Auglýsingablaðið

1197. TBL 14. júní 2023

Auglýsingablað 1197. tbl. 15. árg. 14. júní 2023.

 


Starfskraftur óskast
við þrif á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og Félagsborg. Vinnutími sveigjanlegur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.

 


Leikskólinn krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf
Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða leiðbeinanda.
Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 36 klukkustundir á viku.
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar.
Á Krummakoti eru 77 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu.
Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.
Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:

  • Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
  • Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
  • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2023.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.

 


40% starf í heimaþjónustu - framtíðarstarf
Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi. Aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf er stórt verkefni í heimaþjónustu en einnig er um að ræða verkefni tengd félagslegum stuðningi og önnur aðstoð og stuðningur. Starfsmaður í heimaþjónustu þarf að vera hvetjandi og jafnframt sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum þjónustuþega.

Hæfniskröfur:

  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Áhugi og/eða reynsla af að starfa með öldruðum og fötluðum
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt
  • Almenn kunnátta við þrif og önnur heimilisstörf
  • Stundvísi og heiðarleiki
  • Góð íslenskukunnátta
  • Gild ökuréttindi og þarf að hafa bíl til umráða

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2023.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar merktar „starf í heimaþjónustu“ á netfangið esveit@esveit.is. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða esveit@esveit.is.

 


Kennari í heimilisfræði
Óskum eftir að ráða kennara í 80-100% starf í heimilisfræðikennslu. Um er að ræða tímabundna stöðu til áramóta 2024. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast markmiðum heimilisfræði um heilbrigða lífshætti og neysluvenjur.

Leitað er eftir kennara sem:

  • Sýnir metnað í starfi.
  • Vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
  • Er fær og lipur í samskiptum.
  • Er skapandi og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2023.
Umsóknarfrestur er til 22. júní 2023.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 699-4209 eða með netpósti á netfangið, hrund@krummi.is.

 


Eigum pottaplöntur til sölu
Aspir 110 - 130 cm. 2.500 kr. stk.
Birki, greni, reynir, fura. 2.000 kr. stk.
Slæðing af öðrum tegundum.
Erum einnig með kurl til sölu, stór sekkur á 13.000 kr.
Hægt að fá minni einingar, frábært í garðinn, beðin og stígana.
Benni s: 896-8184.

 


Sundnámskeið
Í vikunni 19.-23. júní verður sundlaugin okkar hituð upp vegna sundnámskeiðs leikskólabarnanna okkar og þeirra sem byrja í skóla í haust.
Við vonumst til að því verður sýndur skilningur en einnig er kjörið tækifæri til að kíkja með þau yngstu í sund þessa daga.
Skráning barna á námskeiðið fer fram á Sportabler.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.

 


Helgi og hljóðfæraleikararnir
halda tónleika í Freyvangi þann 16. júní kl. 21:00. Miðaverð er 3.500 kr. Það er alveg merkilega einfalt að búa til hefðir eins og dæmin sanna. Þannig er það líka með tónleika Helga og hljóðfæraleikaranna. Það er nefnilega þannig að hljómsveitin heldur alltaf tónleika þann sextánda júní og þannig hefur það verið að minnsta kosti jafn lengi og elstu menn muna. Bar er á staðnum, en að sjálfsögðu mælum við með kaffinu, því það er fyrir þá alþýðlegu. Auk þess verða einhverjar plötur og ný barmmerki til sölu (ekkert til stuðnings miðflokknum)… POSI er á staðnum en tekið er á móti öllum löglegum gjaldmiðlum.

 


Lamb Inn veitingahús
Það er opið öll kvöld í sumar. Nú eru kótilettukvöld alla daga og pólska súrusúpan hans Igors, uppskrift frá ömmu hans, hefur slegið í gegn. Þá er sunnudagslærið okkar, sem er orðið þekkt um allan heim, einnig á boðstólnum ásamt fleiru. Tilvalið að koma með sumargestina í mat eða bara eftir góðan heyskapardag. Borðapantanir í 463-1500 eða bara líta við, það er oftast hægt að finna laust borð. Svo er Segull 67 á krana.

Getum við bætt efni síðunnar?