Félagsleg leiguíbúð.
Laus er til umsóknar frá 1. október n. k. tveggja herbergja félagsleg leiguíbúð að Skólatröð 6, Reykárhverfi.
Umsækjendur skulu standast þau tekju- og eignamörk sem ákveðin eru í reglugerð nr. 873/2001, um lánveitingar til leiguíbúða,
ráðstöfun þeirra og rekstur. Falli umsækjendur ekki undir skilyrði félagslegrar úthlutunar, mun íbúðin verða leigð
tímabundið með almennum ákvæðum. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um tekjur og eignir, eins og nánar er skýrt á eyðublaðinu
„Umsókn um leiguíbúð“ sem fæst á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, sími 463 1335,
esveit@esveit.is . Eyðublaðið má einnig nálgast á heimasíðu sveitarinnar, undir „Starfsemi/þjónusta“
– „Félagsmál“, vefslóðin er
http://www.eyjafjardarsveit.is/skrar/File/Ymislegt/Umsokn%20um%20leiguibud.pdf Umsóknarfrestur er til 25. september n. k.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Starfsfólk óskast.
Leikskólinn Krummakot óskar að ráða starfsmann í blönduð störf. Vinnutími er frá 12:00–16:00. Upplýsingar veitir
þorvaldur leikskólastjóri í síma: 464-8120/464-8122. Netfang:
krummakot@krummi.is
. Heimasíðuslóð:
http://www.krummakot.krummi.is .
Hrossaeigendur athugið
Hrossaeigendur sem halda hrossum heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar sími 463 1335 í síðasta lagi 22. september n.
k.
Varðandi smölun hrossa verða þær breytingar að í öngulsstaðadeild verður smalað föstudaginn 2. október og réttað í
þverárrétt laugardaginn 3. október kl 10:00.
Fjallskilastjóri.
Sundæfingar
í næstu viku hefjast sundæfingar á vegum Umf. Samherja. æfingarnar eru á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 19:00-20:00.
æfingarnar eru fyrir alla aldurshópa og eru jafnt fyrir þá sem vilja æfa sund sem keppnisíþrótt og hina sem synda einungis sér til
heilsubótar og yndisauka. þjálfari er Ingibjörg Isaksen.
Stjórn Umf. Samherja
HH flutningar
HH flutningar bjóða upp á flutningaþjónustu fyrir bændur á Eyjafjarðarsvæðinu allt frá smá pökkum upp í
stærri hluti, í lokuðum bíl.
Verð með fastar ferðir Akureyri – Eyjafjarðasveit – Akureyri þriðjudaga og föstudaga.
ódýr og góð þjónusta.
Upplýsingar veitir Halldór í síma 844 6166
Frá félagi aldraðra í Eyjafirði
Vetrarstarf félagsins hefst mánudaginn 21. september kl. 13:00 í nýja húsnæðinu okkar í Hrafnagilsskóla. Kynnt verður fyrirhugað
starf til áramóta. 60 ára og eldri eru velkomnir til að kynna sér það sem í boði verður.
Mætum sem flest! Stjórnin
íþróttaæfingar og æfingagjöld
Ný tímatafla Umf. Samherja tekur gildi næstkomandi mánudag. Hún er á heimasíðu félagsins
www.samherjar.is . Tímataflan mun liggja frammi í íþróttahúsi og henni verður einnig dreift í
Hrafnagilsskóla.
æfingagjöld fyrir allar íþróttagreinar hjá Umf. Samherjum, fram að áramótum, eru kr. 10.000 á barn og greiðir hver fjölskylda
mest fyrir tvö börn.
Samsvarandi æfingagjöld fyrir fullorðna eru 20.000 krónur fyrir einstakling og 30.000 krónur fyrir hjón. Að sjálfsögðu geta fullorðnir
einnig greitt fyrir stakar greinar.
Stjórnin
Hestamannafélagið Funi auglýsir !
Sú frábæra aðstaða sem Funi er búinn að byggja upp á Melgerðismelum er nú til leigu til skamms tíma! Nú geta
félagsmenn og aðrir hestamenn leigt sér 1 stíu eða fleiri í 1 viku – 2vikur, eða 4 vikur í senn. það eru laus pláss frá
21.september til 30. nóvember.
Hugmyndin er sú að menn geti nýtt sér aðstöðuna til tamninga á sínum unghrossum t.d. taka á hús beint af
stóðréttum. Hringgerði er í reiðskemmunni!
Búið er að leigja út aðstöðuna í vetur frá 1. desember til 30. október 2010. á þeim tíma verður hægt að
nýta sér reiðskemmuna eftir kl. 13.00 en ekki hesthúsið.
Upplýsingar gefur Hulda Sigurðardóttir í síma 463-1294 / 866-9420.
Stjórn Funa