Auglýsingablaðið

585. TBL 28. júlí 2011 kl. 15:10 - 15:10 Eldri-fundur

Húllumhæ á Handverkshátíð

í tengslum við Handverkshátíðina við Hrafnagilsskóla verður félag ungra bænda á Norðurlandi, FUBN, með kálfateymingu á handverkssvæðinu þar sem börn 12 ára og yngri teyma sína eigin kálfa sem þurfa að vera á aldrinum 1/2 - 3 mánaða. það er því tilvalið fyrir þau börn sem hafa áhuga, að fara að þjálfa upp kálfa og gera þá bandvana.

Fyrir fullorðna 17 ára og eldri verður keppt í dráttavélaþraut og svo fer fram forkeppni í keppninni Ungi bóndi ársins, 18 - 35 ára aldurstakmark.

Nánari upplýsingar á ungurbondi.is undir hnappnum F.U.B.N handverkshátíð

áhugasamir skrái sig hjá Indu í síma 897-6098 eða á netfangið nordur@ungurbondi.is

 

Kæru Iðunnar konur

Við ætlum að hittast í Laugarborg á miðvikudaginn, 27. júlí kl. 10

og baka. Endilega takið kökukeflið með.

Kveðja stjórnin

 

Sumardagur á sveitamarkaði

Alla sunnudaga í sumar til 14. ágúst.

Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.

Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.

áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét)  eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com

Fimmgangur

 

Athugið

Vantar minnst 4 herbergja húsnæði í Eyjafjarðarsveit fyrir 1. september, skilvísum greiðslum heitið. Róleg og reglusöm fjölskylda.

Jenný, sími 869-5721.

 

óskilahross

Jarpsstörnótt hryssa um fjögurra til fimm vetra gömul er í óskilum að Hrafnagili, en aðra jarpa vantar í staðinn. Hugsanlega hafa merarnar víxlast á Melgerðismelarétt jafnvel fyrir nokkru síðan. Ekki finnst örmerki eða mark á hryssunni. þeir sem telja sig geta átt hryssuna vinsamlegast hafið samband við Jón í síma 892 1197

 

Hundahald

Að gefnu tilefni er íbúum bent á að kynna sér reglur um hunda- og kattahald á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, eða á vef sveitarfélagsins, en hér eru tvær greinar úr samþykktinni:

4. gr. Eigandi eða umráðamaður skulu gæta þess vel að hundurinn valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri, nema í fylgd með manni sem hefur fulla stjórn á honum. Eigandi er ábyrgur fyrir því tjóni sem hundur hans sannanlega veldur. Ef hundur veldur nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni, þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. þeim, sem hefur hund í för með sér, er skylt að fjarlægja saur, sem hundurinn lætur eftir sig á almannafæri.

6. gr.  Ef hundur hverfur frá heimili sínu skal eigandi eða umráðamaður gera ráðstafanir til að finna hundinn. Eftirlitsmaður með dýrahaldi skal handsama hund, sem eru óleyfilegur eða gengur laus á almannafæri og auglýsa að hann hafi verið tekinn í vörslu. Hafi hundsins ekki verið vitjað innan 7 daga frá birtingu auglýsingar skal ráð-stafa honum  til nýs ábyrgs eiganda eða hann aflífaður. Kostnaður vegna handsömunar og vörslu á hundi skal greiddur af eiganda eða forráðamanni. Heimilt er að lóga hættulegum hundum þegar í stað.

Sveitarstjóri

Getum við bætt efni síðunnar?