Auglýsingablaðið

507. TBL 22. janúar 2010 kl. 11:12 - 11:12 Eldri-fundur


þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010: verður haldið með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla laugardagskvöldið 30. janúar n.k.

Miðapantanir voru 20. og 21. janúar en fyrir þá sem steingleymdu sér má hringja í:
461-2244 / 864-3199 – Selma og óli
462-4474 / 866-0744 – Kristín og Gunnar
463-1281 – árni og Gunna

Miðarnir verða seldir í anddyri sundlaugarinnar í Hrafnagilsskóla mánudagskvöldið 25. jan. og þriðjudagskvöldið 26. jan. milli kl 20:00 og 22:00. Einnig verða seldir miðar á skrifstofu sveitarinnar milli kl 10:00 og 14:00 sömu daga.
Miðaverð er 3500 kr. ATH! Tökum ekki greiðslukort.
Allir velkomnir
Með bestu kveðju  - Nefndin



Aðalfundarboð
Aðalfundur Kvenfélags Iðunnar verður haldin laugardaginn 13 febrúar kl 11 í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar.
Kæra kveðjur stjórnin



Fræðsluerindi
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fræðslufundar með Stefáni þórðarsyni og Ingvari Björnssyni um heimavinnslu fóðurs. Fundurinn verður haldinn í fjósinu í Garði, mánudaginn 25. janúar kl. 10.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Stjórnin.



Lumar þú á notuðu trommusetti???
Mig vantar gott notað trommusett fyrir lítinn pening. það á örugglega einhver rykfallið sett í skúrnum eða geymslunni. Endilega hafið samband við mömmu mína í síma 861-9106.
Tristan Darri, Teigi



Hver týndi ketti?
Hann settist upp hjá okkur fyrir ca. viku – er svartur fress með hvítar hosur, bringu og veiðihár, greinilega hús- (hlöðu) – vanur og þiggur mjólk og aðrar veitingar með hlöðukisunum á bænum. Hann vill gjarnan komast til síns heima – eða finna nýjan eiganda.
Vala og Gunnar símar 463 1215 – 864 0049.



PLAYMO  -  PLAYMO
Heimilisfólkið á Stafni sárvantar playmodót. Ef þú átt Playmodót sem enginn leikur sér að lengur, værirðu þá til í að selja okkur það?
Sé svo, viltu þá hringja í þóru Hjörleifsd. í síma: 462-5211 eða 898-3306. Heyrumst !



Landspilda úr landi Kropps - deiliskipulag
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi 9 nýrra íbúðarhúsalóða á 1,62 ha. spildu úr landi Kropps. Spildan er austan Eyjafjarðarbrautar (821), gegnt Jólahúsinu. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag.
Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og hér á heimasíðu sveitarfélagsins undir flipanum Skipulag/Lóðir.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 3. mars 2010. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir auglýstan frest telst samþykkur henni.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

Getum við bætt efni síðunnar?