Auglýsingablaðið

926. TBL 14. febrúar 2018 kl. 09:20 - 09:20 Eldri-fundur

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Gott úrval bóka og tímarita til að lesa og skoða á staðnum eða fá lánað með sér heim. Einnig er hægt að fá lánuð pússluspil, stór og lítil.
Vegna vetrarleyfis í skólanum er bókasafnið lokað dagana 14. – 16. febrúar. 
Safnið opnar aftur mánudaginn 19. febrúar og þá er opið eins og venjulega.

Venjulegur opnunartími safnsins:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Félagsborg, laugardaginn 17. febrúar kl. 13:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði félagsins. Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin


Frá Laugarlandsprestakalli
Sunnudaginn 18. febrúar er messa í Grundarkirkju kl. 11:00.
Þessi athöfn er sérdeilis fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra þeirra.
En auðvitað eru allir velkomnir.
Sóknarprestur


Til íbúa Eyjafjarðarsveitar
Kynningarfundur um hugsanlega sameiningu sókna í Laugalandsprestakalli verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi kl. 20:30.
Fundurinn er haldinn í ljósi þess að nokkur umræða hefur verið um þessa hugmynd innan sóknarnefnda prestakallsins. Kynnt verður hvað felst í sameiningu sókna, kostir þess og gallar kynntir og ræddir. Markmið fundarins er að stuðla að umræðu um þetta málefni. Allir velkomnir sem láta sig hag kirkjunnar varða.
Gestur fundarins verður sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur á Skinnastað.
Sóknarnefndir í Laugalandsprestakalli.


Aðalfundur
Kvenfélagið Aldan - Voröld heldur aðalfund sinn í Félagsborg laugardaginn 24. febrúar 2018 kl. 11:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Boðið verður upp á súpu og eftirrétt.
Nýjar konur ávallt velkomnar til að kynna sér starfsemi kvenfélagsins.
Hlökkum til að sjá sem flestar konur.
Stjórnin

Snyrtistofan Sveitasæla
KONUDAGURINN NÁLGAST !
Gefðu elskunni þinni dekur á konudaginn. Tilvalið að gefa gjafabréf með ákveðinni meðferð eða upphæð og frúin ákveður sjálf hvaða dekur verður fyrir valinu. Ýmislegt í boði í notalegu umhverfi á snyrtistofunni Sveitasælu, ferðaþjónustunni Öngulsstöðum. T.d. andlitsmeðferðir, fótsnyrtingar, handsnyrtingar, vax, litun og plokkun. Til að nálgast gjafabréf og fá nánari upplýsingar er best að hringja í síma 833-7888. Einnig er hægt að sjá lýsingar á meðferðum á heimasíðu snyrtistofunnar Sveitasælu á facebook.
Tímapantanir eru í þetta, sama númer milli kl. 9:00-17:00 virka daga. Eftir það svarar símsvarinn og einnig ef ég er upptekin, þá er um að gera að tala inná hann og ég hef samband um leið og ég get.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 

Íbúar Eyjafjarðarsveitar og aðrir
Einstakt tækifæri !
Við í Klauf rekum kúabú og óskum við eftir duglegum og vinnusömum einstaklingi til að vinna hjá okkur í sumar. Bílpróf og vinnuvélaréttindi væri gott að hafa en við skoðum allt.
Áhugasamir hafið samband við Hermann Inga í síma 867-8586 eða sendið póst á netfangið klauf@internet.is.
Hermann og Ingibjörg

 

Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara
-Verður haldin á Melgerðismelum 17. febrúar nk.
Dómari verður Eyþór Einarsson. Veitt verða verðlaun í flokki hestfolalda og hryssna, einnig verða flokkar ungfola tveggja og þriggja vetra.
Sýningin er öllum opin en skoðunargjald er kr. 1.500 fyrir utanfélags folöld.
Vegleg verðlaun í formi folatolla eru fyrir efstu sætin í flokkunum.
Aðgangur ókeypis.
Stjórn Náttfara

Getum við bætt efni síðunnar?