Auglýsingablaðið

1244. TBL 21. maí 2024

Auglýsingablað 1244. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 21. maí 2024.

 


Forsetakosningar 1. júní 2024

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna
1. júní 2024 verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst
kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.

Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja með mynd eða á annan fullnægjandi hátt. Bent er á að ef nota á stafræn ökuskírteini þá þarf að huga að uppfærslu þeirra áður en komið er á kjörstað.

Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag á kjörstað má finna á https://island.is/hvernig-er-kosid 

Upplýsingar um kosningu utan kjörfundar má finna á https://island.is/v/forsetakosningar-2024/kosning-utan-kjorfundar 

Kjörskrá er aðgengileg á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar auk þess sem finna má upplýsingar um sinn kosningarstað á https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/forsetakosningar/ 

Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935. Leiðrétting 894-1372.

Kjörstjórn í Eyjafjarðarsveit 11. maí 2024: Einar Jóhannsson,
Sigríður Hrefna Pálsdóttir og Þór Hauksson Reykdal.

 


Íþróttamiðstöð lokuð 27.-31. maí
Íþróttamiðstöðin verður lokuð frá mánudeginum 27. maí til og með föstudeginum 31. maí vegna námskeiða starfsfólks og viðhalds.
Opnum skv. sumaropnunartíma laugardaginn 1. júní.
Hlökkum til sumarsins og bjóðum ykkur velkomin til okkar.

 


Sumarlokun bókasafnsins
Þá er sumarið vonandi á næsta leiti og því fylgir að almenningsbókasafnið lokar þar til í byrjun september.
Föstudagurinn 31. maí er síðasti opnunardagur á þessu vori.
Þá er opið frá kl. 14:00-16:00.

Minnum annars á opnunartíma safnsins:
Þriðjudagar frá 14.00-17.00.
Miðvikudagar frá 14.00-17.00.
Fimmtudagar frá 14.00-18.00.
Föstudagar frá 14.00-16.00

Gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem þau eru með af safninu.

Ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota sér það sem hér er í boði.

Með sumarkveðju,
bókavörður.

 


Kaffihlaðborð Hjálparinnar í Funaborg
Hið margrómaða kaffihlaðborð kvenfélagsins verður
haldið í Funaborg, sunnudaginn 26. maí kl. 13:30,
borðin svigna undan kræsingum.
Verð fyrir fullorðna 3.000 kr., grunnskólabörn 1.500 kr.
og yngri börn borða frítt.

 


Hælið er opið á laugardögum í maí kl. 14:00-17:00.
Svo verður opið daglega í sumar frá kl. 13:00-17:00.
Sýningin um sögu berklanna á sínum stað og notalega kaffihúsið líka. Velkomin.

 


Kvenfélagið Iðunn – Vorfundur í Laugarborg
Vorfundurinn okkar verður haldinn laugardaginn 25. maí kl. 11:00 í Laugarborg.
Bröns, kaffi og kruðerý á boðstólum.
Minnum á skráninguna og happdrættið.
Nýjar konur velkomnar.
Vorkveðjur, stjórnin.



Lionsklúbburinn Sif - aðalfundur miðvikudaginn 29. maí kl. 19:30 í Félagsborg
Venjulega aðalfundarstörf og Hnallþóru veitingar.
Fróðleiksfúsum og áhugadrifnum Valkyrjum er velkomið að koma og kynnast okkur Sifjarkonum og starfinu, sjón er sögu ríkari!
Stjórnin.

Getum við bætt efni síðunnar?