26. mars kl. 16:00-19:00
Miðvikudagur 27. mars kl. 16:00-19:00
Lokað á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum.
Bókasafnið opnar aftur þriðjudaginn 2. apríl og þá er opið eins og venjulega.
Laugalandsprestakall; messur og fermingar um páskana
Pálmasunnudagur 24.mars
Ferming í Saurbæjarkirkju kl. 11:00
*Fermd verður Birgitta íris árnadóttir, Sunnutröð 3
Skírdagur 28. mars
Ferming í Hólakirkju kl. 11:00
*Fermd verður Kristín Brynjarsdóttir, Hólsgerði
Messa í Kaupangskirkju kl. 21:00. Altarisganga
Föstudagurinn langi 29. mars
Helgistund í Munkaþverárkirkju kl. 11:00
Félagar úr félagi aldraðra lesa úr passíusálmunum
Laugardagurinn 30. mars
Ferming í Saurbæjarkirkju kl. 11:00
*Fermd verður Ragnhildur Tryggvadóttir, Hvassafelli
Páskadagur 31. mars
Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 11:00. Altarisganga.
Sóknarprestur
árshátíð miðstigs 2013 í kvöld!
árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg í kvöld fimmtudaginn 21. mars og hefst hún kl. 20:00.
Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna frumsamda leikritið Líf og fjör á Krummahlíð eftir Ingibjörgu Maríu Aadnegard og Maríu
Gunnarsdóttur. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og Elín Halldórsdóttir mun stjórna dansi eins og henni einni er
lagið. Skemmtuninni lýkur kl. 22:30. Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir grunnskólanemendur, 1.200 kr. fyrir eldri og frítt fyrir þá sem hafa ekki náð
grunnskólaaldri.
Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu
þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Veitingar eru innifaldar í verðinu og verður sjoppa á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla
Kaupangskirkja. Messa / einsöngur
Messað verður í Kaupangskirkju á skírdag 28. mars kl. 21:00.
Einsöng við messuna flytur Elvý G. Hreinsdóttir.
Sönghópur Kaupangskirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur, organista
,,Opinn dagur í sveitinni“ - Sumardaginn fyrsta – (25. apríl)
Auglýsum eftir aðilum sem vilja taka þátt í opnum degi í Eyjafjarðarsveit til að kynna starfsemi sína, þjónustu, vöru eða
uppákomu. Nú er tækifærið til að bjóða heim sveitungum og öðrum gestum til að sjá, heyra og finna fjölbreytileikann sem
Eyjafjarðarsveit býr yfir. Hvetjum alla til að taka daginn frá og gera þennan dag að góðri byrjun að sumri. Nánari upplýsingar fást
hjá Ingibjörgu Isaksen. Skráningar skulu berast til hennar á sundlaug@esveit.is ekki síðar en 1.
apríl n.k. Nefndin
Hrossaræktarfélagið Náttfari
Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldinn í Funaborg, Melgerðismelum, þriðjudaginn 26. mars n.k. kl. 20:30 Venjuleg
aðalfundarstörf. Stjórnin
Til leigu einbýlishús í Eyjafjarðarsveit ca. 30 km frá Akureyri.
Laust 1. maí. 180 fm með stórum sólskála og palli. Upplýsingar í síma 846-1784
Freyvangsleikhúsið kynnir
Dagatalsdömurnar
23. mars kl.
20
Síðustu sýningar!
28. mars kl. 20 Skírdagur
30. mars kl. 20
6. apríl kl. 20
12. apríl kl. 20
13. apríl kl. 20 Lokasýning
Miðapantanir á freyvangur.net og í síma 857-5598 milli kl. 17:00-20:00 og frá kl. 13:00 á sýningardögum.
Frá UMF Samherjum
á aðalfundi UMF Samherja í liðinni viku, var kjörin ný stjórn:
Valgerður Jónsdóttir, formaður. Sigurður Eiríksson, gjaldkeri. Brynhildur Bjarnadóttir, ritari.
Lilja Rögnvaldsdóttir, meðstjórnandi. Jonas Björk, meðstjórnandi.
Varamenn: Sigurlaug Hanna Leifsdóttir og Heiðdís Fjóla Pétursdóttir.
Nýrrar stjórnar bíða mörg spennandi verkefni. Til að halda áfram með það góða starf sem unnið
hefur verið undanfarin ár er nauðsynlegt að foreldrar taki þátt í starfinu og hvetji börn sín til að taka þátt í þeim
fjölmörgu íþróttagreinum sem boðið er upp á. Okkur vantar áhugasama foreldra til að starfa í foreldraráðum, einnig eru allar
ábendingar um hvaðeina sem snertir starf félagsins vel þegnar.
Hvetjum alla sveitunga, unga sem aldna, að kynna sér æfingatöflu vorannarinnar á heimasíðu félagsins http://www.samherjar.is/ Foreldrar sem eru tilbúnir til að starfa með okkur eru beðnir um að hafa sambandi við Valgerði í
síma 862-7854. Stjórnin