Jólakveðja
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins, senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um
gleðileg jól og farsæld á komandi ári. þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Jólamessur í Laugalandsprestakalli
Aðfangadagskvöld: Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00
Jóladagur: Messa í Kaupangskirkju kl. 11:00
Jóladagur: Messa í Saurbæjarkirkju kl. 13:30
Annar jóladagur: Helgistund í Möðruvallakirkju kl. 11:00
Annar jóladagur: Helgistund í Hólakirkju kl. 13:30
Gamlaársdagur: Hátíðamessa í Munkaþverárkirkju kl. 11:00
Kv. Hannes
Jólakveðja
Smámunadafnið sendir sínar bestu jóla- og nýársóskir með kæru þakklæti fyrir árið sem er að líða.
Sérstakar þakkir til starfsfólks, fyrir samstarfið í sumar.
Hafið það öll sem allra best. Hittumst heil með hækkandi sól.
F.h. Smámunasafnsins, Guðrún Steingrímsdóttir
Jólakveðja
óskum íbúum Eyjafjarðarsveitar og viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári. Um leið viljum við minna
á jólaopnun íþróttamiðstöðvar:
*Lokað verður 23.-26. desember.
*Opið 27.-30. desember skv. opnunartíma
*Lokað 31. desember-1. janúar 2013
*Opið 2. janúar kl. 10:00-21:00
Vetraropnun sundlaugar er kl. 6:30-21:00 alla virka daga og kl. 10:00-17:00 um helgar. Fjölskyldan í sund, frítt fyrir 15 ára og yngri, örorku- og
ellilífeyrisþega.
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Bókasafn Eyjafjarðarsveitar; opnunartímar um jól og
áramót
Síðasta opnun fyrir jól er föstudaginn 21. desember. þá er opið eins og venjulega frá kl. 10:30-12:30. á milli jóla og nýárs
er opið fimmtudaginn 27. desember frá kl. 16:00-19:00. Safnið opnar eftir áramót fimmtudaginn 3. janúar og er þá opið eins og venjulega frá
9:00-12:30 og 16:00-19:00
Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.
Kæru sveitungar
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum fyrir viðskipti ársins, viljum við minna þá sem enn eiga eftir að greiða
fyrir handklæði að gera það sem fyrst.
Jólakveðjur, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla
Sorphirða 22. desember!
Sorphirða sem á að vera skv. sorphirðudagatali dagana 24. og 25. desember, færist fram á laugardaginn 22. desember.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Gámasvæði: Lokað verður þriðjudagana 25. desember og 1. janúar
2013
Venjulegur opnunartími frá og með föstudeginum 4. janúar þ.e. þriðjudaga, föstudaga og laugardaga kl. 13:00-17:00
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Auglýsingablaðið
Blaðið kemur næst út föstudaginn 28. desember. Auglýsingar þurfa því að berast fyrir kl. 9:00 fimmtud. 27. desember t.d. í
tölvupósti á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Tímabundin atvinna við heimaþjónustu
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu tímabundið. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á
heimilum, nokkrar klukkustundir á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða með
tölvupósti.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Til sölu HNETUSTEIK - Afhendingartími laugardaginn 22. des.
500 gr 1600 krónur
1000 gr 3200 krónur
Pantanir og nánari upplýsingar í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum frábærar móttökur á árinu sem er að
líða. Kristín og starfsfólk Silvu, Syðra-Laugalandi efra
Hugleiðsla fyrir friði og kærleika 21.12 2012
þann 21.12 2012 verður alheimshugleiðsla á frið og kærleika þá langaði mig að því tilefni að bjóða fólki og koma
og hittast með friðarkerti og kaffi í bolla á litlu landareigninni minni að Finnastöðum Eyjafjarðarsveit.
Allir að koma vel klæddir :-) Við verðum úti.
þetta verður frá 20:00-23:30 og er fólki velkomið að koma þegar hentar hverjum og einum. Kl. 21:00 verður Himalayan Heart Activation (virkjun á
hjartasstöðinni) aðferðin kennd sú sem rithöfundurinn og miðlarinn Jonette Crowley miðlar. Hægt að sjá á www.youtube.com/watch?v=khTnt3ieIKU Einnig er hægt að koma með trommurnar sínar eða annað og tromma og
dansa aðeins inn friði og kærleika. Bara að hittast og hafa notalegt og rólegt með vinum og fjölskyldu og kunningjum.
Með kærleika og ljós í hjarta, Sigríður ásný Ketilsdóttir Finnastöðum
JóLATRéSSKEMMTUN
Hin árlega jólatrésskemmtun kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldin í Funaborg laugardaginn 29. des. 2012, kl. 13.30-16.00. Dansað verður
í kringum jólatré, fáum góða gesti í heimsókn og svo verða veitingarnar ekki af verri endanum Allir hjartanlega velkomnir.
Kvenfélagið Hjálpin
Kæru sveitungar
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári minnum við á þorrablótið þann 2.
febrúar. þar verðið þið marglit eins og jólaljósin!
þorrablótsnefndin