Auglýsingablaðið

1233. TBL 05. mars 2024

Auglýsingablað 1233. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 5. mars 2024.



Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Aðalfundi félagsins sem vera átti laugardaginn 9. mars er frestað til laugardagsins 23. mars og hefst kl. 11.00 í Félagsborg. Venjuleg aðalfundarstörf. Á vegum félagsins verður boðið upp á súpu og brauð að loknum fundi. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Stjórnin.



Aðalfundur ungmennafélagsins Samherja

Aðalfundur umf. Samherja verður haldinn í Félagsborg miðvikudaginn 13. mars 2024 kl. 20:00.

Dagskrá fundarins er:
1. Kosnir fastir starfsmenn.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Gjaldkeri leggur fram reikninga.
4. Umræður um skýrslur og reikninga.
5. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar og afgreiðsla þeirra.
6. Kosning stjórnar.
7. Önnur mál.
8. Fundargerð lesin.
9. Fundarslit.

Stjórn hvetur sveitunga til að fjölmenna á fundinn og hafa þannig áhrif á störf félagsins. Málefni sem félagar óska eftir að taka fyrir á aðalfundi ber að tilkynna stjórnarmanni minnst 2 dögum fyrir aðalfund. Að þessu sinni munu 2 stjórnarmenn ganga úr stjórn. Óskum við því eftir framboðum 2 einstaklinga í stjórn og 1-2 varamönnum. Áhugasömum er bent á að hafa samband á netfangið samherjar@samherjar.is
Nánari upplýsingar um fundinn og lagabreytingatillögur má sjá á heimasíðu umf. Samherja.



Þjóðbúningar á Laugalandi – helgin 16.-17. mars

Í 10 ár hafa verið saumaðir þjóðbúningar á Laugalandi einu sinni í mánuði, frá sept. til maí, undir dyggri leiðsögn Oddnýjar Kristjánsdóttur klæðskera, Kristín Vala Breiðfjörð leiðbeinir með baldýringu, flauelsskurð, knippl og fleira til að skreyta búningana. Fyrir þá sem langar til að koma sér upp þjóðbúningi eða læra fallegt handbragð þá eru þessar helgar til þess.

Kennsla hefst klukkan 10:00 laugardaginn 16. mars og stendur til klukkan 17:00, við tökum klukkutíma pásu frá klukkan 13:00 til 14:00. Kennsla á sunnudeginum hefst klukkan 10:00 og stendur fram til klukkan 17:00, við tökum matarpásu klukkan 13:00 til 14:00.

Frekari upplýsingar í síma 894-1064, eða í tölvupósti bergthorajohanns@gmail.com

F.h. Handraðans og Heimilisiðnaðarfélag Íslands,
Bergþóra Jóhannsdóttir.

 


Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara
fer fram í Funaborg Melgerðismelum fimmtudaginn 21. mars kl. 20:00.

Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf.
• Kosning stjórnar, varstjórnar og skoðunarmanna.
• Önnur mál.
Stjórnin.

Getum við bætt efni síðunnar?