Lífrænn úrgangur sunnan Miðbrautar
Einhvers misskilnings virðist gæta um flokkun lífræns úrgangs sunnan Miðbrautar, en sérstök söfnun á honum fer ekki fram. Boðið er
upp á vandaða jarðgerðartunnu í staðinn, fyrir þá sem það vilja gegn því að greiða 25% af kostnaði við tunnuna.
þar sem eitthvað lífrænt fellur til sem ekki nýtist heima eða er jarðgert skal setja það með óflokkaða sorpinu. Maíspokana
má nota í heimajarðgerðartunnu eða í almenna sorpið, en ekki setja lífrænt sorp í flokkunartunnuna.
þeir sem hafa áhuga á jarðgerðartunnu þurfa að panta hana á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Beðist er velvirðingar á því að villa var í síðasta Auglýsingablaði með losun á endurvinnslutunnunni.
AUKALOSUN verður laugardaginn 22. október.
Dagatalið er á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is og www.gþn.is heimasíðu Gámaþjónustu Norðurlands ehf.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Freyvangsleikhúsið frumsýnir haustverkefni 2011
Föstudaginn 7. október kl. 20:00 verður haustverkefni Freyvangsleikhússins 2011
frumsýnt. Að þessu sinni er um að ræða einþáttungahátíð þar sem 9 stuttverk eftir 8 höfunda verða frumflutt.
Miðaverð er kr. 1.500,- og hægt er að panta miða á Freyvangur.net og í síma 857 5598 (skiljið eftir skilaboð á símsvara ef ekki er
svarað).
Okkur langar sérstaklega til að bjóða sveitungum okkar í Eyjafjarðarsveit á 3. sýningu kl. 20:00 föstudaginn 14. október endurgjaldslaust.
þeir sem vilja þiggja þetta boð eru vinsamlega beðnir um að panta miða fyrirfram þar sem húsið tekur bara ákveðið marga
áhorfendur.
Stefnt er að því að sýna út október. Barinn og sjoppan opin meðan á sýningum stendur.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest, Freyvangsleikhúsið
Stóðréttir á Melgerðismelum laugardaginn 8. október
Hrossaræktarfélagið Náttfari stendur fyrir sölusýningu hrossa í tengslum við hrossaréttina. Sýning söluhrossa í reið hefst
kl. 12.
Stóðið verður rekið inn í réttina kl. 13.
Sölusýning unghrossa hefst síðan eftir hrossaréttina í Melaskjóli ca. kl. 15:30.
Stjórn Náttfara
Stóðréttardansleikur í Funaborg, Melgerðismelum
Laugardagskvöldið 8. október verður Stóðréttardansleikur í Funaborg.
Stórsveit Jakobs Jónssonar (Skriðjökull) leikur fyrir dansi fram á nótt, gestasöngvari er Stefán Tryggvi. Húsið opnar kl. 22 og
miðaverð aðeins kr. 1.800.-
Allir velkomnir á ekta sveitaball af eyfirskum sið :)
Skemmtinefnd Funa
Tvær kvígur til sölu, komnar að burði. Hjörtur í Víðigerði, sími 894-0283.
Sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli verður í Hjartanu Hrafnagilsskóla n.k. sunnudag 9. október kl. 11.
þá verður náttfataþema og allir eru hvattir til að mæta í náttfötum, litlir og stórir. Allir hjartanlega velkomnir að taka
þátt með okkur í söng og leik. Hlökkum til að sjá ykkur, Billa, Hrund, Kata, ósk og Hannes
Söngskemmtun til styrktar kaupa á flygli í Laugarborg - Kristján Jóhannsson syngur!
Sunnudaginn 9. október kl. 14 stígur
Kristján Jóhannsson á svið Laugarborgar og syngur mörg af þekktustu íslensku sönglögunum. Söngskemmtunin er á vegum
Tónvinafélags Laugarborgar og marka þeir upphaf söfnunarátaks til kaupa á Steinway & Sons flygli í Laugarborg. Flygilinn hefur nú þegar
staðið á sviði Laugarborgar um nokkurt skeið og hefur gripurinn fengið góðar umsagnir þeirra sem á hann hafa leikið fram að þessu,
jafnvel talað um að hann sé mun betri en sá sem áður var í Laugarborg!
Söngskemmtunin verður með hefðbundnu sniði kaffitónleika sem tíðkuðust í Laugarborg í upphafi og enda starfsárs, meðan betur
áraði til tónleikahalds. Kvenfélagið Iðunn mun reiða fram sitt margrómaða sunnudagskaffi að söngnum loknum. á píanóið
leikur þórarinn Stefánsson. Framlag allra sem að söngskemmtuninni standa er án endurgjalds.
Miðaverð er 5.000 kr. Miðapantanir í síma 841-1568; Eggert húsvörður í Laugarborg
Tónvinafélag Laugarborgar
Hrútasýning Fjárræktarfélags öngulsstaðarhrepps
Hin árlega hrútasýning fjárræktarfélags öngulsstaðarhrepps verður haldin mánudagskvöldið 10. okt. næstkomandi í
fjárhúsunum á Svertingsstöðum 2 og hefst stundvíslega kl. 20:00. Sýndir verða bæði lambhrútar og veturgamlir hrútar og
eru vegleg verðlaun í boði í báðum flokkum. þeir sem ætla að koma með lambhrúta á sýninguna skulu hafa dómana
á hrútunum meðferðis en þeir hrútar sem eru ódæmdir verða dæmdir á staðnum. Einungis má koma með hrúta af
stafssvæði fjárræktarfélgs öngulsstarhrepps. Allir velkomnir, kaffiveitingar í boði.
Fjárræktarfélag öngursstaðahrepps
Ljósmyndasamkeppni
Samtök ungra bænda kynna ljósmyndasamkeppni í tengslum við útgáfu samtakanna á dagatali fyrir
árið 2012. Keppnin er öllum opin og óskað er eftir myndum tengdum ungu fólki og úr öllum áttum landbúnaðar. Myndirnar eiga að vera
u.þ.b. 300 dpi að stærð og sendast á netfangið ungurbondi@gmail.com. Skilafrestur er til 1.
nóvember.
Samtök ungra bænda
Hrossasmölun á Kaffi Kú
Kaffi Kú verður opin föstudagskvöldið 7. okt. í tilefni þess að hrossasmalar koma til
byggða (ef þeir leggja þá af stað). á barnum verður stór úr krana á 600 krónur allt kvöldið. Matarmikla
gúllassúpan verður á boðstólum bæði föstudags- og laugardagskvöld og kostar skálin litlar 1.000 krónur. Svo stendur kakó
og rjómavaffla alltaf fyrir sínu.
Bæði kvöldin mun lifandi tónlist hljóma mönnum og skepnum til yndisauka.
Opnunartíminn á Kaffi Kú næstkomandi helgi verður:
Föstudagur: 19-01
Laugardagur: 14-01
Sunnudagur: 14-18