Auglýsingablaðið

1254. TBL 13. ágúst 2024

Auglýsingablað 1254. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 13. ágúst 2024.



Sveitarstjórnarfundur

637. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. ágúst og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Göngur og réttir 2024

Fyrri göngur fara fram 5. - 8. september.
Seinni göngur fara fram 20. - 22. september.

Hrossasmölun verður 4. október og stóðréttir 5. október.



Lausar stöður í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Skólinn hefur skapað sér afar gott orðspor í gegnum tíðina og samanstendur af frábærum mannauði. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.

Starfsmaður í frístund og afleysing skólaliða
Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar starfsmann í frístund næsta skólaár og er vinnutíminn frá kl. 14:00 til 16:00. Við óskum einnig eftir að ráða manneskju í tilfallandi afleysingar fyrir skólaliða. Til greina kemur að sama manneskjan sinni báðum störfunum.

Leitað er eftir starfsmanni sem:
➢ Sýnir metnað í starfi.
➢ Er fær og lipur í samskiptum.
➢ Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
➢ Er lausnamiðaður.

Nánari upplýsingar veita Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri og Björk Sigurðardóttir
aðstoðarskólastjóri í síma 464-8100. Sótt er um stöðurnar með því að senda umsókn og ferilskrá með netpósti á netfangið asa@krummi.is og bjork@krummi.is 


Kæru félagar í félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Nú styttist í Hríseyjarferðina okkar, sem er 29. ágúst.
Farið verður frá Hrafnagilsskóla kl. 10:00 og Skautahöllinni kl. 10:15.
Ferjan fer frá Árskógssandi kl. 11:30. Bílferð eða vagnferð um eyjuna og að sjálfsögðu hressing. Þátttaka berist fyrir 24. ágúst. Gjaldið er 13.000 kr. og greiðist inn á reikning: 0370-26-042168, kt. 121152-5689.

Upplýsingar veita:
• Páll s. 661-7627
• Leifur s. 894-8677
• Sveinbjörg s. 846-3222

Kveðja, ferðanefndin

 


Sveppafræðsla á Melgerðismelum

Hin árlega sveppaganga Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldin fimmtudaginn 15. ágúst á Melgerðismelum vestan þjóðvegar nálægt bænum Öldu í Eyjafjarðarsveit. Hefst kl. 17:30 á kynningu. Það er Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur sem leiðir gönguna.

Þátttakendur komi búnir til göngu í ósléttu landi og útiveru fram eftir kvöldi. Taki með körfu eða annað hart ílát undir sveppina og hníf til að hreinsa þá. Sveppabók og stækkunargler ef þið eigið. Eftir að sveppum hefur verið safnað um stund er komið til baka og sveppafræðingur aðstoðar við greiningu sveppa og síðan verða matsveppir hreinsaðir og svo verður boðið upp á smjörsteikta og rjómalagaða villisveppi á brauðsneið ásamt ketilkaffi. Leggja má bílum við bæinn Öldu og þar í kring en mjög takmarkað pláss er við innganginn í skógarreitinn.

Bílastæði á Google maps: https://maps.app.goo.gl/csXpfUnTGxF9b3LCA 

 


Hælistónar

17. ágúst: Bóndi og kerling/Bobbi og Sigga

Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 í boði Hollvina Hælisins!
Velkomin!

Getum við bætt efni síðunnar?