Auglýsingablaðið

644. TBL 06. september 2012 kl. 15:23 - 15:23 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Vetrarstarf bókasafnsins hefst á mánudag og verður með sama sniði og í vetur. Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum. Hvernig væri að skreppa á safnið og finna sér góða bók til að lesa í haust og kíkja aðeins í nokkur tímarit í leiðinni?        Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 9:00-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð


Frá Smámunasafninu
þann 16. september er síðasti fasti opnunardagur safnsins á þessu ári, eftir það er hægt að panta fyrir hópa í síma 865-1621 eða á netfangið stekkjar@simnet.is.
Við bjóðum 25% haustafslátt af antikmunum s.s. búsáhöldum, skrautmunum, skóm, lopapeysum, myndum t.d. eftirprentun af Akureyri eins og hún leit út 1862 og fleiru og fleiru. Svo eru nokkur stofublóm sem óska eftir nýju heimili.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn - starfsfólk Smámunasafnsins


ágætu sveitungar
Vill einhver taka að sér að sjá um sunnudagaskóla í vetur þ.e. hálfsmánaðarlega? ég er til í að leggja lið í gítarundirleik og leggja hönd á plóginn. Vinsamlegast hringið í síma 899-7737 eða sendið tölvupóst á hannes.blandon@kirkjan.is
Vinsamlegast, Hannes


Er ekki kominn tími til að dansa gott fólk !
Er að byrja með 8 vikna námskeið um miðjan september og verður kennt á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Dönsum tjútt, cha cha, jive, samba, enskan vals, tangó, gömlu dansana og ýmsa aðra skemmtilega dansa. Hreyfing sem er holl og góð fyrir alla. Byrjendur og hjón framhald (hópur B) verða á þriðjudagskvöldum. Hjón framhald (hópur A) og Dansklúbburinn eru á fimmtudagskvöldum. ég tek það fram að þó ég tali um hjón þá er ekki skylda að hafa maka en gott að hafa einhvern á móti sér. Nú ef þið hafið engan þá er aldrei að vita nema ég geti reddað því, þannig að um að gera að skrá sig. Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276 hjá Elínu dans eftir kl. 17.00 alla daga. Hlakka til að sjá ykkur sem flest.
Elín Halldórsdóttir danskennari


Kæru Iðunnarkonur
Nú eru Iðunnarkvöldin að byrjar og er þá ekki fínt að taka sér smá pásu frá haustverkum og hittast í Laugarborg 19. september kl. 20? þar sem við spjöllum prjónum eða bara hlustum. Haustfundurinn verður 4. október kl. 20 .
Kær kveðja, stjórnin


Til leigu
íbúðarhúsið á Hrísum er til leigu í vetur. Nánari uppl. hjá Sigurgísla sími 821-8811 


Einbýlishús til leigu
Stórt einbýlishús til leigu, mitt á milli Hrafnagils og Akureyrar. Nánari upplýsingar í síma 895-9611, Ingibjörg


óska eftir íbúð!
óska eftir þriggja herbergja íbúð í haust, helst í Hrafnagilshverfi eða í næsta nágrenni. Vinsamlega hafið samband í síma 864-3887, Inga Lóa


óskum eftir íbúð/húsi
Halló, ég á 3 börn og myndi vilja leigja 5 herbegja íbúð/hús eða stærri í Eyjafjarðasveit, ekki of dýra og ekki of langt frá Akureyri því að ég vinn á Akureyri. Hafið samband í síma 659-2892. Takk fyrir, Jude Achy


Frá Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps;  Tækjalisti 2012

Búnaðarfélagið hefur fjárfest í taðdreifara. Með honum er til dæmis hægt að dreifa sauðataði,(bæði hnausum og mylsnu)hálmskít, moltu og fl. öll verð án virðisauka:

Tæki                                     Daggjald                 Tæki                                   Daggjald
Diskaherfi                                2.000 kr.           Brotvél ný                            4.000 kr.
Taðdreifari -nýtt tæki               14.000 kr.          Höggborvél/brotvél                      1.500 kr.
Plógur tvískeri                         3.000 kr.            Rafstöð 12kw                        1.000 kr.
Plógur fjórskeri                       8.000 kr.              Lokkari                                 1.500 kr.
Pinnatætari                           12.000 kr.             Naglabyssa                            1.000 kr.
Valti (gamli)  2 metrar          1.000 kr.                 Rörbeygjuvél                            500 kr.
Valti (nýji)  5 metrar              8.000 kr.               Snittvél og rörskeri              3.000 kr.
Lítil steypuvél                         2.000 kr.              úðadæla f/dráttarvél          5.000 kr.
Steypuvél m/vatnstank          5.000 kr.                Háþrýstidæla                       2.000 kr.
Víbrator                                   1.500 kr.                Háþrýstid. f.dráttarvél        2.000 kr.
Klaufaklippur                             300 kr.

Athugið þeir sem skulda félaginu fá ekki lánuð tæki.  
Umsónarmaður tækja er Smári Steingrímsson æsustöðum, sími: 463-1301 gsm: 846-2060. æskilegur símatími er á milli 9 og 10 að morgni.  

 

 

Kaffi kú / Breyttur opnunartími
Laugardag kl. 14-01 og sunnudag kl. 14-18
þeir sem vilja koma með hópinn sinn eða halda létta fundi, hafi samband í síma 867-3826. Fyrir svoleiðis er alltaf opið.
á laugardagskvöldum heldur Smalatilboðið áfram út þennan mánuð. Matarmikil gúllassúpa og einn kaldur (léttöl) á 2.200 kr. og gæðingahólfið er enn á sínum stað.
Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?